Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 615 færist ekki saman, heldur í auk- ana, unz allar verða ein samfelld gróandi heild. Það er að stækka ísland. ----o---- Um það munu flestir eða allir sammála, að einangrun sé hvorki holl né hugsanleg lengur, enda er það fjarlægt íslendingum aðbyrgja sig inni og ala hjá sér eðli bjarg- þursa. Þeir vilja fylgjast með öllu, hafa sem bezta útsýn og er það fyllilega ljóst, að land þeirra er í þjóðbraut lofts og lagar, milli tveggja stórvelda, sem eru eins- konar heimsskaut stjórnmálanna. Það skyldi því engan furða, þó að hér séu skiptar skoðanir og klögu- málin gangi á víxl. Stór orð eru svo margþvæld og misnotuð, að broddar þeirra eru sljóvgaðir. Einn þykist allt vita, vera óskeikull — eins og páfinn. Annar lætur sér : fátt um finnast — og þá fer allt r í blossa. Annars mætti oft halda, af r deilum manna og drembilæti, að r hér byggi milljónaþjóð, að ríkis- r stjórn hennar væri það í lófa lagið r að hafa úrskurðarvald í öllum heimsmálum. En þetta kvað þó geta brugðizt. Menn gleyma smæð sinni, ekki getsökum í garð náung- ans. En getur það verið, að til seu menn á íslandi, sem vilja selja liæstbjóðanda ættjörð sína cða gefa erlendum herrum? Eitt cr víst: meginþorri manna fyrirlítur shkan hugsunarhátt. En þó að þjóðin treysti sjálfri sér, er hún oft ósjálfstæðari í hugsun og gerðum cn ætla mætti. Allt of sjaldan kýs hún að hafa frumkvæði að nýrri löggjöf eða lifsstefnu, en virðist una því bezt að semja sig að siðum annarra þjóða, lata þær hafa forgönguna, en ganga í spor þeirra. Og víst er gott að geta hagnýtt sér erlenda reynslu, en einhlít er hún ekki. r Æðstu menntastofnanir lands- rL œaana verða .að-Teita nemendym sínum meira svigrúm til andlegra iðkana, knýja þá til sjálfstæðra hugsana, til forustu. Hver kynslóð, hver þjóð vegsam- ar og treystir æskunni. Hún er síðasta vonin. En einu sinni voru þeir ungir, sem með aldrinum urðu upphafsmenn styrjaldanna. Við getum ekki vænzt stórfelldra end- urbóta og aíreka af ungum mönn- um, meðan þeir sitja á skólabekk — hitt er von allra, að þeirra góðu og óspilltu eðliskostir fái sem lengst að njóta sín, að þeir að loknu námi gangi prúðir og hjartahrein- ir til starfa, yljaðir fögrum og frelsandi hugsjónum. Nóg verkefni og vandamál bíða hinnar ungu kynslóðar, og miklir sigrar, ef vel er unnið og dyggi- lega. Hvert mannsbarn þarf að fá þá aðstöðu að geta notið beztu hæfileika sinna og krafta. Öfug- streymi má engan neyða til verka, sem honum eru ógeðfelld og vekja hjá honum tilfinningar stritandi þræls. Slíkt er sálardrep. Vinna, sem veitir yndi, er tryggasta gleði hvers manns. Margar venjur standa til bóta, og mat á verðmæt- um þarf að breytast til muna, ef andinn á ekki að storkna í efninu. En til þess lifum við umfram allt, að leggja rækt við mannlega sál, þjóna andanum. Hans ríki er meira og víðlendara öllum öörum stór- veldum til samans. Og innst inni þráir allt mannkyn meiri vizku, fegurra líf. Það mun örðugra en margir hySgja að verja frclsi og rétt smá- þjóðar, sem cr mitt á milli steinsins og sleggjunnar, milli andstæðra stórvelda, sem leynt og ljóst beita áhrifum • sínum til íhlutunar og yfirráða. Hvorugum þessum mátt- uga aðila má þjóðin ganga á hönd, það verður að vera eitt af fram- tíðarheitum íslenzkrar æsku. Vopn- laus og fámenn þjóð fær ekki við ~það MQið^yerju stórveldi faer áorkað, ef það beitir morðvélum og miskunnarleysi. Barátta. íslend- inga getur því aldrei orðið í því fólgin að heya blóðuga styrjöld —■ heldur andlega baráttu. Þeir verða að hafa réttlætið að vopni, sjálf- stæðishvötina, frelsisþrána, sann- færingarkraftinn, vitsmuni og drengilega einurð. Sé vel á þeim vopnum haldið, geta þau enn sem hingað til orðið sigursæl. Með þeim verðum við að berjast fyrir heimflutningi handritanna, vernd- un handritanna, heillavænlegri lausn verkfallsins. Með þeim vopn- um braut þjóðin af sér margra alda kúgun. Þess vegna er lýðveldi á íslandi. Þess vegna eigum við inn- lendan þjóðhöfðingja. Og ást æsk- unnar á fengnu frelsi á sér dýpri rætur en svo, að hún fölni á einni frostnótt eða fjúki burt í goluþyt, hvort sem blæs úr vestri eða austri. Hvað sem yfir dynur, livort scm bíður okkar gæfa eða ógæía, þá skal sá andi alltaf eiga hér heima- land, sem eitt sinn reis gegn því, að íslendingar yrðu fluttir suður á Jótlandsheiðar. ----o--- Óttinn við þriðju heimsstyrjöld- ina sækir fast á mennina. Þeir íriða vondar samvizkur með því að lát- ast gera allt til að hindra djöful- æðið, og ráð þeirra til úrbóta er — aukinn vígbúnaður. En er ekki hæpið að trúa á friðarboðskap vopnanna? Væri ekki tryggara að varpa þeim i'rá sér með öllu — líkt og íslcndingar gerðu fyrir löngu? Að þessu leyti gætu þifir vcrið fyrirmynd allra annarra þjóða. En þó að friðarhugsjónin cigi sér marga formælendur, þá er svar valdhaíanna við öllum þeirra spurningum og öllum þeirra bæn- um á einn veg: Vopn, meiri víg- búnað .... Hvað á mannheimur í vændum? livað bíður íslands, Ev- rópu, Amenku, Asiu ....? Einn mesti mannvinur og íriðar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.