Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 8
r 620 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ckki nema 11 gráður til norður- pólsins. En hér, úti á hjara verald- ar, hafa 250 menn sezt að og hfa á kolanámi. Lífið er hér fábreytilegt, en hér eru menn frjálsir og óháðir. Ég hef fengið smjörþefinn af snöggum veðrabrigðum á Sval- barða, svo að ég fer þegar á stúf- ana til þess að reyna að ná mynd- um. Því að nú skín blessuð sólin glatt. En það getur verið komið versta veður á morgun — og sú varð líka raunin á. í þorpinu er aðeins ein gata og eftir henni kemur reglulegur pól- arrefur tritlandi. Hann er með grá- um skellum og sést á því að hann mun ekki vera nema missiris gam- all. Á bak við geymslukofa rekst ég á tvo unga og ósvikna Svalbarðs -drengi og þarna næ ég nokkrum myndum af þeim og refnum. Slíkt tækifæri kemur ekki fyrir mann nema svo sem einu sinni á ævinni. Refunum þykja karamellur og ostur mesta sælgæti og með dálitl- um ostbita sem agni, get ég hænt að mér 3—4 refi. Þeir hafa vanizt því að vera með mönnum, en samt eru þeir viiiUr og hendast burt lafhræddir ef þeir heyra minnsta þrusk. Og þá verður að taka á þol- inmæðinni til þess að hæna þá að sér aftur. Annar drengurinn getur íreistað þeirra til þess að eta ost- mola úr lófa sínum, og ef ég er al- veg grafkyrr, þá eru þeir vísir til þess að leggjast, geispa og sleikja sólskinið, eins og ég væri hvergi nærri. Úti í firðinum er hólmi og þar hafði grenlægja tekið sér bústað í vor og alið þar sex eða sjö hvolpa. Vegna þessa þorði æðarfuglinn ekki að gera sér hreiður í hólman- um. Einhver gerðist þá til þess að skjóta grenlægjuna. Hann náði svo hvolpunum og flutti þá til þorpsins og þar voru þeir aldir upp sem pelabörn. Og það eru einmitt þess- ir hvolpar, sem nú eru fullorðnir og eru að flækjast þarna milli hús- anna í Nýa Álasundi. Þeir leika sér við börnin og öllum þykir vænt um þá og enginn vill gera þeim neitt til miska. Uppi hjá námunni heldur til gamall refur. Þeir hafa skírt hann „Lassa“. í hvert sinn er menn matast kemur hann í sníkjuferð. Og hann íær oftast meira en hann getur torgað, og þá hleypur hann með leifarnar út í urð og felur þær. Á veturna er það alvanalegt að fjöldi refa sæki að mannabústöð- unum. Allir eru refir þessir hvítir. Nú er lítið veitt af þeim, því að verðið á skinnunum hefur fallið svo stór- kostlega að veiðimönnum þykir ekki borga sig að fara þangað. Þá var öldin önnur er próiessor Ahl- mann var þarna á ferð forðum, meðan ekki voru þar aðrir en veiði- menn. — Er ekki illt að vera kven- mannslaus hérna? spurði hann einn veiðimanninn. — O-jú, svar- aði hinn, hér er litið um kvenfólk, en hér er nog af refum, og það er aöaiatriðið. Á sumrin er ótölulegur grúi af lunda í björgunum umhverfis Longyearnámuna. En á haustin hvería þeir. Þá verða ekki eftir aðrir fuglar en mávar, sem lifa á úrgangi og sorpi. En uppi á há- sléttunni vestan við dalinn er nóg af rjúpu. Það srr yfirleitt mikið af rjúpu a Svalbarða og mér sýndist hún stærri en rjúpan í Noregi, en það getur skeð að það sé vegna þess að hún hafi þéttara og meira fiður hér norður í heimskautskuld- anum. Ég geng að norðanverðu upp á hásléttuna, beint upp af Advent- Bay. Handan við fjörðinn blasa við hin snækrýndu fjöll, Hjartarfjall og Óperufjall. Norðan við ísafjörð risa Syltoppen og Alkhornet með langa röð af skriðjöklum, sem ná mður að sjó. Þar er Sefströmjökull, Borejökuil, Sviajökull og Esmark- jökull. Af hásléttubrúninni var dýrleg útsýn inn til furðulegra fjalla með hvössum tindum, gnýp- um og skriðjöklum. Niðri í Long- yeardalnum sér á námaþorpið eins og þar væri nokkur brúðuhús. Upp eftir Advent-dalnum er skafrenn- ingur og feykir vindurinn mjöll- inni nokkur hundruð metra í loft i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.