Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1953, Síða 11
LRSBÓK MORGUNBLAÐSINS 353 Ljónagrarðurinn. Takið eftir hinum grönnu og fögru tnarmarasúlum og út- flúrinu á veggjunum. hafði látið höggva þannig 86 menn, komst skósveinn á snoðir um hvað var að gerast inni í salnum, og var- aði hina við. Brugðu þeir þá sverð- um sínum og hjuggu sér braut út úr borginni. En blettirnir í kerinu eru blóðblettir frá þessum degi. Þeir verða aldrei afmáðir vegna þess að þarna var út hellt blóði saklausra manna. Undir Comares-turninum er hinn svokallaði „Ambassador“-salur. Er þar hálfu hærra undir loft en í hintim sölunum og skraut meira. Iivelfingin í salnum er svo fagur- lega gerð, að henni hefur verið líkt við slípaðan demant. í þessum sal var haldin ráðstefna, þar sem Boab- dil veltist úr valdastóli. Skammt frá borginni er hæð, sem heitir Monte Paudul. Þar kastaði Boabdil seinast grátandi kveðju á „rauðu borgina" og Granada. m Márarnir bvggðu hús sín í fer- hyrning umhverfis skrautgarð, og garðarnir í Alhambra eru dásam- legir. — Framundan Ambassador- salnum er Myrtusgarðurinn, 40 metra langur og 22 metra breiður. í honum miðjum er vatnsþró að endilöngu og svnda þar rauðir smá- fiskar í tæru vatninu. En til beggja hliða við þróna eru laufgerði úr myrtusviði, og af því dregur garð- urinn nafn sitt. Fyrir endum hans eru súlnagöng og eru súlurnar úr hvítum marmara og furðulega grannar. Yfir þennan garð gnæfir Comaresturninn. Þá er Ljónagarðurinn, 34 metrar á lengd og 20 metra breiður, með súlnagöngum allt umhverfis. Súl- urnar eru 128 talsins, allar úr hvít- um marmara og jafn grannar og fagrar sem í hinum garðinum. Við báða enda garðsins eru fagrir sum- arskálar með hvolfþaki og útflúr- aðir. En í miðjum garðinum standa 12 steinljón í hviríingu og bera á hryggjunum gríðarstóra vatnsskál úr alabastri. Á hún að tákna hið fræga ,,haf“ í musteri Salómons konungs. Upp af henni er önnur skál og gosbrunnur í. Margir hafa orðið stórhrifnir af Ljónagarðinum, einkum af hinum fögru súlum. Hef- ur einhver sagt, að súlurnar minntu sig á tjaldsúlur eyðimerkurbúanna og því væri byggingarlagið þarna listræn eftirlíking af tjaldbúðum. Þá má nefna Lindaraja-garðinn með langri og mjórri vatnsþró og röðum af háum og grönnum kyprus -trjám beggja megin, en úr báðum bökkum þróarinnar koma ótal mjó- ar vatnsbunur og falla í boga niður í þróna. Glitrar sólin í þessum vatnsbunum mjög fagurlega og brotna geislar hennar í þeim svo að þar koma fram margir litir og fer þetta allt dásamlega við dökk- grænan lit kyprustrjánna. Márarn- Horft út í Lindaraja-garðinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.