Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Betlehem lýst upp myrkustu skugga. En það er ekki löng stund, sem Betlehem er miðdepill jarðar. Jóla- helgin líður, hinir helgu ómar dvína, ljósin brenna út. Annar jóla- dagur ber þegar nokkurn svip ai rúmhelginni, sem í vændum er, nema þetta, að ennþá geta ýmsir leyft sér að sofa út, og þess er eí til \úll sérstaklega þörí' á þessum morgni, því að annríki jólaundir- búnings og háspenna liðinna kvölda og nótta segir til sín og á morgun er \ónnudagur. Vér höfum minnzt Jesú Krists, fæðingar hans, og vér höfum ailir, vitandi eða án þess að vita, lotið honum og játað með sjálfum oss: Þetta er konungurinn, sem vér ætt- um að þjóna. Ef vér lytum honum í raun og veru, þá vaeri bjart i barmi og bjart i kring, þá væn friður í hjarta og friður í hermi. þá væri allt óttalaust, ekkert geig- vænlegt á framtíðarvegi mannkyns þá væri ríki kærleikans komið á jörð, ríki Guðs. — Þessi áhrif skiija jólin alltaf eftir. En hvað verður úr þessum áhrifum, hvernig end- ast þau? Eru þau ekki eins og hver önnur hverful hátiðablik, sem skilja eftir bjarma yíir förnum vegi og hann verður óðar en varir fjarrænn og hulinn mistri grárra hversdaga, en lífið er hið sama og áður var og framtiðin, jörðin að öllu eins. Þetta skulum vér athuga nánar þessa helgu stund, sem vér eigum saman hér. Fyrri hluti jólaguð- spjallsins segir frá jólanóttinni fyrstu, frá þeirri dýrðaropinberun, sem hefur endurvarpað ljóma sín- um yfir mörg þúsund nátta myrk- ur. Þar ljómar Guðs dýrð, þar talar engill, þar birtist fjöldi himneskra hersveita. Nú er þetta óviðjafnan- lega og einstæða liðið hjá, nú eru hirðarnir einir eftir á Betlehems- völlum. En tökum eftir því, að það, sem þeir hafa reynt, það er ekki horfið þeim eins og bjartur draum- ur hverfur um leið og maður vakn- ar. Þvert á móti. Þeir eiga ekki hið óviðjafnanlega og einstæða að baki sér, þeir eiga það framundan. En því aðeins að þeir hlýði því, sem þeim heíur verið boðað. Og það gera þeir. Þeir segja: Vér skulum fara og sjá, vér tökum Ðrottins engil á orðinu, förum og leitum ao barninu blessaða, vér viljum kom- ast að raun um þetta, að Guð hafi gefið oss frclsara, vér viljum finna hann. Og þeir fóru. Og fundu allt eins og sagt hafði verið við þáu Sýn hinnar heilögu nætur var ekki tál, orðin, sem þeim voru ilutt á hinni óviðjafnanlegu stundu, voru ekki blekking. Getum vér farið eins að? Já, vin- ur, þú getur farið eins að, og til þess hefur Guð vakið þig á þessum morgni, að þú gerir eins. Hvað gerir þú þá? Hvar er Betlehem? Hvar er frelsarinn, hvar er hinn heilagi, bjarti, blessaði konungur? Hann er þar sem orð hans er, hann er þar að finna, sem honum er hæfi buið meðal mannanna, hann er x kirkju sinni á jörð. Þú hrekkur máske við. í kirkjunni? Hvað er fátæklegra, segir þú, já, örbirgara, hvort sem litið er á ytra yfirbragð eða innri styrk en þessi hrörnandi stofnun, þetta veðraða rof, sem allir ferskir vindar af hvaða átt sem þeir blása virðast leggjast a eitt að eyða? Hirðarnir spurðu ekki xun álit eða ásjáleik. Þeir spurðu ekki um vinda neinna tízkubelgja, hvorki frá Jerúsalem, Aþenu né Róm, þeir spurðu aðeins. Hvað sagði röddin úr ljósinu, eng- illinn? Ef þú vilt vera sjálfum þér trúr og samvizku þinni eins og þeir, þá spyr þú ekki heldur: Hvað segja garpar dagsins í Reykjavík, París, Moskvu eða New York, hvaö segja iökvindar? Þú spyrð: Hvert bendir mér bjarmixin, sem ég vissx fegurstan, hátíðiil, sem barnið í mér átti bezta? Hirðarnir fundu ritjulegt hreysi, miklu óásjálegra en nokkur íslenzk kirkja er, og er þá raunar mikið sagt. En það skipti þá engu. Og hverjir voru þar? Hvernig leit María út, hvemig kom Jósef fyrir? Þeir spyrja ekki um það, þeir spyrja mn bamið, þrá það eitt að komast að raun um það, sem Drottinn hefur við þá talað. Hvernig fólk er það, sem sækir kirkju og rækir trú feðra sinna, sem hlúir á þann og annan hátt að Jesú- barainu, en það er sannast að segja ekki ríflegt ním, sem því er ætlað á vettvangi mannlífsins? Er þetta fólk framarlega, gáfað, glæsilegt, er það nokkuð betra en annað fólk? Þú fínnur í kirkjunni upp og ofan fólk, sjálfsagt ýmsa, sem þér geðj- ast ekki að, presta og aðra. Er Jesús á meðal þeirra, það er aðal- atriðið, vilja þeir hýsa hann, hlúa að honum í kólgu rfkjandi efnis- hyggju, í úrgum drunga vaxandi andlegs sinnuleysis? Þeir koma saman á helgum í hans nafm, vaka með honum, þegar aðrir sofa, oftast fáir. En hann hefur sjálfur sagt: Þar sem 2 eða 3 eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra. Þeir hafa Guðs orð meðal sín, bókina helgu. Lúther líkti Biblíunni við jötuna, sem Jesús hvílir í. Flettu- hálmin- um sundur. Innan reifa þess vitttis- burðar, sem Biblían geymir, er hinn lifandi Guðs sonur. Kirkjan er hæli hans vegna þess að hún flytur hans orð í boðun sinni, gefur hon- um rúm x sakramentum sinum og bænagjörð. Hún er þér móðir Guðs sonar og þar með móðir þín sem Guðs barns, að sama skapi sem lífið í boðskap hennar lýkst upp fvrir þér og höndlar þig Hirðarnir fóru ekki í fjárhúsið til þess að gagnrýna þá sem þar voru fyrir. Þeir gerðu allt annað: Þeir lögðu sitt fram, sögðu frá sixxm jóla-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.