Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7 ÞETTA GERÐIST 'I DESEMBER FUNyiTM Alþingis var frestað 17. Hafði þá enn eigi tekizt að af- greiða fjárlög, vegna ýmiss konar óvissu í fjármálum út af vaxandi dýrtíð og erfiðleikum atvinnuveg- anna. (Þingið á að koma saman aftur inn 5. janúar.) VEÐRÁTTAN i þessum mánuði var allumhleyp- ingasöm og óstöðug, oft stormar en blíðviðri þess á milli Fyrsti snjór vetr- arins fell í Reykjavík fyrsta dag mán- aðarins. Fyrir jólin kynngdi niður snjó suðvestan lands og á láglendinu sunn- an lands, Tepptust þá flestir vegir og urðu erfiðleikar á mjólkurflutningum til Reykjavíkur. Greiddist þó úr þessu rétt fyrir hátíðina. í þessum rosakafia höfðu allar flugferðir innan lands teppzt og i höfuðborginni biðu nokkur hundruð manna eftir því að komast með flugvélum út á land, til þess að vera þar um jólin. Á Þorláksmessu gerði svo flugveður og komust þá flestir leiðar sinnar, m. a. fluttu flug- vélar um 400 manns til Akureyrar. Á annan jóladag hófust svo stórhríðar fytir norðan og stóðu í marga daga. Kynngdi þá niður snjó, svo að allir vegir tepptust og meira að segja varð ófært um götur í bæunum. í Skaga- firði var fannkoman svo mikil að hesta fennti. Krapstífla kom í Laxá svo að mikill rafmagnsskortur varð hjá þeim, sem fá straum frá Laxárvirkjuninni. Flugferðir lágu niðri fram að 28. Sjald- an hefur Vegagerð ríkisins átt í meiri erfiðleikum að halda vegum opnum heldur en í þessum mánuði, en sjaldan heíur verið unnið ötullegar að þvi. AFLABRÖGÐ Uppgripa síldarafli var í Faxaflóa í öndverðum mánuðinum og var síldin bæði stór og feit. Háhymingar gerðu nú minni usla en áður og var það þakk- að herförum þeim, sem farnar hafa verið gegn þeim. Er nú komin á land stómm meiri síld, en seld hefur verið, og mundi þo hafa orðið meira ef gæftir hefði ekki hamlað. — Talsvert hlaup Nobelsverð- laununum úthlutað í Stokkhólmi. Að ofan: Verðlauna- mennirnir. Að neðan: Konungur afhendir Halldóri Kiljan Laxness bókmennta- verðlaunin. af smásild kom inn á Akureyrarpol) og stunduðu nokkrir bátar þar veíði um hríð, og var síldin brædd í Krossanes- verksmiðjunni, Netjaveiðar hófust hér syðra í Garðsjó viku af mánuðinum og öfluðu bátar vel þegar gaf. ísfisksölum i Vestur-Þýzkalandi er nú lokið í bilj. Höfðu togarar farið þangað alls 44 söluferðir og selt sam- tals fyrir 4.319.000 mörk. Er það 400.000 mörkum meira en i fyrra, enda urðu söluferðir fjórum fleiri heldur en þá (21.) Fiskaflinn á öllu landinu ham 391.620 smálestum 1. desember og var það 21 þús. smál. meira en á sama tíma í fyrra, en 4000 smál. meira en alít árið í fyrra (31.) jólahAtíðin Það færist nú óðum i Vö'xt áð kaup- tún og kaupstaðir sé skrevtt fýrir jóLin á ýmsan hátt og jólatrjám með fjölda ljósa komið fyrir á víðavangi þar sem þau njóta sín bezt. Ér þáð og "orðið algengt að erlendir vinabæir sendi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.