Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hann gekk síðan aftur og gerði margt illt með ærslum og grjót- kasti og kallaður Snæfjalladraug- ur eða Snæfjallafjandi; varð hann hin mesta meinvættur og var mik- ið orð gert á afturgöngu hans. Gekk hann um vetur allan 1611, á Snæ- fjöllum, ýmist í ergin líki eða kvik- indis nokkurs í mannslíki. Þá heyrðust og vein og skrækir drengsaumingja, Ketils kallara, þess er á aðra viku ársgamall lifði á raóður sinni dauðri uppi á há- fjalli. Hafði sá afturgengni, áður hann íorgekk, afsett nefndan drengbjálta í eina duggu, sumir segja til beitu brúkaðan, hvað aðrir aisegja. Voru til fengnir færustu kunn- áttumenn, að fást við drauginn. Þorleiíur Þórðarson fyrst, en fékk við ekkert ráðið. Þá Jón Guð- mundsson lærði, frá Stóru-Ávík á Ströndum. Flutti Jón Fjandafælu, 164 erindi, og Umbót eða Friðar- huggun, 29 erindi. Slæfði Jón drauginn þar með og færði hann í herijötur: „Fjandi, andi, flár, grár, flýi með mýi í skýi, særður, marður, síbarður, sökkvi ’inn dökkvi og hrökkvi; fylHst allur seið-sulium, svíði því níði með stríði, — niður skriðinn nauðmóð- ur, nístur, hristur og ristur. — Nú sé hann bundinn, neyddur og út hrundinn, hnepptur í dróma hel- vítis-grey, hart úr liðunum undinn, sem gróða íærir grundin, gengur lögur um sundin“. — Þá er draugurinn var fullíjötr- aður, voru fengnir til fjórir menn að flytja hann austur að Skorra- stað í Norðfjarðarhreppi í Suður- Múlasýslu til séra Árna Sigurðs- sonar ásamt innilegu bréfi frá íöður draugsins. Fóru sendimenn landveg og höfðu langa útivist. Hafði séra Árni drauginn á sínum *, fitíjniTjT 6s ° snæjfw/jtr^gd fjögur ar, eða þar til Spán-vqpfjadrápin fóru fram í Æðey og Saadeyri á Snæfjallaströnd síðasta sumardag 1615. Strauk draugurinn þá til heimahaganna. XI. Auðvelt er illt að vinna, en upp- skeran verður bág. Kerling nokkur 1 Bæum á Snæ- fjallaströnd, var þá, um þessar mundir, vinnuhjú þess bónda þar, er ásamt Snæí'jallasyninum seldi hundana og drenginn Ketil í hval- fangarann, þá, fyrir fjórum árum. Sá hvalveiðari strandaði á Strönd- um norður haustið 1615, aibúinn til heimíerðar ásamt tveim hval- veiðaskipum öðrum. — Séra Jón Gríms6on var þá orðinn sóknar- prestur þar í Árnessókn, sá sami, er sumarið 1604 var prestur til Álftafjarðar og Ögurþinga, og skipulagði herferðina, þá er þeir fundu Ketil kallara samkvæmt veini villidýrsins. Viðskifti Árnesprests við skips- hafnir hvalveiðaskipanna, þar á Ströndum norður, voru ekki sögð einróma, og var nú Árnesprestur viðstaddur dráp þeirra við Djúp ásamt Snæfjallapresti. Marteinn skipstjóri, hið unga glæsimenni, er drepinn var á Sandeyri, hafði ekki verið við ís- land áður, var því saklaus af íyrri viðskiftum. Og er þetta örlagaflækja. Kerlingin í Bæum, sem áður er nefnd, hafði löngum verið ófresk og undarleg í háttum, varð nú kol- vitlaus af oíheyrn og ofsjónum, svefnleysi og sífelldum ásóknum. Tók hún þá tveggja ára barn bónd- ans og stakk því á höíuðið í sjóð- andi soðpott; henti því síðan í hlóðaeldinn. Að því afloknu snar- aðist hún á fund húsbónda síns, ærið fasmikil, og bað hann hirða kjötbita er hann ætti í hlóðunum og færi nú að verða fullsteiktur. Þessi sami bóndi hafði verið einna athaínamestur í Spánverjadrápun- um, að afklæða lik þeirra og sví- virða. Hafði meðal annars kviðrist Martein skipstjóra lifandi, eftir að hann hafði verið eltur á sundi á sexæringi, loks særður og aðfram- kominn dreginn á land, afklædd- ur og drepinn. Bóndinn henti barnslíkinu út i horn, tók kerlinguna og stakk henni á hausinn í sama soðpottinn, og lét hún þar líf sitt Þá dengdi hann henni á hausinn í hlóðaeld- inn og lét brenna, unz af var brunnið andlitið og hár allt af höfðinu. Þá var kroppur keriingar tekinn og reirður saman á bífum, höndum og háisi, bundinn við steinn og í sjó sökkt. Kerling gekk aítur. Magnaðist hún mikið við það, að Jón Snæfjalladraugur, sem nú var nýkominn austan frá Skorrastað, endurheimtur heim til föðurhúsanna, rann nú saman við aíturgöngu kerlingar og urðu þau bæði að einum draug afar mögn- uðum. — Eru siíkir draugar nefnd- ir hringloppar og geta orðið allt að 300 ára gamlir, einkum ef magn- aðir eru af og til með heitingum. Hringloppi er í mannsmynd, en hefur kiær í stað fingra; auð- þekktur á því að andlitið vantar, og hausinn allur sem brunninn bútur. Blossaði draugur þessi oft upp i Bæum á Snætjallaströnd og fyllt- ist nýu fjöri, einkum eftir illar og hatursfullar heitingar manna á milli. Þannig var það vorið 1893, í út- róðrarstöð við Guilhúsárnar á Snæíjöllum, er hringloppmn var 278 ára gamall, að Bjarni nokkur Gunnlaugsson frá Leiru í Jökul- fjörðum, hézt við pilt frá Bæum, Rósinkar Pálmason að nafni. Bjarni þessi drukknaði þann 9. desember það sama ár, og réðist á Rósinkar að kvöldi þess sama dags í líki hringloppans. Linnti hann ekki látum fyrr en hann gekk aí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.