Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17 Söngvaseiður BO BERGMAN (Lag eftir TURE RANGSTRÖM) Bara ef þú gengur á grundunum nafnið þitt syngur lindin og laufið á baðm, skvln fá lit og t lundunum hvislandi blaðregn hnígur sem gull þér í faðm. Ljóð út við löðrandi strendurnar hrannirnar svngja, huggandi orðin frá þér. Réttu mér hjartfólgnar hendurnar; kvölin skal sigTUð, ótti minn útlægur ger. 'i Liggi þin leið úti á engjuntun, bara ef ég sé þig í fjarska, mitt elskaða fljóð. ymur í eilífu strengjunum. Hver gaf þér mátt að seiða fram söngva og ljóð? EINAR M. JÓNSSON þýddi. Rósinkar dauðum, þann 5. febrúar 1894. Hringloppinn er nú genginn veg allrar veraldar. Snæfjallaströnd er aftur hrein eins og mjöllin. Enginn heyrir þar lengur vein villidýrsins. XII. Hvers vegna að segja svona ljóta sögu? Sagan er ekki eingöngu Ijót; hún er líka full af fegurð. Því dekkri svið; — því meira ljós til að lýsa þau upp. Líf mannanna leitar samhjálpar — það er sið- fræði sögunnar. Grimmdin og miskunnarleysið var ekki sprottið af illvilja. Það var ægileg barátta um líf eða dauða, þar sem hver varð að reyna að bjarga sér sjálf- ur. Enginn átti annan að. Þjóðin var að farast eins og skipbrotsmenn í ægibrimi við eyðiströnd. íslenzkg. þjóðin var komin nær því að far- ast og liða tmdir lok, en nokkur önnur þjóð, sem lifað hefur af. — Vér megum ekki gleyma mann- gildi þeirra fáu feðra vorra, er eft- ir lifðu allar hörmungamar. Án þeirra værum vér ekki neitt. Það er engin leið að ljúga upp svona sögu, en það er vandi að segja hana, enda ábyrgðarhluti. Til þess að skilja vordraum vorr- ar aldar og þá stðkkbreyting ald- arfarsins og „umbótanna“, er vér lifum við, verðum vér að vita líf þeirra liðnu. Án fræðslu hins liðna fáum vér ekki skilið hið nýja og nytsemi þess. Fortíðin er sú undirstaða, sem öll sönn þróim byggist á, og vér — verðum að kanna og þekkja út í aesar ðll fyrri stig þeirrar þróunar, hvort sem hún vísar fram eða aftur — hvort sem hún er ill eða góð. ■ Nú er það svo, að hið illa er alltaf nær efninu en andanum. það er bvngra í eternum og getur því orðið að ægilegum veruleika á hörmuhgatímum. Þetta er hryliilegur sannleikur, sem hver einasti alvarlegur rithöf- undur verður að gera sér grein fyrir í nafni þ.jóðar sinnar. í nafni menningarinnar, í nafni sannleik- an$ og í nafni réttlætisins. III- verkin eru svo auðveld. Hver einasti sannur rithöfundur og skáld verður að lesa upp og lifa alla fortíð þjóðar sinnar, tileínka sér umliðið líf hennar, sorg og gleðL Hann verður að kanna og þekkja tll hlítar anda þeirrar þró- unar, menningar eða illverka, sem hún hefur skapað fram á hans dag. Læknirinn getur ekki læknað án þess að þekkja sjúkdóminn. Eins verðum vér að þekkja hið illa til þess að geta upprætt það. Þá kem- ur hið góða af sjálfu sór. Vér þekkjum þá greinarmun góðs og ills, og vitum, hvað ber að varast. Snæfögur og mjallhrein mun þá Ströndin brosa við byggð og Djúpi. Og aldrei framar mun hún tala það tungumál, eða eignast þau örlög, er orsaka vein villidýrsins. Síminn á slökkvistöðinni hringdi ákaflega og æst kvenmannsrödd hróp- aði: — Komið fljótt, tveir ungir piltar eru að reyna að komast inn um gluggann hjá mér. — Þér hafið farið símavillt, sagði brunavörður. Þér eigið að hringja á lögreglustöðina. Þetta er slökkvistöðin. — Ég veit það, ég hringdi til yðar. Þeir hafa ekki nógu langan stiga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.