Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 20
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Á SÝNINGU JÓH. S. KJARVALS Hátt til lofts og vitt til vepgja, veg-leg eru salarkynni. Hér í þessu hofi nýja hefur listagyðjan inni. Einn af hennar óskasonum öndvesris nú skinar stólinn kaJlaður til kraftaverka Kjarval, málaranna sjólinn. Mætir auga magni þrungin mótuð fegurð, öllum megin, goðamál og glæstir draumar, göfug list, með pensli dregin. Titra í myndum tákn og undur, tónaglit og vorsins ómar, Álfakirkjur opnar standa englar birtast, helgir dómar, Snilldar hönd og snillings andi, Snælands son, þitt aðalsmerki mælir til vor máttkum orðum, mótað skýrt í hverju verki. Hvergi sá eg meiri mildi, mýkt og fegurð litaprýði, hvergi meiri tign og töfra, tjáning hreinnar listasmiði. Mosahraun og háreist fjöllin, harpa íslands lof þér svngur. Lifi Kiarval, litaskáldið. Lifi Kjarval fslendlngur! MARGRÉT JÓNSDÓTTIR. ) s \ \ \ \ s s s \ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s MYNDIN AF STEINGRÍMl biskupi er og var að allra dómi, sem sáu hana, mesta ótæti. Allar þær myndir sem ég hefi séð af íslenzkum mönnum, eftir bennan franska málara (hann var með Páli Gaimard) t. d. Jóni landlækni Thorsteinsen, Bjarna Thorarensen, Ólafi Pálssyni o. fl. eru hvergi nærri llkar þeim, sem þær eíga að sýna. Sá málari var ekki „Portrait“- málari, heldur land-málari og dýra- BESSASTAÐIR, Það er venja að forseti íslands ávarpi landslýð þaðan á fiý- ársdag, og svo var að þessu sinni. (Ljósm Mbl. Ól, K M.) málari. Mér er nær að halda að rauð- krítarmyndir séra Sæmundar Hólms hafi verið eins líkar og sannar, eins og þessar franska manns myndir. Og myndina af herra Árna Helgasyni, sem Rudolf Keyser gerði, þegar hann hafði vetursetu á Bessastöðum, litlu áður en eg kom í skóla, tek eg fram yfir hinar, og var Rudolf Keyser þó enginn mál- ari „ex professo“. Mynd Jónasar Hall- grímssonar, tekna af honum dauðum af séra Helga Sigurðssyni, tek eg líka fram yfir þessa mynd af Steingrími biskupi. Þá voru ljósmyndir óþekkt- ar hér á landi, og þó íslendingar færi utan um þær mundir, eins og t. d. Steingrímur biskup 1824 til vígslu, datt hvorki honum né öðrum í hug að láta taka af sér olíumynd. Magnús kon- ferensráð hafði einn rænu á því eins og öðru. Mynd hans er ágæt, enda eftir prófessor C. A. Jensen, er þá þótti beztur „Portraitmaler" í Kaup- mannahöfn. — (Páll Melsted). FYRIR 350 ÁRITM Sén hvítur hrafn lengi sumars í Skagafirði, í Hofsós cg Ósjar.dshlíð. Vildi herra Guðbrandur biskup lóta ná honum í neti, og varð ekkí; hefur hann komið á ísi frá Grænlandi eða norðuröræfum (Skarðsárannáll). Lausn á Bridgeþraut í Jóla-Lesbók A K D 9 V D G 7 ♦ — * G 6 A — ¥ Á K 6 ♦ 7 4 3 «74 Suður spilar. Tigull er tromp. Suður á að fó 7 slagi. Hann gerir það á þenn- an hátt: Fyrst slær hann út HÁ og síðan lághjarta undir gosann. Þá kemur út SK og í hann er fleygt HK! Nú verður V að drepa, en hefur svo ekki öðru að spila en hjarta eða spaða, og þá fær bcrðið slagi á báðar drottningarnar og í þær fara laufin á hendi. Ef V drepur ekki, er HD slegið út og í hana fleygt laufi, og þá fær A seinasta slaginn á LD.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.