Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 15
—..... —--------------------------- (1604) þegar Bóthildur dó í brún- um Vestfjarða-hásléttunnar, með barn sitt á brjósti, segir Skarðsár- annáll, en hann er einna áreiðan- legastur annála vorra, ritaður af samtímamanni: „Gekk blóðsóttin. Féllu yfirferðamenn. Hlutavetur syðra. Fisklevsi fyrir norðan. Kom ÍS. ftak hvali. Selatekja mikil. Þetta kallað Eymdarár með því þriðja hðrkuárinu, sem mest undir bjó; féllu í Hegranesþingi átta hundruð manna. Það var bæði yfirferða- fólk og fátækir barnamenn, sem inni lágq. Svo hafa menn reiknað, að um allt ísland hafi á þessum 3 árum fallið 9 þúsund manna.“ Árið 1602 (tveim árum áður en Bóthildur dó) hófst verslunarein- okun á íslandi. Mátti með sanni segja, að hvortveggja fylgdist að, verslunareinokunin og versta ár- ferði og hallæri, sem komið hefur á íslandi. Foreldrar neyddust til að selja böm sín, heldur en að sjá þau deya úr hungri í höndum sér. Þetta var á allra vitorði, en al- mennt um það þagað. Fitjaannáll einn getUr þess við árið 1610, fer ekkert dult með, og gefur upp söluverðið. Fitja-annáll segir svo: „Var margur drengur og stelpa á þessu ári og nokkur fyrirfarandi sumur, flutt sunnan að og í Aust- firði, af sýslumanni þar, vegna manndauða og fólksfækkunar. Drengirnir voru seldir fyrir 60 eður 80 álnir, én stelpur fyrir 40 álnir“, Þetta segir annállinn, en þegir um öll þau böm, sem seld voru í skip og þjóðir kring um landið, fytr og síðar. Á hnattlíkani Behaims, frá öld- inni á undan, stendur við uppdrátt- inn af íslandi: „Á íslandi býr fag- urt, hvítt fólk, og er kristið. Hjá því er siður að selja hunda dýrt, en böm sín gefa menn kaupmönn- um til guðsþakkar, svo að þeir fái brauð handa þeim sem eftir eru.“ Stundum létu útlendir skipa- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS menn sér ekki nægja, að fá böm í kaupbæti með hundum, heldur gengu þeir á land og rændu börn- um, þar §em fyrirfundust. Þau voru verðlítiL Jón Eyvindarson, ekkill Bót- hildar, hlaut að selja son sinn Ket- il með auknefninu „kallari', með því enginn möguleiki var, að hann, á þessum hönnungatímum, gæti alið önn fyrir honum einn saman. Og þar eð kaupandinn var fyrir- myndarmaður, séra Jón Þorleifs- son sóknarprestur að Snæfjöllum, vildi hann stilla verðinu í hóf. Prestur fékk því piltinn fyrir 20 fiska, en það var fjórði hluti af stelpuverði, enda varan ekki góð: grettinn, skjálgur og rangeygður af öskrum og óhljóðum, líklega um- skiftingur. Hann var þá hátt á þriðja aldursári, er kaupin gerðust, og veinaði enn eins og villidýr. VIII. „Þama eruð þið komnir með umskiftinginn,“ sagði Jón,elzti son- ur prestsins, um leið og báturinn lenti við Gullhúsárnar. Það voru útróðrarmenn, sem beðnir höfðu verið fyrir drenginn, af þvi að þeir áttu leiðina hvort sem var. „Andskoti er hann ljótur og vein- ar eins og villidýr", sagði sonur- inn, sextán ára. Hann tók drenginn steinbítstaki og dró hann upp á fjörukambinn, en veinin skáru gegnum merg og bein. — „Þið hefðuð átt að kefla þetta kvik- indi“, mælti hann, „drekkja hon- um eða drepa hann, heldur en að koma með þetta veinandi villidýr hingað norður yfir Djúp á Snæ- fjallahrepp. Sér er nú hvað!“ „Láttu drenginn vera!“ — „Sjáðu hann í friði!“ — „Þetta er móður- laus aumingi!“ — „Og föðurlaus líka, er óhætt að segja!“ sögðu f lutni ngsmennimír.... „Selja hann í skip?“ svaraði son- urinn. — „Þeir gefa ekkert fyrir 15 hann eins og hann er. Fyrst þarf að ala hann í 3—4 ár, ná síðan í nokkra hunda og hafa þá með hon- um — þá er hægt að fá meira fyrir hundana, brauð, færi og öngla eins og í fyrra. En fyrir strákfjandann fæst ekkert, nema hafa hann til uppbótar, — bara ef hægt yrði þá að ná í hundana “ ' ' "'■*•' ' ‘ ......• IX. Ekki liðu ýkjamörg þar til upp rann örlagastundin. Útlendar fiskiduggur og hvalfangarar komu undir land. Oftast var eitthvað verslað á laun við þessar þjóðir, þrátt fyrir strengilegt bann og næstum dauðarefsing einræðis og einokunar. Spænskur hvalfangari kom undir Snæfjallaströnd haustið 1619. Einn Bæjabænda, er þá var til útróðra við Gullhúsár, og Jón sonur Snæfjallaprests, fóru fram í skipið. Aftur fóru þeir um borð einir saman síðar á báti, undir nótt, og höfðu þá meðferðis hunda tvo og drenginn Ketil kallara, keflað- an og bundinn. Hundunum höfðu þeir stolið. Menn vita ekki um viðskiftin, en víst hefur þeim samizt, því að drukknir komu þeir frá borði með nauðsynjavörur nokkrar, án drengs og hunda. Skip þetta sigldi út dag- inn eftir með morgunsárinu og hélt heimleiðis. Angistarvein barns og hundgá heyrðist, en hjaðnaði brátt og blandaðist dularfullu veini villi- dýrsins, er settist að í samvizku mannanna. X. Nokkrum dögum síðar hrapaði Jón prestsson, sá er drenginn seldi, til bana í Bjarnarnúp. Segir svo frá þeim atburði í annálum £ra árinu 1611: „Hann hrapaðj,til bana af snjóskafli í fjalli, er hann fór að fé föður síns, ofan fyrir sjávar- hamrakletta, undir Ejamamúp, fyrir ofan bæinn á Snæfjallastað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.