Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1956, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5 Pappírinn, sem fer í eitt blað af Lesbók erl. þjóða væri dag:Iegir gestir. Þá var einnig ritað um útvarp og hver höfuðnauðsyn væri að siíkt menningartæki kæmist upp í landinu. Útvarp þyrfti að kom- ast inn á hvert einasta heimili í landinu, þó ekki væri vegna ann- ars en veðurspánna. Þar segir meðal annars: „Hér er allt á til- raunastigi. Allt, frá fjósamennsku upp í hæstarétt er á tilraunasíigi. Fyrir 40 árum byrjaði Eggert á Meðalfelli að bjarga töðu sinni undan stórrigningunum sunn- lenzku, — bjárga henni ó- skemmdri í votheystóft. Hann skrifaði síðar um það ýtarlega ritgerð. Þá hafði hann iokið við tilraunastigið í því efni. En vot- heystætturnar á Suðurlandi eru enn sárgrætilega fáar. En ef hver nauðsynieg umbót i búskapnum á að taka 40—60 ár, er auðsætt að taka þarf til nýrra ráða“. Og greinarhöfundur telur að útvarp muni verða öflugasta ráðið til þess að ryðja nýum umbótum veg, bæði á þessu sviði og öðrum. — Útvarpið kom í'imm árum seinna, en nú á 25 ára afmæli þess voru víst allir sammála um að rætzt hefði margar þær vonir, er við það voru tengdar. ÞESSA er hér aðeins getið til þess að rifja upp hvernig Eesbókin fór á stað. Þarna var mörkuð sú stefna, sem fylgt hef- ur verið síðan. að láta Lesbókina flytja fræðandi greinar um land og þjóð og kynna þær nýungar á alþjóða vettvangi, sem líklegar eru til framfara eða þekkingar. F.kkert af slíku hefur Lesbók tal- ið sér né lesenduní sínum óvið- komandi. Og hún hefur seilzt iil þess að fá greinar frá rithæfum og þjóðkunnum mönnum um in margbreyttustu efni, enda er það orðinn ótölulegur fjöldi greina, sem hún hefur birt frá slíkum mönnum. Hitt hefur hún Ieitt hjá sér að birta útient léttmeti á borð við það, sem cr i vikuútgáf- um cða „magasínum“ margra stórblaða. Lesbókin hefur ætíð hu~sað sér hærri sess en þann að vera ,,magasín“, er menn fleygja að 'oknum Iesíri. Hún het'ur kappkostað að' vera þjóðmenn- ingarlegt tímarit. sem menn vilja geyma og Iesa aftur og aftur. Og á þessu 30 ára afmæli þykist hún þess fullviss að þetta hafi tekizt að nokkru leyti, því að býsna margir eru þeir, sem halda henni saman, og binda hana í traust band, svo árgangar hennar prýði einkabókasafn þeirra, ★ FYRSTU 18 árin kom Lesbók reglulega hvern sunnudag og var 8 blaðsíður að stærð. En seint á árinu 1943 fekk Morgunblaðið nýan vélakost. Var þá um ára- mótin lögð niður in gamla „flat- pressa", en in nýa prentvél notaði pappír, sem undinn er upp á kefli, mismunandi stór. Varð þá nauð'- synlegt að breyta broti Lesbók- arinnar þannig, að það varð nokkru minna heldur en áðnr, blaðsiðurnar ofurlítið styttri. En þetta var bætt upp með því að nú var Lesbókin stækkuð jafn- aðarlega upp í 16 blaðsiðnr. Það hefur verið in venjulega stærð hennar síðan, en þó hefur hún oft verið 24 blaðsíður eða þaðan af stærri. Má hér geta þess, að áður en brotið minnkaði, hafði ? hver árgangur verið 400—432 blaðsiður, en þegar á fyrsta ári eftir breytinguna komst blaðsiðu- fjöldinn upp í 552 blaðsíður og i fyrra komst hann upp í 804 blað- síður. Það er nú orðið býsna stórt þetta ritsafn, sem kaupendur ðlorgunblaðsins hafa fengið í kaupbæti, alls 15.328 blaðsiður. Samtals hafa komið út 1469 tölu- blöð, og svarar það því að hvert blað sé til jafnaðar rúmar 10 blaðsiður. Eitt bundið eintak fyllir um meterlanga hyllu í bókaskáp. Þegar Lesbókin hóf göngu sina voru 22.000 íbúar í Reykjavík. Nú er upplag hennar nokkrum þúsundum fleira heldur en sú tala var. Og til frekari skýring- V ar á því, hve mikill hann er orð- -y inn að vöxtunum þessi kaupbæt- ^ ir Morgunblaðsins, má geta þess f að svo telst til, að pappirinn, sem A í hann hefur farið á þessum 30 V árum, muni vera um 500 smá- j lestir. 5) Lesbók hefur aldrci verið seld / i lausasölu. Hún hefur verið L einkaeign áskrifenda Morgun- T blaðsins. Út af þessu hefur aldrei \ verið breytt, nema hvað kaup- jí endum ísafoldar og Varðar hefur / verið gefinn kostur á að eignast \3 hana. Af þessu leiðir að upplag C hennar er stærra nú en nokkurs \ blaðs eða timarits, sem geíið hef- 'J ur verið út á íslandi. j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.