Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 2
590 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ekki búsettir í Örfirisey. Til er bréf, sem Pahl skrifaði Magnúsi Gíslasyni amtmanni í ágúst 1763, og biður hann amtmann að leigja versluninni Fálkahúsið til mat- vörugeymslu „því að eins og allir viti, sé ekki altaf hægt að komast frá Reykjavík út í Hólminn“ þ e. Örfirisey. Og sennilega hefst þá verslunarsaga Fálkahússins. Verslunarhúsin voru flutt úr Örfirisey á árunum 1779—80, og endurreist í Reykjavík rétt hjá Ingólfsnausti, eða nyrzt í Aðal- stræti að vestanverðu og í beinni línu við verksmiðjuhúsin, sem stóðu vestan þeirrar götu. Kram- búðin var þar sem nú er Veiðar- færaversL Geysir. —OOO— Þegar farið var að úthluta lóð- um í Reykjavík, var tekin spilda meðfram sjónum vestan frá ^.ðal- stræti og austur að lækjarósnum, og byrjað vestast. Vestustu lóðina fekk Kristofer Kahr stórkaupmaður í Björgvin. Hún heldur enn nokkurn veginn upphaflegri stærð. Er það fer- hyrningur sá, er takmarkast af Austurstræti að sunnan, Aðal- stræti að vestan, Hafnarstræti að norðan og Veltusundi að austan. Á þessari lóð reisti Kahr versl- unarhús 1788. Stóð það vestast í lóðinni við Aðalstræti, gegnt kóngsverslunarhúsunum, sem Sunckenberg hafði þá eignazt. Fulltrúi Kahr hér var stýrimaður, sem Hans Dedicken hét Við hann var húsið kennt og kallað Stýri- mannshúsið, en stundum NorsKa húsið. Telja sumir að þetta se fyrsta verslunarhúsið, sem reist var í Reykjavík eftir að verslun- in var gefin frjáls, en þó munu hafa verið áhöld um aldur þess og verslunarhúss Páls Brekk- manns. sem reis á næstu lóð þar fyrir austan. Skömmu seinna var reist annað hús fyrir sunnan þetta og áfast því. En verslun Kahrs stóð ekki nema 7—8 ár. Þá voru húsin bæði seld. Nyrðra húsið keypti Páll Brekk- mann og verslaði þar um tíma. Síðan seldi hann það Grími Lax- dal, er seinna var veitingamaður í Skálanum við Grjótagötu. En syðra húsið keypti Jón Gíslason og fór að versla þar. Var það hús jafnan nefnt „Jóns borgara hús“. Jón andaðist 1832. Eftir það gengu bæði húsin kaupum og sölum fram til 1870 að Norska samlagið eignaðist þau, lét rífa þau og reisti nýa og vandaða sölubúð í staðinn. Hún er nú horfin fyrir löngu, og þar sem hún stóð er nú bílstæði Steindórs. Þarf svo ekki að tala meira um vesturhluta lóð- arinnar, því að það er eystri hlut- inn, sem hér kemur aðallega við sögu. — —OOO— Einn af stórlöxunum í kaup- mannastétt Reykjavíkur á fyrsta fjórðungi 19. aldar, var Westy Petræus. Hann var fyrst versl- unarstjóri hjá Norðborgarverslun og á þeim árum var verið að selja hús verksmiðjanna. Eignað- ist hann nokkur þeirra, svo sem Undirforstjórahúsið (Aðalstræti 10), Klæðavefnaðarstofuna (Aðal- stræti 12), Spunastofuna (Aðal- stræti 14) og Þófaramylnuna hjá Elliðaánum. Hann settist þá að í Undirforstjórahúsinu og breytti það þá um nafn og var nú um hríð kallað Petræusarhús, eða fram til 1807, er Geir biskup keypti húsið, því að upp frá því var það kallað Biskupsstofa. Flest voru verksmiðjuhúsin komin í mikla niðurníðslu þegar þau voru seld og þess vegna mun Petræus hafa látið rífa Klæðavefnaðarstof- una og Spunastofuna og reisti þar ekki hús í staðinn. Það mun hafa verið um 1797 að Petræus tók Fálkahúsið á leigu hjá stjórninni. Breytti hann því nokkuð og stækkaði það og hóf þar svo verslun. En auk þess átti hann verslanir í Hafnarfirði og Vestmanneyum. Var hann mesti dugnaðar og framkvæmdamaður og græddi stórfé, en ekki var hann talinn vinsæll meðal al- mennings. Um svipað leyti og hann hóf verslun sína í Fálkahúsinu, virð- ist hann hafa náð eignarhaldi á austurhluta lóðarinnar, sem Kahr hafði upphaflega verið úthlutað, því að nú reisir hann þar tvö vörugeymsluhús, annað rétt fyrir austan Stýrimannshúsið og sneri það gafli að Strandgötunni (Hafn- arstræti), en hitt austar í lóðinni, og sneri það hlið að Strandgötu. En um Fálkahúsið er það að segja, að Petræus hafði það á leigu og þótti stjórninni sem hann hirti lítt um viðhald þess er fram í sótti, og eins þótti henni leigan ekki gjaldast skilvíslega. Stefndi hún Petræus fyrir þessar sakir 1818 og fell málið á hann. En það varð til þess að hann keypti Fálka húsið 1820. Stóð húsið síðan ó- breytt í nær hálfa öld, þar til N. Chr. Havsteen kaupmaður lét rífa það og reisa nýtt verslunarhús (Havsteensbúð). Það hús eignað- ist J. P. T. Bryde seinna og reisti þar húsið sem nú er heildverslun O. Johnson & Kaaber. Um sama leyti og Petræus seldi biskupi íbúðarhús sitt í Aðalstræti (nú sölubúð Silla & Valda) flutt- ist hann alfarinn til Kaupmanna- hafnar, og hafði síðan verslunar- stjóra hér, fyrst L. M. Knudsen og síðan Pétur Jónsson Petersen, sem kallaður var Káetu-Pétur. —OOO—

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.