Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 591 Lóðirnar, sem kaupmenn íengu upphaflega útmældar á sjávar- kampinum, náðu til suðurs sem svarar að miðju Austurstrætis, sem nú er. Húsin stóðu við Strandgötuna, en fyrir sunnan þau voru stórir garðar og sumir þeirra með miklu blómskrúði. Garðar þessir voru afgirtir, en sunnanvið þá myndaðist brátt göngustígur austur að læk og var upphaflega kallaður Tværgaden. Fyrsta húsið reis við þennan stíg 1801—02 og stendur það enn (nú Haraldar- búð). Síðan risu smám saman upp hús sunnan við stíginn og í beinni línu við þetta hús. Við það jókst mjög umferð manna um stíginn, en þar sem hann lá eftir votlendu túni, var þarna versta ótræði í votviðrum og mátti stígurinn oft kallast ófær vegna forarbleytu. Því var það að Moltke greifi gekkst fyrir því 1820, að gerð var steinstétt fyrir framan hús- in alla leið frá Aðalstræti austur í læk og meðfram henni álnar djúpt skolpræsi; skyldi það taka við öllu frárennsli í Aðalstræti og hinni nýu götu og flytja austur í læk. Steinstétt þessi þótti svo mik- ið mannvirki á sínum tíma, að nú fell nafnið Tværgaden niður, en gatan kölluð Langefortoug. En þá var enn ekkert hús norðan megin götunnar, nema ef telja skyldi hús Jacobæusar sem stóð þar sem nú er Útvegsbankinn, en var talið til Strandgötu, og svo Grænabæ, sem stóð þar sem nú er Búnaðarbankinn, en taldist á lóð Brekkmanns við Strandgötu. Fyrsta húsið, sem reist er norð- an Austurstrætis, kemur 1824 fyr- ir sunnan vörugeymsluhús Petræ- usar. Þá var Káetu-Pétur orðinn forstjóri verslunarinnar og mun hús þetta hafa verið reist handa honum, enda flutti hann þegar í það. Þetta hús varð nr. 1 í Aust- urstræti þegar gatan fekk það nafn. En upphaflega var það kall- að Petræusarhús. Káetu-Pétur eignaðist verslun- ina þegar Petræus fell frá 1829 og fluttist þá til Kaupmannahafnar, en hafði verslunarstjóra hér. Petræusarhús var selt 1837 og keypti það Jón assessor Jónsson (Álaborgar-Jón) og bjó í því um nokkur ár. Árið 1846 fluttist latínuskólinn frá Bessastööðum til Reykjavíkur og jafnframt var Sveinbjörn Eg- ilsson þá gerður rektor skólans. Segir Jón Árnason að hann hafi þá farið fram á að fá íbúð í skól- anum, til þess að geta haft ná- kvæmt eftirlit með öllu þar og háttsemi pilta. En það fekk hann ekki, heldur var svo til ætlazt, að 2 einhleypir undirkennarar væri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.