Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 16
604 LESBÓK MORGlfNBLAÐSINS BRIDGE A K D 8 A 764 ♦ D G * K D G 8 2 A A G 10 * K D 10 9 5 * Á 10 8 4 * 9 N V A S A - A 8 3 2 ♦ K 9 8 • 3 2 + 7 6 4 1 + 9 7 6 5 4 3 2 * A G ♦ 7 + Á105 N-S komust í 4 spaða. A-V hefði getað unnið 5 tigla, en þeir áttu erf- itt um vik að segja, og V helt að spaðasögnin væri töpuð. Út kom HK og S drap hann heima. Sló hann svo út trompi, en V lét tí- una og borðið fekk slaginn á drottn- ingu. Nú sér S að hann verður að spila spaða af hendi og kemur sér því inn á LA. Þetta var óheppilegt því að næsta tromp drap V með ás, tók svo slag á HD og kom A inn á tigul. A slær svo út laufi, en það trompar V, og þar með er spilið tap- að. — I stað þess að spila laufi úr borði, átti S að spila TD. Þá hlýtur hann að vinna spilið. •-- Strandarkirkja Arið 1749 kom ungur prestur að Selvogsþingum, Einar Jónsson að nafni. Þá var uppblástur í Selvogi í algleymingi og sardurinn kominn allt í kringum Strandarkirkju. Fór prest- ur fram á það 1751 að kirkjan yrði flutt heim að Vogósum og var séra Illugi Jónsson prófastur því samþykk- ur. Og 3. nóv. s. á. gaf Ólafur biskup Gíslason út fyrirskipun um að kirkjan skyldi flutt og var Pingel amtmaður því samþykkur. En þá var sem æðri máttarvöld tæki í taumana. Séra Ein- ari varð ekki vært eftir þetta í Sel- GÓÐIR VINIR. Litla stúlkan hefir komið með mat handa dúfunum, og þær láta ekki á sér standa. eins og sjá má. — vogi og varð að hrökklast þaðan 1753. Ólafur biskup lifði rúmlega til jafn- lengdar frá því að hann hafði fyrir- skipað kirkjuflutninginn og andaðist 3. jan. 1753. Illugi prófastur í Hruna lézt einnig ssuna ár, 1753, og Pingel amtmaður missti embætti vegna van- skila í maí 1752. En Strandarkirkja stóð eftir sem áður á sínum stað og stendur enn. Séra Ögmundur Sigurðsson var fæddur 1799, fekk Tjörn á Vatns- nesi 1837. Hann orkti nokkuð og eftir hann er m. a. Ögmundargeta. Hann var mikill maður vexti og burðamað- ur, en gerðist snemma gigtveikur, enda hafði hann verið slarkmaður og lauslyndur. Ókvæntur var hann fram yfir fertugt, en 1842 gekk hann að eiga Ólöfu Jónsdóttur á Bjamastöðum í Saurbæ og var hún 17 árum yngri en hann. (Jm giftingu sína kvað hann þetta: Prestinum illa að giftast gekk, gigtar laminn hrísi, uns um siðir Ólöfu fekk fyrir átta merkur af lýsi. Tvennt ólikt Assessor Bjarni sagði: „Guð leit á Suðurnes, þegar hann bölvaði jörð- inni“ — Geir góði (Vídalín biskup) svaraði: „En hann leit á sjóinn héraa fyrir utan, þegar hann blessaði jörð- ina aftur“. (Sögn séra Eggerts Sig- fússonar í Vogósum) Jón dynkur Jón nokkur hrapaði hátt úr Hábarði í Elliðaey (Vestmannaeyum), er hann var þar til eggja. Skaut honum upp skammt þar frá, er legið var á báti undir eynni, og kallaði til mannanna á bátnum, er hann kom upp og þeir hugðust hirða lík hans: „Heyrðuð þið ekki dynk, piltar?“ og fekk hann eftir það viðurnefnið dynkur. Tóbaksbauk- ur hans flaut þar skammt frá á sjón- um, er honum skaut upp, og varð Jóni það að biðja mennina fyrst að hirða baukinn. Þótti Jóni farast hreystilega og æðrulaust Hann náði undir hnésbæturnar um leið og hann datt, og er það talið óyggjandi af mörgum, og því álitið að það hafi bjargað Jóni, og sakaði hann ekki hið minnsta. (Sigfús M. Johnsen)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.