Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 14
602 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Aldursgreiningar Tvær nýar oð/erð/r wð aldursgreiningu ÞAÐ var bandaríski eðlisfræðing- urinn Williard F. Libby prófessor sem fann upp hið svonefnda „geislatímatal“, er gerir mönnum kleift að rekja aldur lífrænna efna allt að 30.000 ár aftur í tímann. Fyrir þetta hefir hann nú fengið Nóbelsverðlaun. Jafnframt þessu kemur svo frétt um það, að fundnar hafi verið að- ferðir til þess að rekja aldur á brenndum leiri og hrafntinnu um 60.000 ár Jengra aftur í tímann en mönnum hafði tekizt áður. Þetta byggist á því, að í öllum efnum eru geislavirkar agnir, sem draga að sér rafeindir við venjulegan hita og binda þær í smákrystöll- um. Eftir því sem efnið er eldra, eftir því verður meira af rafeind- um í því. Tveir vísindamenn í jarðeðlis- fræði við Kaliforníuháskóla, þeir George C. Kennedy og Leon Knopoff, hafa fundið aðferð til þess að ákveða aldur hrauna og fornra leirkera. Þeir hituðu hraun- mola og leirkerabrot allt að 450 stigum C., en við þann hita losna rafeindirnar og mynda birtu, sem kölluð er hitaglóð (thermolumines- cence). Að vísu er birta þessi svo veik, að hún verður ekki séð né mæld nema með sérstökum út- búnaði. Því meiri sem birtan er, því lengra er síðan að hlutirnir urðu fyrir svo miklum hita, að rafeindir þeirra losnuðu. Um leir- kerabrotin getur þetta þýtt hve- nær þau voru brennd, eða hvénær þau voru seinast borin í eld. Með þessari aðferð er hægt að ákveða aldur allt að 100.000 árum aftur í tímann. Hún hefir t. d. verið reynd á hraunstorku í Ariz- ona og taldist svo til að grjótið mundi vera 15.000 ára gamalt. Hún hefir einnig verið reynd á leirkerabrotum frá Grikklandi, og mældist svo að þau væri frá 9. öld f. Kr., eða frá dögum Homers. Þessi aðferð mun reynast mjög mikils virði, þegar ákveða skal aldur fornleifa, þegar ekki er hægt að beita aðferð Libbys, vegna þess að þar finnast engar leifar lífrænna efna. Fornfræðingar hafa fram að þessu miðað aldur gamalla leir- kerja og leirmuna við lögun þeirra og skreytingu. Annað hafa þeir ekki haft við að stvðjast. Með hinni nýu aðferð verður nú hægt að sannprófa hvað ágizkanir þeirra hafa verið nærri réttu lagi, og verður byrjað á því að rann- saka aldur leirmuna frá Maya Indíánum í Mexíkó. —O— Hina aðferðina, að ákveða aldur hrafntinnu, fundu þeir vísinda- mennirnir Irving Friedman og Robert L. Smith, sem starfa við jarðeðlisfræðastofnun Bandaríkj- anna. Með smásjár-rannsóknum höfðu þeir tekið eftir því, að hrafntinna drekkur í sig vætu og þessi væta sogast lengra oglengra inn í tinnuna eftir því sem tímar líða. Kom þeim þá til hugar að hægt væri að nota vætumagnið til þess að ákveða um aldur tinn- unnar. Nú er það kunnugt, að hrafn- tinna og gosglerungur var mönn- um í fornöld til margra hluta nyt- samlegt. Þeir gerðu sér úr þvi hnífa og örvarodda, aðrir höfðu það til skrauts sem gimsteina og enn aðrir gerðu sér úr því spegla. Til þess að komast að raun um hve ört hrafntinna drekkur í sig vætu, byrjuðu vísindamennirnir a því að rannsaka ýmsa gamla gripi úr hrafntinnu, sem menn vissu hve gamlir voru, vegna þess að með aðferð Libbys hafði verið ákvarðaður aldur ýmissa leifa líf- rænna efna, sem fundust hjá þess- um áhöldum. Á þennan hátt var fundinn lykillinn að aldursákvörð- unum annara hluta úr hrafn- tinnu. Margt ber þó enn að athuga áð- ur en fullkomlega verði treyst a þessa aðferð. Vísindamennirnir segja sjálfir, að það muni geta verið nokkuð mismunandi, eftir hitastigi, hve mikla vætu hrafn- tinna tekur í sig, og mest muni hún taka í sig þar sem lofthiti er mestur. Þá þurfti einnig að at- huga efnasamnsetningu hrafntinn- unnar, því að breytileiki hennar geti gert stryk í reikninginn. —O— Aldursgreining með aðferð Libbys hefir á undanförnum ar- um orðið fornfræðingum ómetan- ur þekkingarauki. Hún er byggð á útgeislun kolefnis 14, og má út- skýra það á þennan hátt. Venjulegt kolefni hefir eðlis- þyngd 12, en í kolsýrunni í and- rúmsloftinu er annað kolefni, sem hefir eðlisþyngd 14. Þetta kolefni verður geislavirkt af geimgeislum. Þegar jarðargróði notar nú kol- sýru loftsins til þess að breyta henni í sterkju og sykur, þá verð- ur kolefni 14 afgangs og safnast fyrir í gróðrinum. En þar sem allt líf á jörðinni fær næringu sína beint eða óbeint úr jurta-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.