Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 4
692 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS til húsa í skólanum og hefði þetta eftirlit. Rektor varð því að útvega sér annað húsnæði í Reykjavík, og varð það úr að hann keypti Petr- æusarhúsið af Jóni assessor fyrir 4000 ríkisdali. Rektor hafði áður búið á Eyvindarstöðum á Álfta- nesi, en gat ekki losað sig við jörðina, svo að fjölskylda hans var þar næsta ár. Sjálfur fluttist hann í Petræusarhúsið 14. sept. um haustið og hafði með sér Egil son sinn, og voru þeir tveir í«hús- inu næsta vetur. Um vorið kom svo fjölskylda hans og bjó hann þarna til dauðadags. „Vegna þessa varð rektor að sjá með annara augum margt af því, sem fram fór í skólanum“, segir Jón Árnason. En þar tók að brydda á uppreisnaranda gegn aga og góðri siðsemi, einkum veturinn 1848—49. Þá voru unnin ýmis spellvirki, rúður brotnar í glugg- Um og sumir piltar teknir upp á því að sýna kennurum síhum lít- ilsvirðingu. Tveir piltar urðu ber- ir að því að svívirða Halldór Kr. Friðriksson. Voru þeir látnir biðja hann fyrirgefningar opinberlega, og mun það ekki hafa bætt skap- lyndi þeirra. Það var venja að piltar fengi 14 rdl. úr skólasjóði til þess að halda upp á afmæli konungs, en 1849 heimtuðu þeir 20 rdl. og er þeir fengu þá ekki, skiluðu þeir hinum 14 dölunum „með miklum þótta og frekju“. Upp úr jólum þetta ár tóku "þeir svo að venja komur sínar á drykkjuknæpur, og í janúar 1850 komst það upp, að nokkrir þeirra höfðu stofnað með sér leynilegt drykkjufélag. Versn- aði nú skólabragurinn um allan helming. Rektor var mjög annt um virð- ingu skólans og reyndi hann því allt sem hann gat til þess að t koma vitinu fyrir pilta. En er það tókst ekki og þeir voru hortugir, helt hann yfir þeim alvarlega á- minningarræðu í skólanum hinn 17. janúar 1850. Við þetta espuð- ust þeir enn meir, ruku burt úr skólanum og hlupu suður á mela. Þar skutu þeir á skyndifundi og samþykktu að eitt skyldi yfir alla ganga. Síðan gengu þeir fylktu liði upp að skóla aftur með söng og hávaða. Svo helt hópurinn niður að húsi rektors, þar sem hann sat á fundi með kennurum til þess að ræða hið ískyggilega ástand í skólanum. Voru piltar hálftrylltir er þangað kom, rudd- ust inn í garðinn og hrópuðu hvað eftir annað: „Pereat Sveinbjörn Egilsson“. Einhver, sem ekki skildi þetta, spurði hvað það ætti að þýða. „Það þýðir: Sveinbjörn Eg- ilsson fái fjúk“, svaraði rektor með sinni alkunnu stillingu, en þó var honum síður en svo rótt í skapi. Vafasamt er að allir hinir æpandi skólapiltar hafi vitað hvað pereat þýddi. Það var nýtt orð í munni þeirra og erlend eftiröpun. Ólafur Gunnlögsson hafði sagt einhverjum skólapiltum frá því, að það væri siður ytra, einkum í Þýzkalandi, að skólapiltar hróp- uðu pereat yfir þá kennara, sem þeim líkaði ekki við. Eftir að piltar höfðu æpt þarna nokkra stund, heldu þeir áfram göngu sinni og æptu pereat fyrir framan hvert íbúðarhús í bænum. „Þessar götuóspektir stóðu yfir frá kl. 10 til kl. 12, án þess að nokkur lögreglumaður léti sjá sig til þess að hefta þær“, segir rekt- or í skýrslu um atburðinn. Þá var Kristján Kristjánsson bæarfógeti, og var það almannamál, að hann hefði æst skólapilta upp í mót- þróanum gegn rektor. Upphlaup þetta vakti að sjálf- sögðu mikla athygli og umtal í jafn litlum bæ og Reykjavík var þá, þar sem ekki voru nema rúm- lega 1100 íbúar eða álíka og nú er á Sauðárkróki. Skoðanir manna voru þá skiftar, en er frá leið munu flestir hafa t.alið að þetta væri ljótasti bletturinn á sögu skólans. Sveinbjörn Egilsson var enginn harðstjóri, heldur hið mesta ljúf- menni bæði við vandamenn og vandalausa. Og það var vegna þess hve hann bar sæmd skólans mjög fyrir brjósti, og af föður- legri umhyggju fyrir skólasvein- um, að hann vildi kenna þeim sjálfsaga og góða háttu enda við- urkenndu margir pereats-menn það á eftir, þótt þá væri um sein- an. Þannig segir einn þeirra löngu seinna: „Eg má fullyrða að allir piltar elskuðu og virtu rektor sem kennara og fræðara“. Og stifts- yfirvöldin gáfu honum þennan vitnisburð í skýrslu til ríkis- stjórnarinnar út af skólamálinu: „Við verðum í sannleikans nafni að votta, að eins og rektor vegna síns víðtæka lærdóms og framúr- skarandi smekkvísi er hafinn upp fyrir okkar hrós, svo er hann einnig vafalaust langbezti kenn- arinn við þennan skóla .... Sam- fara þessum hans eiginleikum, sem hafa afla,ð honum verðskuld- aðrar frægðar, er blítt og mann- úðlegt skapferli, sem kalla má elskulegt“. Og samt brugðust stiftsyfir- völdin honum í skólamálinu, svo að hann varð að fara utan til þess að fá dóm kennslumálaráðu- neytisins á framkomu sína. Hver varð svo árangurinn? Stiftsyfir- völdin fengu stranga áminningu stjórnarinnar um að hiálpa rektor til að halda uppi skólaaga og var þeim skipað að kalla alla pilta til og tjá þeim alvarlega hve hegn- v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.