Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGIJNBIiAÐSINS 597 Halldór Kiljan Laxness. arvottur heitið — og ber það nafn enn. Skömmu seinna varð hann guðfaðir dr. Konrad Simonsen hins danska, sem skírðist til ka- þólskrar trúar í sama klaustri. Seinna sagði Laxness að kaþólska kirkjan hefði bjargað sér frá því að verða algengur dans-api í næt- urklúbbum Miðevrópu. Það átti nú samt fyrir honum að liggja að kasta þessari trú og taka aðra sem heimtaði allt, hina kommúnistisku trú. Hann er ekki hugsuður eins og Thomas Mann eða Pasternak. Hann varpaði frá sér lífsviðhorfi og einstaklings- virðingu vestrænna þjóða og ríg- helt í sitt: „annaðhvort — eða“, jafnvel þótt örlög Ungverjalands og Pasternaks hafi valdið honum nokkrum vandræðum í nýu trúnni. Heim til íslands kom hann sem eldheitur katólik og ætlaði sér að fara bráðlega til Rómaborgar og ganga þar í prestaskóla. En þá rakst hann á bók Þórbergs Þórð- arsonar: Bréf til Láru, og þar urðu tímamót í ævi hans og í ís- lenzkum bókmenntum Bók þessi var full af byltingarskoðunum og jafnframt hörð árás á kaþólska trú. Laxness andmælir henni, en svo klaufalega að auðséð er að bókin hefir hitt hann ef til vill ekki kenningar hennar, heldur yfirburðir hennar ; skáldlegum stíl. Hér voru þverbrotnar allar reglur er gilt höfðu ; hinni löngu bókmenntasögu íslendinga — ekki sízt reglur málfars. sem höfðu verið sem hringabrynja og vand- lega við haldið, bæði af almenn- ingi og skáldum. Laxness lendir nú í endalausu grufli, eins og fram kemur í hinni sjóðandi og vellandi bók, Vefaran- um mikla frá Kashmir, sem minnir helzt á Strindberg og æskuglímu hans við lífsviðhorfin. Enn hyllir Laxness þó kaþólsku trúna, en auðfundið að hann er orðinn blendinn í henni. Hann segir sjálfur svo um Vefarann: Þar sem sögunni lýkur eru skil ólíkra menninga. Eftir það er ekki nema um eitt að gera, að byrja að nýu, á nýrri jörð og undir nýum himni. Hin nýa jörð varð jsland og sá hluti þjóðarinnar sem lifði í skugga. Hinn nýi himinn er hið breytilega íslenzka fagrahvel yfir baráttu fólksins fyrir brauði og þekkingu. Fyrsti skáldlegi ávöxt- urinn af þessu kjöri, varð Salka Valka. Lífsskoðunin hefir skift um svip, en skáld hefir öðlast frelsi og fundið köllun sína. Paradísarheimt Nýa bókin hans fjallar um mormóna. Það er ekkert undar- legt að Laxness með sína kald- hæðnu undirhyggju að baki skáld- skapar tilþrifum skyldi fá áhuga fyrir þessari trúarlegu hjátegund heiðindóms. Ekki er það þó vegna þess að hún sé íslenzk — það voru aðeins nokkrar hræður í Vest- manneyum sem tóku þá trú — heldur fann samanburðar ádeilu- girni hans hér efni sein var bæði broslegt og meðaumkunarvert og hæfði því vel sem efniviður í enn eina skáldsögu um manninn og hinar afvegaleiðandi gyllingar, Jason og gullna skinnið. en einnig með vitneskju H. C. Andersens um að gyllingin fer af en svíns- leðrið heldur. Jafnhliða hefir efn- ið fyllt hann barnalegri og þess vegna einlægri gremju, hneykslun, sem þó er að vísu krydduð með glaðlegu langlundargeöi gagnvart þessari trú. En gremjan er þó sem áður ósvikin þegar um er að ræða fáfrótt og fátækt fólk sem trúar- kreddu vefarar fleka með gylling- um um paradís á jörð eða þús- und ára ríki. Gæti þetta jafnt átt við kommúnisma og nazisma, sem eru nýtízku trúarbrögð, eins og kristindóm kaþólskra og mótmæl- enda. — Laxness er ekki hugsuður á borð við Henrik Pontoppidan, sem skrifaði hér í Danmörk um sömu viðfangsefni, né Anatole France, sem beitti penna sínum slæglega til þess að benda á svínsleðrið undir gyllingunni, bæði í trúarbrögðum og vísindum. Laxness beitir fullyrðingum og lætur sig litlu skifta hvort hægt er að rökstyðja þær eða ekki; hugsun hans er þannig eldmóður spámannsins. En hamingjunni sé lof fyrir að hann er skáld, þrátt fyrir spá- sagnarandann, enda þótt spá- manninum skjóti upp í sögum hans við og við og geri þann glundroða, að menn og atburðir fái annan svip heldur en skáldið hefir hugsað sér. Engum líkist hann meira en Hamsun, og áhrifin frá Hamsun eru sterkust hjá honum, einkum 1 þessari nýu bók. Þetta er ekki sagt til þess að minnka Laxness, heldur til að benda á sameiginleg hugðarefni. Hamsun fjallaði einn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.