Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 595 Nýa vorið Hann var áldrei háfleygur hugurinn minn, þó hversdagsbrag ofar sér lyfti; nú finnur hann lamaöan flugþróttinn sinn og fellur hvert einasta skipti. Hver t’ilraun er gagnslaus aö hefja sig hátt, hann horfir því stúrinn til baka, þvi ellin hún tók á burt allan hans mátt, og eins mun hún þinn síöar táka. Því hún er sá vetur sem haröfjötrar állt í helköldum frostlæöing sínum, og meöan hún ríkir er rökkvaö og kalt í ranni jafnt mínum sem þínum. En loks kemur þar aö hún lifir ei meir, þá losna ég — þá kemur voriö og nýan þrótt, veit ég, fá vængirnir þeir sem víöast mig fyr höföu boriö. Eg vona’ aö ögn hærra þá veröi mitt flug, aö veröi þá útsýnin stœrri. Og œtti’ ekki von sú aö efla minn hugf Því umskiptin þau eru nærri. Þau eru ekki varanleg ellinnar völd, og œskan aö nýu skal ríkja. Þó ellin sé máttug og úfin og köld, þá er þaö samt hún sem skal víkja. X urnar og þegar fyrsta blóðgusan kom, þá fór sársaukakend um allan líkama minn, eins og eg hefði verið stunginn sjálfur með hníf. Aldrei fann eg Smokku hreyfast enda skifti það eng- um togum að höfuð hennar væri laust frá skrokknum. Maðurinn hafði orðið við ósk minni og haft snör handtök. Nú kom sá sem átti að leysa mig af hólmi og flýtti eg mér burt. Það sótti á mig einhver ógleði, eg rangl- aði eftir götunum og fann til þorsta, var öllum ókunnugur, en datt 1 hug að rölta inn í Þórarinsbúð. Þar var unglingspiltur við að af- greiða. Enginn var í búðinni svo eg vind mér að honum og spyr hann hvort hann geti ekki gefið mér vatn að drekka. Nei, syarar hann, það er ekkert vatn hér í búðinni, en viltu ekki súrsaft, hún er góð við þorsta, segir hann brosandi. Eg þakka fyrir og hann kemur með fulla þriggja pela flösku af saft. Eg tek við henni og drekk viðstöðulaust ofan í hana hálfa, þá tók eg mér hvíld og fór að spyrja piltinn hvar það væri sem unnið væri við fiskinn. Hann benti mér á það og svo fékk eg mér aftur drjúgan slurk úr flöskunni, afhenti honum svo af- ganginn og þakkaði fyrir mig. Nú var vist mál að byrja á vinnunni. Eg tók því stefnuna á fiskreitinn. Verk- stjórinn sagði mér að eg ætti að halda undir börur á móti öðrum manni. Það var ungur piltur sem eg þekkti ofan af Héraði. Mér þótti vænt um að fá svo góðan félaga í starfið. Við vorum að bera hálfþuran fisk út á reitina þar sem hann var þurk- aður. Þetta var ekki löng leið og slétt undir fæti. Allt gekk vel til að byrja með, eg var á eftir og horfði á fisk- hrúguna eða þá á baksvipinn á félaga mínum. Smátt og smátt fannst mér börurnar verða þyngri og þyngri, eg lét kjálkana síga og horfði á félaga minn. Mér sýndist hann hlykkjast áfram og ganga sitt á hvað. Eg fór að hlæa og missti um leið börukjálk- ana. Hann brást reiður við og skamm- ar mig fyrir klaufaskapinn; að hverju eg sé eiginlega að hlæa. Það er svo skoplegt að sjá aftan á þig' svara eg. Vertu þá á undan og reyndu að halda skammlaust undir börurnar, segir hann. Eg hlýddi og tók nú á öllu sem eg átti til en allt fór á sömu leið. Nú fór hann að hlæa að mér og segir: þú ert fullur. Hvaða bölvuð vitleysa er þetta, eg hefi ekki drukkið neitt vín. Nú skal eg sýna þér það að þú ert bara bölvaður asni. Eg greip í kjálkana og rykkti þeim upp í mjaðm- ar hæð, tók svo strykið beint af aug- um en hefi víst ekki gætt þess að eg fór út úr götunni og innan skamms rak eg fótinn í stein og stakkst beint á hausinn. Mér er ekki vel ljóst hvað gerðist þar á eftir, en eitthvað varð eg var við það að félagi minn kallaði á hjálp og svo var eg reistur upp og leiddur heim þangað sem eg hafði gist um nóttina og þar var mér draslað í rúm. Þar mim eg hafa sofn- að ,en einhverntíma um kvöldið vakn- aði eg og var þá með uppsölu og ó- gleði, leið mér illa þá nótt. En morg- uninn eftir lét eg á engu bera og dreif mig af stað upp á Hérað og kom heim um kvöldið. Það eru nú 53 ár síðan þetta gerð- ist og oft hefi eg hugsað til þessa dags þegar eg bað um svaladrykkinn í Þórarinsbúð. Mér fannst að búðar- pilturinn hafa svikið mig í tryggð- um, og eg bar kala til hans fyrst á eftir. En síðan hefi eg komizt á þá skoðun að einmitt þessi atburður hafi orðið mér til mikils góðs í lífinu, því þetta er í einasta skiftið á ævinni, sem eg hefi drukkið mig fullan. Og nú hata eg alla áfengisneyzlu. B. Halldórsson Hvað þýðir nafnið Lundúnir? Svar- ið er í „Ingot“ og er á þessa leið: „Sennilega er nafnið komið úr kelt- nesku. Það er dregið af þjóðflokki, sem nefndist Londinos, og átti heima þarna í fyrndinni, en Londinos þýðir villimenn“-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.