Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1960, Blaðsíða 8
596 LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS Jorgen Bukdahl; Laxness og nýa bókin hans Paradísarhei mf ÞEGAR eg skrifaði ritdóm í „Poli- tiken“ 1934 um sigurbók Laxness, Sölku-Völku, þá var það ekki vegna hins „social-reiistiska“ anda hennar, heldur vegna þess, að hér reis upp skáld mitt á hinni miklu ritBld, sagnameistaii og hug- myndasnillingur, þar sem ekki voru aðrir fyrir á Norðurlöndum en Falkberget, Hamsun og Selma Lagarlöf. Það var hressandi að heyra að nýu væng]aþyt í lofti, og að þessu sinni frá íslandi, og finna í honum þann töframátt skáldskaparins, er megnar að birta þau viðhorf tilverunnar. er hvorki vísindi né heimspeki geta fest hendur á. Hér var skáldlegt innsæi, hug- skyggni, er að vísu gat kollsiglt sig — eins og eg tók fram — vegna drekkhleðslu af hans eigin „social-realistisk-kommúnistisku“ skoðunum, en skáldskaparfleyið rétti sig við hvað eftir annað með hinum dýrlegustu lýsingum á feg- urð náttúrunnar, heímsku lífsins og unaði, neyð þess og ósigrum vegna miskunnarlausrar fátæktar, með sínum kyndugu óbilandi mót- sögnum sem eru hvort tveggja í senn undarlegar og viðkvæmar, eins og Laxness lætur svo vel að lýsa með ritleikni og máli, sem fór í bág við allar málvenjur, nokkurs konar nýmóðins mál- lýzka, kaldhæðin og viðkvæm, sambland af Nesjamáli og gull- vægum setningum. Þegar svo aðalskáldrit Laxness kom, sögurnar þrjár: Ljós heims- ins, Höll sumarlandsms og Fegurð himinsins, þá rættust fyllilega þær vonir, sem sigurbókin hafði vakið. Alþýðuskáldið Ólafur Kára- son Ljósvíkingur, misskilinn og útskúfaður, lifir og hrærist í innri birtu. Yfir eggjagrjót og jökul- vötn ber hann kyndil hugsjóna sinna og ákvörðunar. Þetta er táknræn manngerð, á borð við Gösta Berling, Anna Margrit í „Nattens brod“ og August og þó sérstaklega Edevardt í „Land- strykere“. Að vísu eltir áróðurs- hneigð skáldskapinn eins og hund- ur. En að lokum er það dauður hundur, nokkurs konar rússnesk Laika, og þá hvelfist fegurð him- insins aftur yfir skáidverkið. Skáldið Laxness hafnar hinni margtuggnu sálfræði, sem kemur fram í langorðum lýsingum á innra lífi og hugsanabasli sögu- persónanna, að maður ekki tali um þá sálgrenslan, sem er miklu verri og á að kallast mannþekk- ing. Hann kann frásagnarlistina, og hann lætur Ljósvíkinginn rata í allskonar vanda, þar sem við- brögð hans og orð lýsa til fulln- ustu innra manni hans, sem ekki Jörgen Bukdahl. er margbrotnari en svo, að hann getur komið fram sem „symbol“ á hinu óraunhæfa sviði skáld- skaparins og er þar meira virði heldur en hann er í raunveru- leikanum. Því að allur sannur skáldskapur er í eðli sinu tákn- rænn. Og það er þetta sem fær Laxness sinn sess í norrænu menningarlífi, hvað sem menn svo segja um hans eigin tilneig- ingar, —OOO— Nokkru áður en Salka Valka birtist, kom út hin mikla og skemmtilega skrifta-skáldsaga Vef -arinn mikli frá Kashmir. Þar hrúgar hann saman viðburðum og áhrifum frá ævintýralegum ferð- um í Evrópu. Þar kemur fram hugsjónamaðurinn sem leitar hins algilda, líkt og Jason leitaði að gullna skinninu. Og hann fann það í kaþólskunni. Danska skáldið Johannes Jörgensen. sem var kaþólskur, kom honum á fram- færi í klaustrinu St. Maurice de Clairvaux í Luxemburg. Og þar var Laxness tekinn í hina ka- þólsku kirkju í janúar 1923 í skírninni valdi hann sér nafnið Kiljan — en svo hafði írskur pisl-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.