Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 4
Þrír fremstu Hinir snjöllu hönnuðir, sem um er r»tt í greininni. Frá vinstri: ítalinn Giorgetto Giugiaro, Fransmaöurinn Robert Opron og Bretinn David Bache. Giugiaro við teikniborðið. Smámyndirnar þrjár eru af nýjasta hugarfóstri meistarans. Sá heitir Medusa og þykir í senn frumlegur og glæsilegur. Isuzu Asso — bíll sem þykir gefa nokkra hugmynd um þaö sem koma skal. Hann er enn á tilraunastigi og það er Giugiaro sem hefur teiknað hann. Bílaiðnaður heimsins er nú staddur á krossgötum og ástæð- urnar eru síhækkandi bensínverö umfram allt, en einnig auknar kröfur um öryggi og breyttur smekkur hins almenna bílkaup- anda. Bíl framtíðarinnar verður að endurskapa, svo að segja, og í því sambandi verður mönnum tíðrætt um gildi straumlínunnar. Nú ríður á að bíllinn verði háll sem áll, þegar hann smýgur gegnum loftið; það kemur til góða í minni eyðslu. Meðal þess sem er á döfinni og vísar veginn til framtíðarinnar, er tilraunabíll frá Isuzu í Japan; kallaður Asso. Höfundur að útliti hans er fræg- asti bílahönnuður heimsins um þessar mundir, ítalinn Giorgetto Giugiaro frá Torino. Hann hefur teiknað m.a. Fólksvagengerðirn- ar Golf og Scirocco; sá síðar- nefndi er einstaklega vel teikn- aður bíll, en á áttunda tugnum réðu nokkuð hvassar línur og kassalag ferðinni, samanber Volkswagen Golf. Nú heldur Giu- giaro aftur á móti fram fleigform- inu (sjá mynd af Isuzu Asso) en ennþá framúrstefnulegri eru þó teikningar hans af Lancia Mega- gamma. Annar frægur hönnuður er Fransmaðurinn Robert Opron, sem ræöur útliti hjá Renault og hefur m.a. teiknað Citroén CX og fleiri athyglisverða bíla. Sá þriðji, sem hér verður lítillega fjallað um, er David Bache, Breti, sem hefur m.a. teiknaö Rover 3500 og hinn nýja Mini Metro, sem sagt hefur veriö frá hér í Lesbók. Bíll framtíðarinnar: Eins og banani með kryppuna upp - segir Giugiaro,frægasti bíla- hönnuður heimsins Sumir segja, að Giorgetto Giugiaro sé eins og persóna úr skáldsögu fremur en úr raunveruleikanum. Þvílíkur stíll er á öllu hans lífi og öllu í hans fari. Hann er glæsimenni í útliti og um leiö klassískur Itali. Hann gengur í sérhönnuöum, dýrum fötum og ef til vill er hann í Japan í þessari viku, New York í næstu og London þá þriöju. En aöalbækistöð hans er heima í Torino á ítalíu og þar standa sérsmíðaðir bílar hans fyrir utan skrifstofubygginguna, sem er úr múr- steini og reyktu gleri. Þar innan dyra hefur hann hannað alla skapaða hluti og sama má segja um heimili hans í Torino. Enda þótt Giugiaro hafi hafizt af sjálfum sér, er hann frægasti bílahönn- uöur heimsins um þessar mundir. Hann hefur ráöiö útlitinu á ekki færri en 35 bílategundum; þar á meöal eru ítölsku bílarnir Alfasud, Sprint og Alfetta, allir frá Alfa Romeo — en einnig Lotus Esprit, BMW M1 og hann teiknaði Lancia Delta, sem kjörinn var bíll ársins 1980. Af þeim bílum, sem hann hefur teiknaö, má telja, að 6 milljónir séu í umferö á vegum og strætum heimsins. Ekki svo aö skilja, aö Giugiaro sé einyrki. Hann hefur ekki færri en 200 hjálparkokka, enda tekur skrifstofa hans að sér víðfeðm verkefni. En er ekki hætta á aö menn fari aö endurtaka sig, þegar svo mikiö liggur fyrir? „Ekki beint,“ segir Giugiaro, „ég er kannski ekki eins frískur og ferskur og áður, því þá gilti aö vera frumlegur, hvað sem þaö kostaði. Ég hef meira jafnvægi á hlutunum núna og leita eftir fágun og vandaöri vinnu.“ Giugiaro hefur frelsi, sem þeir hönn- uöir hafa ekki er vinna hjá stórfyrirtækj- um. En aldrei kveöst hann mundu teikna bíl, sem væri góöur út frá fagurfræöilegu sjónarmiöi án þess að vera praktískur. Ævinlega lætur hann viöskiptavini sína fá þrjá valkosti. Þá er ein lausn meö mjög hógværum breyt- ingum, önnur nokkuö djarfari og sú þriðja, sem ætlaö er aö gefa einhverja innsýn í framtíðina. Bezt hefur honum tekizt upp, aö því er hann segir, þegar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.