Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 10
HIÐ HORFNA ER DRAUMUR aö gerast miklir vinir mínir og meöal áköfustu safnara mynda minna. Eftir Jóni Stefánssyni hef ég ritað í minniskompu: „Ég vil hafa, aö þú gerir eitthvaö verulega gott og þessvegna er ég strangur. Þaö á aö vera mettuö heild, en þó lifandi og lótt. Músík í hvítu, gráu og svörtu. Fullkominn, fastbyggður heimur — mikr- okosmos, sem maður finnur og kannast viö meö sál og líkama — sama og mann innst inni dreymir um alheiminn í fullkom- inni byggingu — guösdýrkun í litum, línum og formi.“ „Maöur getur gert sterka mynd meö brutalitet, en maöur getur líka gert hana meö |>art og þaö er betra.“ — Þú hefur stundum svo létt strik og charme, þaö máttu ekki missa, þó þú viljir gera myndirnar fastar og sterkar. Þaö hefur Picasso varöveitt í sínum bestu myndum. „Það þarf næmleik og tilfinningu til aö gera þessi ströngu form lifandi og vibrer- andi — annars verður abstrakt list fátæk og skematísk — Þú þarft helst aö hafa eitthvaö, sem gæfi (túlkaöi) betur þinn sérstaka karakter." (II apríl 1956). „Þaö sem gerir mig efasaman viðvíkj- andi abstrakt eöa nonfiguratfva list er, aö flestir skapa þetta kontrollaust út frá sinni estetísku kennd og með öllum mögulegum intellektúölum spekúlasjónum — þó viö, þeir natúralistísku, séum ekki betri, þá styöjumst við þó við eitthvað séö og upplifaö, sem er kontrollerað, og þaö hygg ég, að sé farsælla, því aö þegar sá stóri andi fæöist, þá er til staöfastari tradition í slíkri vinnu en í hálfgeröum estetískum hugarórum, sem aöeins veröa að einhverju verulegu hjá einstaka útvöldum en aö hreinu smekkáki hjá flestum.” „Hræddur viö hina óhlutlægu list, sem er ekki nægilega grundvölluö." Margir orönir leiðir á þessari list og þaö jafnvel málararnir sjálfir, og þá tekur hiö intellektúella áhugaleysi við.“ — Ég hlustaði á Sigurd Schultz, sem hefur með Thorvaldsenssafnið aö gera, halda fyrirlestur um nútímalist og sýna myndir um leiö. Hann var mjög hrifinn af henni og hældi henni óspart, en mér fannst þó vanta alia tilfinningu í orö hans. Þaö var eins og þetta kæmi bara allt frá vörum hans án innra samhengis." — Þú mátt aldrei gleyma teikningunni og veröur jafnan aö halda henni viö — ýmsar teikningar og fleiri myndir frá veru þinni í Osló voru ágætar — mjög góöar. Mála og teikna alltaf bundiö inn á milli — það gerðu allir hinir stóru í nútímalist og gera áreiöanlega margir enn — því slíkt hjálpar mikið. — Teikningin gerir svo margt auöveldara fyrir málara — tækni — skýrari hugsun, rökréttari — meira öryggi. „Talaöi um framúrskarandi teiknara M. sem oft hafði teiknað Pétur mikla. „Teikna allt, Allt.. .(1954). „í mínu ungdæmi feröuöust ungu málar- arnir langar leiöir, jafnvel á milli landa, til aö geta skoöað sýningar stórmeistara líkt og t.d. Matisse. í dag er þessu öðruvísi fariö, nú grípi um sig drepandi áhugaleysi meöal hinna ungu og intellektúelt kjaftæöi — þeir þættust vita allt, gætu allt og væru dauöir af áhuga á öðrum málurum en vinum sínum og af Parísarskólanum viður- kenndu, málurum og þó oftast ekki nema þeim, er þeir sjálfir beint eða óbeint stældu og þá hæfu um leiö til skýjanna og tignuöu næsta sem hálfguði — Slíkt væri mein- ingarlaust, tilgangslaust — mennirnir, sem þættust fyrirlíta smáborgaramennsku, væru í raun og veru sjálfir smáborgara- mennskan sjálf og ríghéldu í lánaöar skoöanir, er haldiö væri uppi meö til- gangslausu skriöufalli intellektúellra hróka- ræöna ellegar ritgeröa — Latir, værukærir reikuöu þeir milli kaffihúsa eöa um breiöstræti stórborga og geröu fyrirætlanir um stórræöi morgundagsins, er aldrei kæmi, og væri bara í höndum nokkurra útvaldra meistara, er oftast höföu stritaö Revoid, hinn frægi norski málari (1887—1962), og Jón Stefánsson. Revold sagöi um Jón: „Þaö kom i okkar hlut aö vera tilheyrendur þegar Jón lagöi út af Cézanne. Slíkur var þessi íslendingur, aö hann var þess umkominn, löngu á undan okkar hinum (félögum hjá Matisse) aö skilgreina hina leyndardómsfullu kynngi í verkum þessa hefödýrkandi og nýskapandi meistara. Og hann var furöulega skarpur og markviss í skilgreiningum sínum.“ Samræöur yfir kaffisopa á Ljósmyndastofu Sigríöar Zoöga viö Hverfisgötu. Allir hlusta meö athygli á Þórarin B. Þorláksson, sem situr lengst til vinstri. Næst honum er Jófríður Zoöga og Sigríöur; þær voru dætur Geirs rektors. Þarnæst er Jón Stefánsson og lengst til hægri Steinunn Thorsteinsson, dóttir Steingríms skálds. allt sitt líf myrkranna á milli til aö ná árangri. . .“ Meistararnir væru ekki undrabörn. Van Gogh, Cézanne o.fl. væru typisk dæmi. Cézanne gat ekkert málað, fyrr en hann var aö nálgast þrítugt (28 ára). Málaði sínar albestu myndir sem roskinn maður og á efri árum.“ „Þaö er bara aö vinna og vinna og gott á sá maöur, er heldur uppi rökréttri vinnu, vitað ellegar óvitaö — Slíkur maöur kaupir sér sjaldnast gjallarhorn til að hrópa vizku sína útyfir mannfjöldann — “ „— Listamenn, er hugsa fyrir almenn- ing, en ekki úr loftinu gripin viska almenn- ings, er hugsar fyrir listamenn“ Aðeins fáeinir kaupa myndir til aö njóta þeirra og auöga anda sinn. — Fleiri sökum sýndarmennsku sinnar og af innantómum menningarþorsta — Og það er alveg ótakmarkaö, hvaö hægt er aö draga þá í tálar. Allir mættu einlægninni meö dýpstu fyrirlitningu. „Það er bara aö vinna og vinna og svo veröur maður aö hafa viljann til baráttu upp á líf og dauöa í kroppnum, til aö komast inn aö því innsta í lífinu — allt hiö ytra er einskis viröi“ (29. febr. eöa marz 1952). Þannig mæltist Jóni Stefánssyni og eru þetta einungis sundurleit brot úr viötölum okkar um árin. Hann reit þetta sjálfur á snepla, sem ég náöi stundum að stinga á mig, en alltof sjaldan, því aö hann reif þá oftast jafnóðum, samur viö sig um aö ekkert væri nógu gott... Fæsta mun undra, aö maðurinn var eftirsóttur til umræöna um listir, starfs- bræöur hans hlustuðu agndofa og ýmsir uröu til aö heimsækja hann meö eigin verk í malnum til umfjöllunar meistarans. Jón sagöi mér eitt sitt hryggur í bragði rétt fyrir andlát sitt, að einn þekktasti málari þjóðarinnar heföi komiö til sín meö mál- verk undir hendinni fyrir tveim árum og beöiö sig aö segja eitthvaö um myndina. Jón gerir það, og sagði mér „Hann er ágætur málari, einn af okkur albestu, en þetta var léleg mynd, og ég sagöi honum þaö. Gat ekki annað, þótt ég væri allur aö Jón Stefánsson dvaldi langdvölum í Kaupmannahöfn. Myndin er tekin á sýningu í Kaupmannahöfn 1939 — Jón er þá 58 ára. vilja geröur. Hann (málarinn) rauk á dyr og hefur ekki látiö sjá sig síðan og ég sakna mjög heimsókna hans. Sjáöu, og hann gleymdi meira aö segja skóhlífunum. Og Jón stóö upp benti mér aö koma í fordyrið og segir svo, sjáöu þarna eru þær og hafa veriö í tvö ár og bíöa hans.“ — Þá skildi ég loks, af hverju Jóni var alltaf svo annt um aö ég gleymdi ekki skóhlífunum mínum, er ég kom í heimsókn, og mér hlýnaði um hjartaræturnar. Blessuö veri minning þessa ágæta hollvinar míns, sem ávallt haföi tíma aflögu handa mér, hvernig sem á stóö og geröi sér mikið ómak viö að koma hugsunum sínum og röksemdum vandlega til skila.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.