Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 7
Þegar ég haföi tekiö mér penna í hönd til þess aö byrja á þessum pistli — 23. jan. — hóf útvarpsþulurinn aö flytja þau gleöitíöindi aö fyrr um daginn heföi úthlutunarnefnd Noröurlanda- ráös, stödd í Reykjavík, kjöriö Snorra okkar Hjartarson til aö veita móttöku norrænu bókmenntaverðlaununum. Satt aö segja kom mér þaö nokkuö á óvart, aö verðlaunin skyldu koma hingaö aftur svo fljótt, því í þessum efnum ríkir nú nokkur hreppapólitík. Ef hún væri ekki heföi Snorri veriö búinn aö fá þessi verðlaun fyrir löngu. Ég tel hann eitthvert listfengasta og vandvirkasta Ijóöskáid Noröurlanda, þeirra er nú yrkja. Allar bækur hans eru verölaunabækur. Þar lætur hann hvergi frá sér fara miðlungskvæði. Allur hans skáldskapur er samfelldur óöur um land, þjóö og tungu. Haust- hljóöiö í seinustu bók hans er sam- mannlegt, eðlilegt og sjálfsagt, án þess aö hann tjái þar lífsreynslu ellinnar meö sérpersónulegum hætti. Fyrri bækur hans eru þessari aö mínu áliti sterkari, ef nokkuð er. En enn sem fyrr er áslátturinn fagur og listrænn og mannúöarstefna hans kemur glöggt í Ijós. Laxness, Ólafur Jóhann og Snorri eru vissulega viröulegir fulltrúar nú- tímabókmennta okkar á stóru heims- sviöi. Sannarlega er ástæöa fyrir alla þjóöina aö gleöjast — og þá er þetta ekki síst fagnaöarefni fyrir rithöfunda. Eitt er það sem sjaldan ber á góma þegar um þessi verðlaunamál er rætt, þaö er hinn þýöingarmikli hlutur þýö- endanna, þaö mikla og fórnfúsa alúð- arstarf. Ég ætla aö víkja aö því og fleiru síöar, í sérstakri grein. Tómas Guömundsson varö áttræöur 6. jan. sl. Um hann var aö sjálfsögöu ritaö í blöðin og talaö um hann í útvarp. Þjóöin á honum miklar þakkir aö gjalda, öll og viö einstakir þegnar, ekki síst viö sem lifum í skáldskap. Viö njótum þess aö eiga í samtíö okkar ótrúlega marga mikla höfunda. Tómas er eitt af stórskáldum okkar, einn þeirra manna sem okkar tíö getur boriö fram til mannjöfnunar á allsherj- arþingi listarinnar þar sem fremur er reiknaö í öldum en árum. Hjá honum fer saman mikiö mannvit og listfengi. Almenna bókafélagiö gaf út Afmæl- iskveöju til Tómasar, allstórt og vand- aö rit. Þar er skáldskapur vina hans og nokkrar ritgeröir, sumt eru hyllinga- kveðjur til skáldsins. Meðal þeirra er þar rita er Eiríkur Hreinn Finnbogason. Ég leyfi mér að taka þaðan nokkrar línur. E.H.F. segir: „ístööuleysi gagnvart því sem veitir birtu inn í lífið hefur ávallt veriö Tómasi sjálfsagt mál, enda sagöi hann einu sinni í ræðu og varö strax frægt: „ístööuleysiö hefur ávallt veriö mín sterka hliö.“ Er meiri alvara í þessari kímnu þversögn en kannski virðist í fljótu bragði. Hitt kann aö þykja einkennilegt, hve mikiö ádeiluskáld Tómas Guömunds- son, skáld ástúöar og fegurðar er. Annars vegar ást til lífsins og sköpun- arverksins, hins vegar tortryggni gagn- vart fjölmörgu í hugsun manna, háttum og venjum, sem sumt er almennt viöurkennt vera mjög jákvætt og sjálfsagt mál, svo sem bókstafsbundin reglusemi, verðmætastreð o.s.frv. Við athugun sést þó glögglega, aö þessi tortryggni beinist eingöngu aö þeim þáttum í mannsál og mannlífi, sem standa í mótsögn viö frjálst og eölilegt líf, eins og Tómas lítur á þau mál, svo sem hégómaskap, fordild, óheilindi, hroka, grimmd, þröngsýni og ofstæki. Og allir, sem lítilsviröa og troöa undir fótum ást, fegurð og sakleysi eiga hann aö vísum fjandmanni...“ Enn er ég aö lesa og blaöa í Afmælisbók Tómasar: . . . hér verður engu áfrýjaö til Hæstaréttar, leiklistin er list augnabliksins og augnablikiö er liöiö. — Þessi setningarpartur er úr dagbókarslitrum, sem Sveinn Einars- son þjóöleikhússtjóri ritar. Á meöan ég hamra þessar línur í væntanlegt handrit heyri ég innan úr stofu í kompuna, hingað þar sem ég sit, aö sögupersóna á sjónvarpsglugga hvíslar útlendum oröum aö einhverri ósýnilegri mannveru. Og ég heyri aö þetta fólk muni vera á ferö í vagni, því hljómur í bjöllum gefur til kynna aö hestar, asnar eöa hreinar dragi farar- tækiö, ekkert sé ég, hér í ööru horni hússins og nú eru mörg augnablik liðin. Sjálfur var undirritaöur aö Ijúka viö aö svara skriflega spurningum á manntalseyöublaði, og síðan er þaö plagg ekki eyöublaö, heldur heimild og leyndardómur. Hið síöastnefnda þegar ég hef reitt þaö af hendi til teljarans, sem kemur hingaö í fyrramáliö, en þaö er ung kennslukona, hefur mér verið sagt, þriggja barna móðir og eiginkona manns, sem er önnum kafinn alla daga, líka á sunnudögum. Ég held áfram lestrinum í pistli Sveins Einarssonar. Næstum þremur lesmálssíöum seinna hnupla ég: ... lífiö er stutt og listin löng, jafnvel þegar í hlut á list augnabliksins: listin og eilífðin eru í bandalagi. Hér eru kaflaskil hjá Sveini. Innan úr stofu berst barnsgrátur úr sjón- varpskvikmyndinni og rétt í þessu gagg í hænum. Hvorutveggja alþjóða- mál, sem allir skilja. í kvöld heyrist ekkert i hríöskotabyssu, engin angist- arvein, ekki stakur skothvellur. Hvernig lætur Magnús Ásgeirsson Ómar Khay- yám komast aö oröi. Viö brauöhleif, fulla flösku og Ijóðakver . . . er auönin Paradís sem nægir mér. Já, hvers ætti maöur fremur eöa meir aö óska sér en kyrröar og næöis, . . . og nóg er af andríkinu, maöur, ef ekki frá sjálfum sér, þá öörum. Sjónvarpiö er mikiö og merkilegt tæki. Þaö mótar líf okkar meir en nokkur önnur tækni. Því miður held ég að þaö sé meir til ills en góös, vegna þess aö til þess er ekki kostaö því sem til þarf, svo að þaö sé raunverulegt menningartæki, eins og þaö ætti aö geta veriö. ÚR MÍNU HORNI JÓN ÚR VÖR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.