Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 6
Þrír fremstu bilahönnuðir heims 18 er einfaldlega framúrskarandi vel teiknaöur miölungsbíll án þess aö reynt sé aö gera sérstakar kúnstir, en Fuego er hinsvegar mjög sérstæöur og sker sig úr. Núna vinnur Opron aö því aö endurhanna yfirbyggingu á Renault 18 með hina fullkomnu straumlínu í huga. „Ég sé fyrirmyndir í ríki náttúrunnar," segir Opron. „Tökum til dæmis höfr- unga, svölu eöa hlébarða. En þótt bílar veröi í framtíöinni léttari og fyrirferö- arminni, þá vil ég aldrei aö slakaö veröi á fagurfræðilegum kröfum og sérhvert nýtt form á aö segja eitthvaö um tímaskeiöiö, þegar þaö fæddist. Og ég vona, að þeir bílar sem ég hef teiknaö, endurspegli hvernig hægt er aö spyröa saman fegurö og notagildi.“ Nýtt tímabil mun hefjast 1984—1985 - segir David Bache aðalhönnuður British Leyland Þótt margt hafi gengiö á afturfótun- um hjá British Leyland, veröur Director of Styling, eóa aöalhönnuöi fyrirtækis- ins naumast kennt um það. David Bache er án efa í fremstu röö. Hann hóf störf hjá Rover ungur aö árum og lét þaö veröa sitt fyrsta verk að leggja fram teikningar aö nýjum Rover, sem flestum sýndist að gæti markað tímamót, svo fagur þótti þessi bíll Baches. Flestum, en ekki öllum. Einn var á móti þeim og þaö var forstjórinn sjálfur, sem skipaöi svo fyrir, aö þær skyldu lagöar á hilluna. Bache yröi aö sýna eitthvað hófstilltara og hversdagslegra. Síöan eru liðin 25 ár og alla tíö síöan hefur Bache haft ríkt í huga, aö nýr bíll veröur til fyrir málamiölanir. Sumir hönnuöir láta slíkt fara svo mjög fyrir brjóstiö á sér, aö þeim veröur ekkert úr hæfileikum sínum, en Bache einsetti sér aö ná árangri einmitt viö þau skilyröi og þykir standa klár aö því, hvar mörkin eru á milli fagurfræöi og notagildis. Hann er nú 52 ára og ber ábyrgö á allri hönnun á öllum bílum British Leyland. Bache undirstrikar nauösyn mála- miðlunar eins og áöur er aö vikið og nýjum geröum, sem eru geysilega frábrugönar þeim, sem eru á ferðinni og allir þekkja núna. $vo mjög, að venju- legur bílkaupandi mundi ekki líta viö slíkum bílum, ef þeir stæöu allt í einu til boða. Útlit þeirra er svo frábrugðið, aö þaö þarf aö venjast því og tekur nokkur ár.“ Uppúr 1960 endurlífgaði Bache Rov- erinn eftir áralanga kyrrstööu. Hann teiknaöi þá Rover 2000, sem var reistur á nýjum hugmyndum og varö sá fyrsti, sem kjörinn var Bíll ársins í Evrópu. Síöar fæddust á teikniboröi Baches Range Rover og Rover 3500; bílar sem íslendingar þekkja vel og eru í miklum metum hér sem annarsstaöar. Raunar varö Rover 3500 annar bíll Baches, sem kjörinn var á sínum tíma Bíll ársins. Allir bílar, sem David Bache hannar, eiga þaö sameiginlegt, aö einhverskon- ar brot eru langsum eftir hliöunum. En hann hefur náö sínum markveröa ár- angri þrátt fyrir málamiölanir: Rover 2000 var t.d. soöinn uppúr ýmsum hugmyndum, sem búiö var aö leggja á Bretinn David Bache og nýjasti bíllinn hans, sem British Leyland bindur miklar vonir við: Mini Metro. Range Rover, bíll sem íslendingum er vel kunnur og einn þeirra, sem David Bache hefur teiknaö. hilluna og upphaflega átti Rover 3500 að vera með vængjahurðum. Nýjasta verk Davids Bache er Mini Metro, sem nýlega hefur veriö sagt frá í Lesbók og hönnuðurinn lítur á hann sem fyrsta liö í nýrri kynslóð bíla. Þeir verða mýkri viðkomu, línurnar ekki eins hvassar og áöur og bananalagiö notaö í ríkari mæli til þess aö minnka loftmót- stööu. Bache telur einnig, að þessi nýja hönnun hafi í för með sér minni þyngd og þessvegna veröi hægt aö nota léttari efni eins og ál, plast og önnur gerviefni. Flestir eru sammála um aö bezt teiknaöi bíll Davids Bache sé Rover 3500, sem kjörinn var bíll ársins í Evrópu, þegar honum var hleypt af stokkunum. segir: „Allir hönnuöir veröa aö beygja sig og taka tillit til annarra sjónarmiöa; enginn getur sannfært mig um neitt annaö. Og á mínu sviöi, sem tekur til bíla í stóru upplagi, er engin leiö að starfa öðruvísi. Þaö er ekki um aö ræöa neitt, sem heitir bylting, aöeins þróun, þar sem viö kroppum hver í annars verk. Einn fitjar uppá nýjung hér og óöar eru allir hinir roknir í aö nýta sér þaö. Annar fær hugmynd aö smávægilegum endurbótum á öðru sviöi og þaö er sama saga: óöar er hugmyndin notuö um allar trissur. Þarmeö er ekki sagt, aö veigamiklar breytingar eigi ekki eftir aö veröa á fjöldaframleiddum bílum í framtíðinni. Viö erum einmitt á tímamót- um, — nýtt skeið hefst um þaö bil 1984—1985. Viö erum allir aö vinna aö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.