Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 13
— Þaö fer aö styttast í þaö aö viö verðum aö mæta til kirkju Anton minn, faröu nú aö koma þér í kórónafötin. Þú ferö ekki í kirkju í gallabuxum og bol. Við skulum Ijúka þessu af í hvelli, síöan veröur allt svo skemmtilegt á eftir, þegar þú færö allar gjafirnar. Og vertu nú einu sinni sæti strákurinn hennér mömmu sinnar, Toni minn. — Anton drepur í sígarettu, gengur aö stofuglugga, dregur frá gluggatjöld og skimar út. Á hlaöinu fyrir utan húsiö móts viö bílskúrinn stendur nýr Lada-sportbíil sem Anton virðir fyrir sér snýr sér að Lárusi fööur sínum og spyr. — Hver á þessa kerru? — Þetta er fermingargjöfin drengur minn, gjöfin frá pakkinu eins og þú kallar okkur foreldra þína í síma þegar þú ræöir viö vini þína. Á þessari „kerru" förum viö til kirkju og komum þér í söfnuö kristinna manna. Hvað segiröu nú, ertu bara ekki ánægöur eða viltu eitthvaö meira drengur minn? — Af hverju endilega Lada-Sport. Mig langar frekar í japanskan Toyota. — Þú ert nú meiri karlinn, Anton minn, svona snáfaðu í sparifötin þín og síöan ökum viö til kirkju aö hitta prestinn. Móöir þín aðstoöar þig svo þetta gangi nú eölilega fyrir sig. Á morgun kemur þú svo meö mér til New York og skoðar heimsborgina í tilefni af fermingunni. — Ertu að meina þetta flugstjóri? Ætlaröu að bjóöa mér með þér til New York? Og ég sem hélt aö nú lægi fyrir aö slá blettinn. Ég panta fermingu á hverju ári héöan í frá, þá verö ég orðinn milljóner 18 ára. — Ég legg nú til að þú farir aö vinna fyrir þér á sumrin og öðlist þannig einhverja innsýn í atvinnuvegi þjóöarinnar, drengur minn, segir Anna móöursystir Antons. — Ég þekki þessa atvinnuvegi alla, kerling, hef unnið viö þetta frá barnsaldri. Nú fer lýöurinn í kirkju, síðan á að djamma meðan til eru peningar. Drekkum í dag, iðrumst á morgun, sagði eitthvert skáld, sem átti ekki fyrir útförinni og dó úr hor. — Hann er brjálaöur þessi drengur. Hann veröur aldrei aö manni, segir Magnús, föðurbróðir Antons, vantrúaöur. Anton gengur frá stofuglugganum, staönæmist frammi á gangi hússins horfir á mynd sem hangir uppá vegg og hann kannast ekki viö. Snýr sér aö móöur sinni og spyr: — Hvaöa skeggjaði hippi er þetta? Ég minnist þess ekki aö hafa séö þessa mynd hér fyrr. Ertu nýbúin að setja hana upp? — Þetta er Jesús sjálfur, Anton minn, og ég kann nú betur viö að hafa myndina uppi á fermingardaginn þinn. Guöríöur systir gaf okkur þessa mynd og lét þess getið þegar hún afhenti mynd- ina, aö hún ætti aö vera hér á ganginum, þar sem þaö væri greinilega ekki pláss fyrir hana í stofunni innan um öll málverkin. — Fylgist hann þá ekki með öllu sem fram fer í símanum? Væri ekki betra aö hafa myndina frammi í eldhúsi eöa á baðinu? Þetta er þingsályktunartillaga, flutningsmaöur fyrsti þingmaöur Reyk- nesinga, Anton Lárusson. Hvaö segir þú stjóri? Hvar vilt þú hafa Jesús? — Ég greiði ekki atkvæöi, Anton minn, myndin má vera hvar sem er fyrir mér, þó ekki fyrir ofan skrifboröiö mitt. Er þaö ekki annars ágæt hugmynd aö hafa hana uppi í eldhúsinu eöa inni á baöi?. Guöríöur lítur hneyksluö til Antons og Lárusar. — Aö heyra til ykkar, feðgar. Getið þiö ekki orðiö sammála um aö hafa myndina á góðum stað í stofunni? — Eins og þú vilt, Guöríöur. Myndin er ágæt í stofunni svona aö byrja meö. Viö getum fært hana síðar, allt eftir smekk, segir Lárus. Magnús, föðurbróðir Antons, virðir fyrir sér bókahillur í stofunni. Skoöar einstaka bækur, flettir þeim, snýr sér aö Antoni: — Þú hefur auövitaö aldrei lesiö staf í hinni helgu bók, þó komiö sé aö því aö ferma þig, lagsmaður. Ég get heldur ekki séö aö hún sé til á þessu heimili. Hér er ekkert nema Morgan Kane og Alistair McLean. — Ég ætla aö spá í Biblíuna síðar, þegar óg hef komiö mér upp góöu einbýlishúsi. Hún höföar ekki til mín eins og er. Þaö er aldrei að vita nema ég hafi gaman aö henni oröinn gráhæröur og gigtveikur. Móöir Antons kemur inn í stofuna meö bjöllu í hendi, hristir hana. Þaö er líkast til aö veriö sé að hringja kirkjuklukk- um. — Jæja, þá er þaö kirkjan, ekki til setunnar boðið, elskurnar mínar. Séra Magnús bíöur eftir fermingarbörnunum og hann er á tímakaupi, helgidagataxta Dagsbrúnar, og viö sem erum alltaf meira og minna auralaus, okkur munar um þessi útgjöld, ég segi nú bara ekki annaö. Fimmtán mínútum síöar aka þrír bílar úr hlaði áleiöis til kirkju, eftir aö Anton Lárusson hafði fengið aö taka í stýriö á Lada sportbílnum, ekið utan í grindverk og brotiö annaö framljós bílsins. Fimm mínútur fyrir kl. 2 ganga Anton og skyldmónni inn í kirkjuna. Ættingjar drengsins fá sér sæti á þriöja bekk. Anton sest við hlið fermingarsystkina á bekk móts við altariö. Anton er meöal fyrstu fermingarbarna sem kölluö eru fyrir sóra Magnús. — Vilt þú, Anton Lárusson, leitast viö af fremsta megni aö vera trúr allt til dauöa leiötoga lífs þíns, Jesús Kristi? Anton lítur upp til séra Magnúsar. Horfir á hann brosandi um stund, segir síöan: — Jú er nokkuð um annað aö ræða, séra Magnús. Ætli ég svari ekki játandi spurningu þinni. Áttu annars ekki í nefiö? Og reyndu nú aö hraða störfum, ég er orðinn yfir mig spenntur aö sjá allar gjafirnar. Svona, dríföu nú í þessu, karlinn, þú sem ert á tímakaupi. Ég segi já séra Magnús. Svona, láttu nú hendur standa fram úr ermum, Magni. Þaö sló þögn á viðstadda, aðra en föðurbróöur drengsins, sem fékk óstööv- andi hláturskast. Meöhjálparinn vísaöi honum kurteislega fram í anddyri kirkj- unnar, þar sem hann jafnaði sig. Annaö skyldfólk Antons lét ekki á neinu bera þaö sem eftir var athafnarinnar í kirkju. Þegar heim var komiö var mikið hiegið aö uppátæki Antons. Guöríöur frænka Antons mætti ekki til veislunnar. Hún kvaddi systur sína að lokinni athöfn í kirkju, kvaöst ekki geta litið framan í drenginn eftir þá skömm, sem hann haföi gert sér og öörum í kirkjunni, og þá sérstaklega séra Magnúsi, sem ætti eitthvað annaö skiliö en slíka framkomu. Aö kvöldi fermingardagsins hringdi Anton drukkinn í fermingarbróöur sinn. Skýrði frá því, aö þaö væri villt geim í villunni, karlinn heföi tekiö upp danska bjórinn og partíið væri í svaka stuði, hann heföi fengið gras af seölum og ætlaöi sér meö fyrstu flugvél á Costa del Sol. Þaö væri hvort sem er aldrei sól á þessu eyöiskeri í Atlantshafi, endalaus rigning og aftur rigning. Baö fyrir kveðju til klíkunnar, kvaöst verða á Hallærisplan- inu á nýja mótorhjólinu þegar hann heföi sofið úr sér vímuna. Viku síöar var Anton handtekinn drukkinn ásamt tveim fermingarbræörum á Austurvelli, þar sem þeir slitu uþp blóm og hríslur. ..

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.