Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1981, Blaðsíða 5
ævinlega meö þverslaufu og brosir sjaldan. En hann er hugsuöur og telur, að ekki sé hægt aö ræöa bílahönnun án þess aö bókmenntir, heimspeki og músík komi þar viö sögu. Og hin mikla fyrirmynd segir hann, eru Cisterci- munkar fyrir 8 öldum, sem dýrkuöu og ræktuöu einfaldleikann í list. „Síöan á þeirra dögum hefur allt gengið af göflunum. A þessari öld hafa hugmyndir úr öllum áttum komið aö manni eins og sprenging og margar kenningar eru uppi um þaö, hvernig viö eigum aö stýra lífi okkar. Þaö er svo margt sem glepur og nóg um slæm áhrif. Verst var það sem ég kalla amerískt deleríum. Þar var algert bruöl, sérstaklega í bílum, sem voru stórir, dýrir í rekstri, illa teiknaöir og ópraktískir. Svo er þó orkukreppunni fyrir aö þakka, aö menn hafa tekiö sönsum. Þaö var blessun fyrir Vestur- lönd og sérstaklega þó bílaiönaöinn. Svo er komiö aö lokum, aö viö snúum okkur aö fagurfræöi og praktískri hugs- un.“ Opron lagði stund á listnám, þar á meðal hönnun, en einnig arkitektúr og klassíska músík. Síöustu 20 árin hefur hann helgaö franska bílaiönaöinum starfskrafta sína, fyrst var hann hjá Simca, síöan hjá Citroén og verður aö telja, aö þar hafi hann unnið sitt bezta verk. En síöustu fimm árin hefur hann veriö yfirmaöur hönnunar hjá ríkis- verksmiöjunni Renault. Meðan Opron teiknaöi fyrir Citroén, hlaut hann Evrópuverölaunin fyrir hönn- un og þrívegis var bíll eftir hann kosinn bíll ársins: Cirtoén SM, GS og CX2000. Þetta er aö sönnu mikil viöurkenning og Robert Opron þykist ekki verða fyrir áhrifum frá öörum: Einu áhrifin eru frá hans eigin hönnun, segir hann. Og hann er sammála Giugiaro í því, aö nú veröur áherzlan á straumlínu. En hann er honum ósammála um lögunina aö ööru leyti og telur, aö bílar framtíöarinnar veröi hafðir mjórri og lengri en tíðkast hefur. Hann segir: „Vandamálin veröa erfiðari aö glíma viö, en þaö er bara betra og dregur okkur út úr letinni og aögeröarleysinu.“ Opron telur, aö hönnuöir veröi ef til vill aö skapa bíla, sem kaupendum lítist ekki á í fyrstu. Hinsvegar viti hönnuöur- inn hvaö sé fyrir beztu og sölumenn veröi síðan aö sannfæra kaupandann. Ekki á þetta þó við um Renault 18 og Fuego, sem Opron hefur nýlega hannaö og hefur strax verið vel tekið. Renault honum var gefiö algert frelsi — t.d. viö hönnun á Volkswagen Golf. En hann er aö því leyfi sammála Davld Bache hjá British Leyland, aö hönnuöurinn verður ævinlega aö vera reiöubúinn til aö gera málamiðlun. Sá þriðji, sem hér um ræðir, Frans- maöurinn Robert Opron, er aftur á móti ekki til viðtals um málamiölanir. En Giugiaro segir: „í þessu starfi verða allir aö geta slegið af í einn tíma eða annan. Viö því er ekkert að segja; ég er viss um, aö Michelangelo hefur oröiö aö gera það í Sixtínsku kapellunni. Hann fékk ekki nema sex ár til verksins og hefur ugglaust oröiö aö sníöa stakk sinn eftir þeim vexti. Málamiölanir eru hluti lífsins og þannig hlýtur það aö verða.“ Leitin aö fullkomnun er mottóið: Þótt nýrri bílgerö sé ætlaö aö höföa til milljóna, verður hún fyrst að gera höfundinn ánægðan. En leitin aö full- komnun getur oröiö strembin. Fyrst er að teikna; síöan er búið til eitt eintak, svonefnd prótótýpa. Og Giugiaro er haröur húsbóndi, — hann heldur sínu fólki uppi daga og nætur samfleytt, þegar komiö er aö sýningu; er sífellt aö gera breytingar framá elleftu stundu. Menn eru sammála um, aö nú þurfi umfram flest annaö að minnka loft- mótstööuna. En Giugiaro greinir á við starfsbræöur sína hjá stóru bílaverk- smiöjunum, sem telja aö lausnin hljóti aö vera sú, aö gera bílana lengri og lægri. Giugiaro telur á hinn bóginn, aö hægt sé aö hækka þaklínuna um 10—15 cm og lyfta gólfinu samsvar- andi, svo þægilegra veröi fyrir fólk að setjast inní bílinn, — og ekki sízt aö stíga út, í staö þess að klifra á fætur úr mjög lágu sæti. Þótt mörgum komi það spánskt fyrir sjónir, mundi hinn endanlegi straum- línubíll líta út eins og banani, sem snýr kryppunni upp. Eitthvaö í þá áttina gætu bílar framtíðarinnar litið út, en Giugiaro telur þó ekki, aö hann þurfi aö sveigja gólfiö upp til muna. Ef til vill veröur bíll framtíðarinnar fjölhæfur í þá veru, að honum veröi á einfaldan hátt breytt frá því aö vera lúxus fjölskyldubíll til þess Fransmaöurinn Robert Opron spáir því að bflar veröi lengri og mjórri. aö vera jeppi. „Ekki stendur á hug- myndunum," segir Giugiaro, „en ef svo færi að sú lind þornaði, þá hlakka ég til þess dags, þegar ég hætti aö teikna bíla og sný mér aö málaralist.“ Tel aö bílar veröi lengri og mjórri - segir Robert Opron, Frans- maöurinn sem hafnar málamiölunum Robert Opron er maöur á miöjum aldri. Hann er með yfirskegg, gengur Renault 18 — bíll sem Robert Opron hefur teiknaö. Nýjasta afkvaemi Oprons: Renault Fuego, sérstseö og sportleg útgáfa af Renault. Citroen CX2000 var á sfnum tíma kjörinn bfll ársins í Evrópu og er trúlega bezta verk Roberts Oprons til þessa. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.