Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 4
Þarna geröist Le Corbusier trúaður á ágæti vélaaldarinnar, og geröist þar meö and- stæöingur Frank Lloyd Wrights, sem ávallt leitaöist við aö laga byggingar sínar aö umhverfinu. Þaö var hins vegar skoöun Le Corbusiers aö byggingar ætti aö slíta úr tengslum við landiö, og hann hélt því fram aö þannig hagnaðist hvort tveggja á sinn hátt. Þegar hann hætti störfum hjá Behr- ens síðla árs 1910, er eins og Le Corbusier hafi þegar myndað sér fullmótaöa skoöun á því, hvernig vélaaldararkitektúr skyldi líta út. Notaöi hann árin fram að styrjöldinni 1914 til þess aö kynna sér nánar bygg- ingarhætti Miöjaröarhafslandanna, og einnig eyddi hann rúmu ári í ferðalög um Balkanskaga, Litiu-Asíu og grísku eyjarnar. Er hann sneri heim til Sviss nokkru fyrir stríösbyrjun haföi hann lokiö arkitektúr- námi sínu. Á árunum rétt fyrir styrjöldina gerðust þrír atburöir í álfunni, er allir snertu framvindu nútíma arkitektúrs og höföu áhrif á Le Corbusier. Árið 1911 var haldin sýning á verkum Wrights í Berlín og bæklingar gefnir út um verk hans, sem höföu mikil áhrif á marga unga arkitekta, en ekki svo mjög á Le Corbusier. í ööru lagi voru reistar tvær frábærar bygginar eftir Walter Groþius og Adolþh Meyer, og vakti Fagus-skóverksmiöjan (1911) sérstaka eft- irtekt og haföi mikil áhrif á þróun nútíma arkitektúrs víöa um álfuna. í þriðja lagi átti sér síöan staö bylting í myndlist, þegar Picasso og Braque komu fram meö kúbismann. Haföi þetta síöast nefnda sérstaklega mikil áhrif á Le Corbusier, og geröi hann tilraunir með aö beita kúbism- anum í arkitektúr, m.a. meö því aö taka hluta úr byggingum til þess aö mynda útisvæöi innan sjálfs byggingarformsins. Lagöi hann á þaö áherzlu aö líta skyldi á byggingar frá öllum hugsanlegum sjónar- hornum, en ekki aðeins frá einni ákveðinni aöalhlið. Á stríösárunum 1914—18 var sáralítið um byggingarframkvæmdir í Evróþu. Le Corbusier var ekki kvaddur í herinn, þar sem hann var svissneskur ríkisborgari, og hélt hann heim til fæöingarborgar sinnar, þar sem hann eyddi tímanum í aö mála, kenna og hugsa. Hann sneri þó aftur til Parísar 1917 og komst í náinn vinskap við málarann Amadée Ozenfant. Hélzt sam- band þeirra fram til ársins 1925, og gáfu þeir saman út listablaöiö Hinn nýi andi, er naut talsverörar viröingar meðal lista- manna. Úrval úr þessum blöðum gaf Le Corbusier út áriö 1923 undir nafninu „Vers Haraldur Helgason arkitekt skrifar um forgöngumenn nútíma arkitektúrs II. CORBUSIER Sá einstakur arkitekt, sem mest áhrif hefur haft á nútíma arkitektúr er án efa Le Corbusier (1887—1965). Hann var alla tíö ákaflega umdeildur, og ný verkefní hans mættu langoftast mikilli andstöðu ráðamanna, og mörg verkefnanna voru aldrei byggð. Aödáendur hans, sem uröu mjög fjölmennir síðustu árin, telja engan vafa á því að meistarinn hafi veriö einum 20—30 árum á undan sinni samtíö. Le Corbusier var vissulega brautryðjandi, og á eftir honum komu fjölmargir, sem notfærðu sér hugmyndir hans til að vinna úr, og hlutu margvíslega viöurkenningu fyrir. Sjálfur hlaut hann ekki tilskilda virðingu fyrr en á síöustu æviárum sínum. Le Corbusier var ötull baráttumaður fyrir framgangi nútíma arkitektúrs, og hann var ákaflega duglegur viö að koma hugmyndum sínum á framfæri. Hann myndaöi sér snemma skýra mynd af því, hvers kyns umhverfi hæföi bezt nútíma fólki, og öll verkefni hans miðuðu í raun að því aö mynda slíkt umhverfi. Frá þessari stefnu sinni átti Le Corbusier ákaflega erfitt með að víkja og átti því oftast í erfiöleikum með að vinna með öðrum. Hugmyndaauðgi hans var einstök, og hann kom fram með margar nýstár- legar lausnir. Það var þó eiginlega aðeins eftir síðari heimsstyrjöldina að Le Cor- busier fékk nóg raunverulegra verkefna, sem byggt var eftir. Le Corbusier, er hét réttu nafni Charles- Édouard Jeanneret, fæddist í litlu þorpi í hinum frönskumælandi hluta Sviss, þar sem forfeður hans höföu starfaö um langan aldur að úragerð. Einn þeirra haföi kallað sig Le Corbusier, og tók Charles-Édouard þaö nafn upp árið 1923, einkum til að aögreina arkitekts- og listmálaraferil sinn. Listrænir hæfileikar hans komu snemma fram. Fjórtán ára var hann innritaður í skóla til að nema úraáletrun, og hafði hann þar mjög góöan kennara, er opnaöi upp fyrir honum víðan heim lista, einkum á sviði arkitektúrs, málaralistar og skúlptúrs. Var Le Corbusier beint inn á listnám, þar sem hann skaraöi fram úr öörum nemendum, og 18 ára aö aldri var honum faliö aö teikna hús fyrir einn skólanefndarmann- anna. Byggingin var reist, en er eölilega lítt merkileg. Fyrir vinnu sína fékk Le Corbusi- er hins vegar peninga til að feröast til annarra landa og víkka þar sjóndeildar- hring sinn. Dvaldi hann meginhluta ársins 1906 á ítalíu og í Austurríki. Kynntist hann mjúkum húsformum á ítalíu og í Austurríki kynntist hann Art Nouveau-stefnunni, eink- um meö því aö starfa hjá arkitektinum Josef Hoffmann (1870—1956) í skamman tíma árið 1908. Því næst lá leið hans til Parísar. Le Corbusier var þá orðið Ijóst að hann vildi kynnast frekar nýjum formum, sem samræmdust arkitektúr hinnar nýju vélaaldar. Fremstur nútíma arkitekta í Frakklandi var þá Auguste Perret (1874— 1954) og til hans réöst Le Corbusier og starfaði hjá honum fram á mitt ár 1909. A þessum tíma umgekkst hann einnig nokkra verkfræöilega sinnaöa arkitekta í París, en haföi minni samskipti viö listmálara og aöra listamenn. Perret var einn frumherja steinsteypulistar og í fremstu röö viö að hanna buröargrind úr steinsteypu, sem gaf mikla breytingarmöguleika á innra skipu- lagi. Samskipti þeirra Perrets og Le Corbusiers gerðust á mjög heppilegum tíma fyrir þann síðarnefnda. Var Perret þá á hátindi ferils síns og hafði riýlokið viö nokkrar byggingar, er höföu djúpstæð áhrif á Le Corbusier. Er taliö nær fullvíst, Kapellan í Ronchamp (1950—54). aö á þessum tíma hafi myndazt kjarninn ( hugmyndafræöi Le Corbusiers, sem hann hvikaöi hvergi frá eftir þaö. Má þar nefna súlur, er héldu byggingum frá jöröu, og þakgarö. Áhugi Le Corbusiers beindist nú smám saman að iðnaðarhúsnæði, sérstaklega verksmiðjum. Á þessum tíma var Peter Behrens (1868—1940) sá arkitekt, er fremstur var í hönnun slíkra bygginga í Evrópu. Behrens var með vinnustofu sína í Berlín og þangaö hélt Le Corbusier á svissneskum styrk í leit aö nýjum fróðleik. Var Behrens með stórverkefni fyrir AEG- verksmiðjurnar um þetta leyti, og starfaði Le Corbusier á stofunni í tæpt hálft ár og komst þá í nokkur kynni viö þá Mies van der Rohe og Walter Gropius, sem einnig störfuöu hjá Behrens á þessu tímabili. Le Corbusier 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.