Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 8
Efftir Gísia Sigurðsson Hvað á aö gera í sumarleyfinu i ar? nýtt, eða fara aftur á troðnar slóðii þremur hlutum frá ferðalagi ÁBÍI BÍL UM SUÐUR^ Ekki er langt frá London til Rochester, en þar er I Efst til vinstri er aöalgatan í gamla bænum, þarnæs 500 ára gamalt tehús. Aö neðan til vinstri: Cl Hvert á að halda í næsta sumar- leyfi? Kannski er sú spurning ekki tímabær ennþá; þó eru þeir margir, sem nota veturinn til að íhuga slíkt og jafnvel til þess aö skipuleggja sumarleyfið. Hjá öllum þorra fólks hafa sumarleyfisferðir til útlanda verið það einhæfar, að þær gefa ekki beint tilefni til skipulagningar fram í tímann og þar er átt við hópferðir til sólarlanda, þar sem dvaliö er allan tímann á sama stað. En þegar búið er að fara í þess- konar ágætisferðir ár eftir ár eftir ár, fer fólk kannski að segja við sjálft sig sem svo, að það sé nú synd að fara svona oft og kynnast samt harla litlu nýju. Allt er þetta þó gott hvað meö öðru: Eftir sólarlandaferð er tilbreyt- ing í að sjá lönd, borgir og bæi og fara milli staða með lest eða bíl. Og hægt er að hafga förinni þannig, að einhversstaðar á leiöinni sé hægt að dvelja tímakorn og njóta sólar á baöströnd. Þegar sú hugmynd kemur upp, er eðlilegt að athyglin beinist að strönd Miðjarðarhafsins, en benda má á, aö góðar baðstrendur eru einnig víða í Norður-Þýzkalandi og Frakklandi og vissulega er ánægjulegt að aka um þau lönd. En auðveldasta og skemmsta leiöin á slóðir sem full- nægja þessu tvennu; fara á eigin spýtur um fagurt land og geta í og meö notið sumarsins á baðstað, ef þess er óskað, er tll Suður-Englands. Islendingar þekkja lítt af eigin raun strönd Ermarsundsins frá Dover að austan og vestur á Cornwallskaga. En það er stórkostleg leiö og ekki færri en 5 þekktir baðstaðir, sem hægt er aö hafa fyrir áningarstaði, ef vill, og þar er ósvikin sólarianda- stemmning framí september og þægilegur hiti, nema tíöarfariö sé afbrigðilegt. Til aö njóta þessarar leiöar svo sem vert er, þykir mér nauösyn bera til aö hafa bíl til umráða. Hægt er aö láta hverjum degi nægja sína þjáningu og treysta á aö fá inni á einhverjum þeirra óteljandi staöa, sem selja Bed & Break- fast, eöa gistingu meö morgunveröi. En þaö er líka hægt aö skipuleggja ferðina í stórum dráttum; ákveöa áfangastaði fyrirfram og panta sér hótel þar. Þannig var sú ferö skipulögö, sem hér segir frá, ef vera mætti að einhver gæti haft af því gagn. Þaö var 10 daga bílferö meö dálitlu hliðarhoppi útá eyna Jersey, — aldrei mjög langir áfangar teknir í einu, en vissulega hefði verið ánægjulegt og æskilegt að geta dvalizt iengur á skemmtilegustu stöðunum. Gistingin þarf ekki að kosta stórfé Feröin hefst að sjálfsögöu meö flugi til London og hvaöa ferðaskrifstofa sem er gæti verið búin aö panta bílaleigubílinn og væri hann þá tekinn á flugvellinum. Viö fórum þó meö neöanjarðarlestinni inn í London — og þegar ég segi við, þá á ég viö mig og konuna mína, sem var meö mér í þessari ferð. Nú er búiö að leggja af rútuferðir inná West London Air Terminal í bili, en flugvallarumferð- inni er beint að neðanjaröarlestinni, sem er fljót í ferðum. En feröir eru líka á Viktoríustöðina. Eftir smásprett í einum af þessum viðkunnanlegu og gamaldags Lundúnaleigubílum, er maður kominn á áfangastaö. Sá áfangastaöur — og þá á ég við hótelið — getur verið harla dýr, enda veriö vakin athygli á því uppá síðkastið, að London sé jafnvel dýrasta borg í heimi. Þá var miðaö við svokölluö „bísnismannahótel". Algengt er að ís- lendingar hafi gist á Cumberland viö Oxford Street, þar sem tveggja manna herbergi kostar yfir 50 pund. En það er ástæöuiaust aö búa svo dýrt og víða í London — jafnvel í miöborginni — eru smærri hótel; svokölluö economy-hotel, þar sem ekki kostar nema þriðjung af Cumberlandverðinu. Rochester og Dickenshúsi er vel viö haldiö. Til hae útimarkaði í Rochester fyrir hádegi á laugardegi. Feröin hófst í London, enda má segja aó allar leiöir í Englandi liggi frá Piccadilly Circus, sem sést hér á myndinni. London er aö sönnu dýr borg, en Liz Stephens hjá brezka Ferðamálaráðinu bendir á, aö veigamikiö sé aö kunna á London; hún er hér t.d. aö snæöa svokallaöan „Pub-lunch“ í hádeginu, sem kostar lítiö og hún bendir á, aö óþarfi sé aö búa á 50 punda hóteli, þegar þokkalegt hótel á góöum staö kostar 15. Eitt þeirra er víó Stanhope Place; þar ráöa þau Bill og June rikjum. (Myndin í miöju.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.