Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 14
Kristinn Magnússon Vantar einn Fijgi út í hafsauga týnist á leið til lands og þaö vill enginn starta leiöangri og leita hann uppi því hópurinn sem náöi landi vex í augum þeirra sem eru nægjusamir og því verður þetta ekkert mál regnskýli Ég geng um gólf í nýja bústaönum mínum stærö þrjátíu og fimm fermetrar (fyrir utan verönd) Þaö tók mig fjögur sumur og gott betur aö fá drauminn til mín — úr hreysi í höll — Aö sama skapi hefur flugunum fjölgaö inni hjá mér Fjórum fleygi ég út fimm ryðjast inn fleiri bíöa færis menn og flugur fylgjast aö — forðast regniö — Vilhjálmur Friöþjófsson Hugleiðing á september- kvöldi Lífið verður eitthvaö skrýtið á haustin. Gamlir tónar Vivaldis veröa strengir í fljótinu aö nýju og Georges Sands og Chopin veröa aftur þaö sem þau voru en ekki bara feröafólk á Mallorca — og er það ekki merkilegt aö nú fer að vora í Chile. Guðmundur Karl Ás- björnsson — Þau hjónin tala ítölsku saman, Guð- mundur talar íslenzku við dótturina, en mæðgurnar tala saman á þýzku. Blómamyndir duga eimmgis handa konum - en ekkert minna en Þingvalla- málverk handa sextugum forstjóra Nú á dögum, þegar myndlistarsýn- ingar eru fleiri en svo aö auöveldleoa veröi komizt yfir þær og mörgum þykir nóg um þann fjölda sem reynir aö láta til sín taka á þessu sviði, mætti minna á, aö í fátæktinni fyrir 50 árum, var starfandi hér merkilega stór hópur málara. Mun- urinn var þó sá, aö fyrir hálfri öld voru þeir allir aö mála landslag — meira aö segja sama landslagiö mjög oft. Frá- sagnir eru af því, aö eitt sinn var heill hópur þeirra saman kominn aö Húsafelli; þar voru Ásgrímur, Jón Þorleifsson, Júlíana Sveinsdóttir og Jón Stefánsson. Á einhverjum öörum slóöum hefur Jó- hannes Kjarval staöiö meö sínar trönur; já, allir voru meö trönur og fluttu þær meö sér í Þingvallahraun ellegar aö Húsafelli. Menn trúöu því, aö þaö væri ekki hægt aö mála náttúruna af neinu viti öðruvísi, en þetta hefur breytzt eins og sitthvaö fleira og þeir myndlistar- menn, sem halda þessum hætti, eru æöi sjaldgæfir. Hvort tveggja er, aö landslag hefur mjög látiö í minni pokann sem myndefni, þegar á heildina er litiö, og ekki síður hitt, aö þeir sem á annaö borð nota landslag sem myndefni aö ein- hverju leyti, nota myndavél, þegar eitt- hvaö ber fyrir augu, sem þeim þykir fengur í. Meðal þeirra, sem hægt er aö segja aö skapi sér atvinnu af myndlist, eru líklega ekki nema þrír eöa fjórir, sem láta sér til hugar koma aö flytja meö sér litina og léreftiö, trönurnar og terpentín- una, eitthvað út í náttúruna. Þetta barst í tal, þegar ég hitti Guðmund Karl Ásbjörnsson aö máli; hann er einn þeirra, sem enn halda þessum hætti og fer stundum í slíka leiöangra ásamt meö kollegum sínum, Ragnari Páli og Pétri Friðrik, sem einnig aðhyllast sömu aöferö. „Þaö er rétt,“ sagöi Guömundur Karl, „viö höfum fariö saman og hér fyrr meir voru þeir einnig meö í förum Ásgeir Bjarnþórsson og Jón Jónsson." „Og allir á sama staðinn til að mála sama útsýniö," spurði ég. „Já, stundum höfum viö málaö sama útsýni, en hitt er líka til, að við snúum bökum saman; horfum sinn í hverja áttina. Og þó viö snúum allir eins, þá veröur árangurinn furöu ólíkur. Annars mála ég einnig og ekki síöur báta og skip, ellegar fantasíur, húsamyndir og blóm. En þaö er merkilegt meö blóma- myndir og þaö held ég aö sé nokkuð séríslenzkt fyrirbæri. Þær eru nefnilega ekki alveg gjaldgengar, nema til þess aö gefa konum. Engum sextugum góöborg- ara og forstjóra yröi gefin blómamynd. Þaö er svo margt í viðhorfum íslendinga til myndlistar, sem kemur spánskt fyrir sjónir; þó er áhuginn líklega meö eindæmum. Til dæmis er það ekki fyrr en nú uppá síðkastið, aö vatnslitamyndir eru gjaid- gengar. Þær voru áður annarsflokks list, sem ekki seldist á sýningum, þrátt fyrir þann stórkostlega arf, sem Ásgrímur skildi eftir í vatnslitamyndum. Mér er minnisstætt samtal viö mann einn, sem áhuga haföi á myndum og sagöi aö þaö væri nú skömm aö því aö vera ekki búinn aö eignast málverk. En viti menn; hann átti glæsilega vatnslitamynd eftir Ásgrím Jónsson. En hann kallaöi þaö ekki málverk. Og það er ekki sama, hvaöan málverk er. Léleg mynd frá Þingvöllum er hærra skrifuö en góö mynd frá einhverjum staö, sem enginn þekkir." „Svo þið róiö þá einkum á Þingvallamiöin?“ „Nei, ekki ég. Ég er á móti þessari Þingvalladýrkun og fer frekar til Krýsu- víkur eöa annars staöar á Reykjanes- skagann.“ „Með trönurnar og dótiö á bak- inu?“ „Nei, svo slæmt er það nú ekki. Ég hef stóran jeppa og mála stundum úr honum, jafnvel stórar myndir. En stund- um reisi ég upp trönur og stend úti viö aö mála. Mér finnst þaö alltaf mjög gott.“ „Hvernig flokkar þú sjálfan þig sem málara?“ „Þessu er erfitt aö svara. Ég tel mig raunsæismálara, en þó meö ívafi af expressjónisma og stundum jafnvel impressjónisma." „Þeir eru ekki margir, sem mála þessar hreinræktuðu lands- lagsmyndír, nú orðið.“ „Nei, þaö eru líklega ekki nema 6 eöa 8 menn, sem hægt er að telja í þeim flokki. En vegna þeirrar hefðar aö gefa helzt landslagsmyndir í afmælisgjafir, þá sitja þeir aö þeim markaði." „Og þú ert í þeim flokki?“ „Nei, ekki tel ég aö svo sé, þótt auövitaö komi fyrir aö ég selji eina og eina landslagsmynd í afmælisgjöf. Meiri- hluti þeirra, sem verzla viö mig, eru aö kaupa mynd handa sjálfum sér. En ég gæti náö í meira af þessum afmælis- gjafamarkaöi, ef ég heföi Þingvalla- myndir á boöstólum.“ Enda þótt Guömundur Karl búi í Hafnarfirði, er hann ekki Gaflari aö uppruna. Hann er fæddur á Bíldudal 1938, en fór þaðan mánaöar gamall og ólst upp hjá afa sínum og ömmu á Húsavík unz hann var 7 ára. Og þaö var einmitt á þeim ungu árum, aö myndlist- aráhuginn kviknaði. Frá Húsavík lá leiöin suður til Reykjavíkur og foreldranna, en Ásbjörn faöir hans var þá læknir hjá Tryggingastofnun ríkisins. Guömundur Karl fór á kvöldnámskeiö í Myndlistarskólanum, sem þá var til Rætt við GUÐMUND KARL ÁSBJÖRNSSON listmálara í 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.