Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 9
comið í gamla tímann. t Ye Olde Tea Shoppe, harles Dickens bjó í gri: Fjörug viðskipti á hófst í raun og veru daginn eftir, á sólbjörtum laugardagsmorgni, þann 21. ágúst. Þá var haldið með taxa noröur á Marylebone Road, þar sem er útibú frá bílaleigu Godfrey Davies, — og það stóð heima: Splunkuný Cortina stóð þar ferðbúin; kannski óþarflega stór bíll fyrir tvo að ferðast í, en Cortinan er sparneyt- in meö afbrigðum og þaö er þó bót í máli. Ég hafði beðið um sjálfskiptan bíl, sem skiptir verulegu máli í vinstri traffík. í fyrstu hefur maður nóg aö gera aö tileinka sér hana, þó maður þurfi ekki til viðbótar aö hafa gírstöngina í vinstri hendi. Hafi maður ekki ekið áöur í Englandi, sem eitt landa heldur sig viö vinstri regluna í umferð, er kannski dálítið ógnvekjandi í fyrstu að demba sér út í strauminn, sem er að minnsta kosti æði þungur á köflum í London. En eftir fáeinar mínútur er Ijóst, að bílakstur þarf sízt af öllu aö vera kvíöaefni hér. Eftir dágóöan spotta á aöalgötu, sem liggur í sveig til austurs og suðurs, fór Dover að sjást á skiltum. Ur því var allur vandi leystur; bara elta merkingarnar til Dover. Á þessari leið út úr London var mikill umferöarþungi, því þetta var laugardag- ur og verzlunarmannahelgi framundan. Þá er blikkbeljum stefnt í allar áttir; ekki sízt til hinna rómuðu sólbaöstaöa viö Ermarsundið. í þessu austurhorni Englands er í þetta sinn bjuggum viö í litlu, en heimilislegu hóteli, sem heitir Parkwood Hotel og er nr. 4 við Stanhope Place. Þaö er aöeins steinsnar frá Marble Arch og endanum á Oxford Street, sem íslendingar þekkja betur en nokkurn annan blett í Englandi. Hjónin sem ráöa fyrir þessu hóteli heita Bill og June og eru bráðhress og skemmtileg; Bill var fyrrum offiseri í brezka flughernum. Hjá þessu ágætisfólki kostar ekki nema 15 pund að búa; þar er allt hreinlegt og óaðfinnanlegt og morgunverðurinn með sóma. Og þótt London megi heita dýr, er hægt aö fá sér þar í svanginn án þess aö það komi nándar nærri eins við budduna og væri maöur í Reykjavík og færi á blessaöa grillstaðina. Viö reyndum þaö sem margur Bretinn gerir í hádeginu: Fórum á bjórkrá og fengum okkur fyrir smápening það sem þeir kalla pub lunch, eöa kráarverð. Ég sleppi annars frásögn af þessum eina degi, sem staöiö var við í London; hann fór í að endurnýja gömul kynni viö Rembrandta og Rub- ensa og Turnera í National Gallery og einnig til aö líta á sýningu Andrew Wieth í Royal Academy. Bílakstur í Eng- landi þarf ekki að vera áhyggjuefni Sjálf ferðin, sem hér veröur sagt frá, í) Kantaraborg er fræguat fyrir erkibiskupinn og dómkirkjuna, en við kírkjuna er stórkostlegur gamall borgarhluti og veitingar bornar út á torg. Heima hjá Charles Dickens Rochester er gam- alfræg borg; bygg- ingarnar afgamlar og sérstaklega er ein gata í gamla bænum, sem sjálfsagt er að sjá. Þar í nánd var stór útimarkaöur og mikiö fjör í viöskipt- um; góssiö yfirleitt gamalt og lúið: Húsgögn, klukkur og jafnvel búsáhöld frá Viktoríutímanum. Samt var töluverö örtröð og margir sem sýndu þessu gamla dóti áhuga og keyptu þaö jafnvel. Rétt hjá markaðs- svæöinu er ágætt bílastæði og þaðan er steinsnar uppá High Street, sem er Laugavegurinn í plássinu. Þar eru húsin ekki minna en 500 ára, byggö úr bindingsverki í Tudor-stíl. Geypilegur kastali gnæfir yfir; hann byggöu Norm- anar rétt eftir að þeir lögöu landið undir sig og raunar höfðu Rómverjar lagt undirstöður; þeir komu á þennan staö og bjuggu um sig í vígi fáeinum áratugum eftir Krist. Það er eins og víða á þessum slóðum: Kastalinn og kirkjan gnæfa yfir allt; annarsvegar þaö verald- lega vald og hinsvegar vald og auður kírkjunnar. Ekki hefur maöur lengi dvalið í Rochester, þegar það ætti aö vera orðið manni sæmilega Ijóst, að skáldið Char- les Dickens bjó og reit verk sín hér. Þeir iialda mikla Dickenshátíð í maí ár hvert og Dickenshús er varðveitt við aðalgöt- una. Það er stórkostlegt hús, byggt 1591 og í garðinum er smærra hús, sem Dickens lét byggja í svissnesum fjalla- kofastíl. Ekki sá ég aörar bækur í bókabúöinni en eftir Dickens, eöa þá um hann. En þótt kallinn sé svona fyrirferö- armikill í minningunni, viröast ekki allir vera með á nótunum í Rochester. Ég spuröi konu til vegar, þegar ég var aö leita aö Dickenshúsi; hún kvaöst vera innfædd þarna og búa þar. En hún hafði ekki hugmynd um þetta Dickenshús. Annars er Rochester iðnaðarborg og hefur teygst til muna frá þessum gamla kjarna. Tólf hótel eru skráð þar, en líklega meira um farandfólk en dvalar- gesti. Eftir að hafa gengið um High Street, notiö blíöunnar og þess aö ganga um hin lúnu steinþrep, fengum viö úrvalskaffi í Ye Olde Tea Shoppe; 500 ára gömlu húsi úr fallegu bindingsverki. Kantaraborg: Mið- bær sem vert væri að taka tii fyrirmyndar Viö höfum líklega verið klukkutíma frá Rochester til Canterbury, eða Kantara- borgar, eins og bærinn hefur oft veriö nefndur á íslenzku. Hægt er að fara hraöbrautina M2, sem liggur aöeins lengri leið, eða einskonar sveitaveg, sem er frekar mjór og liggur beint. Ég valdi hraöbrautina, því þarna í austurhluta Kent er fátt aö berja augum annaö en skógur og akrar. Vilji maður hinsvegar fara rólega, er hægt að halda sig á þeirri akrein, sem lengst er til vinstri og þá komast þeir framúr, sem vilja. Hraðinn er þó alisstaöar greiöur; varla ekiö hægar en á 80, þar sem hægast gengur, Rye var fyrrum mikið sjóræningja- og smyglarabæli. Nú er bærinn fríösældin sjálf, blómin teygja sig upp eftir fornum veggjum — og fræg eru tehúsin við hinar gömlu og steinlögóu götur. héraðið Kent; ávalar hæöir og gnægö af skógi, en akrar teknir aö blikna. í laugar- dagsumferöinni veröa lítilsháttar tafir í út- borgum London, en gengur greitt, þegar komiö er á A2, sem flytur strauminn aust- urúr. Og eftir þægi- legan ökutúr í hálfan annan tíma er Roch- ester framundan og þar er sjálfsagöur hlutur að gera stuttan stanz.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.