Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 15
húsa í Víöishúsinu; þar var hann nokkra vetur við nám og naut tilsagnar Kjartans Guöjónssonar og Ásmundar Sveinsson- ar. Hann var aö auki í einkatímum hjá Eggert Guömundssyni og Ásgeiri Bjarn- þórssyni og aö eigin sögn læröi hann mest þar. Hann fór líka aö hugsa sér til hreyfings og þá meö þaö fyrir augum aö afla sér framhaldsmenntunar erlendis. Um þessar mundir munu flestir hafa haldið til Danmerkur þeirra erinda, en Guðmundur frétti, aö Akademíiö í Höfn væri orðið dálítið þreytt og því fór svo aö hann fékk augastað á ítölskum skólum. „Fleiri en einn höföu bent mér á skóla í Florenz, Erró þar á meöal,“ sagöi Guömundur Karl. „Þessi skóli heitir Academia di Belle Arti e lisio artistico. Ég var þar í fjögur ár og tók þaðan burtfararpróf 1964. Ekki hafa allir lista- skólar þann hátt á aö útskrifa meö lokaprófi, en þaö er þó gert í rómönsku löndunum. Áöur en ég hélt utan, var ég lítið búinn aö læra í ítölsku, en þaö kom ótrúlega fljótt að tala málið. Reyndar fór svo, aö þetta varö örlagarík ferö og meira uppúr henni aö hafa en að læra eitthvað til viðbótar í myndlist og tala ítölsku. Ég kynntist nefnilega konunni minni eftir aö hafa veriö þar syðra um eins árs skeiö, — og dóttir okkar fæddist í Florenz. Konan mín heitir Elisabeth Hangartner Zandomeni og er af þýzkum, ungversk- um og ítölskum uppruna. Og vegna þess aö viö byrjuöum búskap í Florenz, höfum viö haldiö þeirri venju aö tala ítölsku saman, enda þótt Elisabeth tali reiprennandi íslenzku. Reyndar starfar hún sem málakennari viö Hamrahlíö- arskólann; kennir þar bæöi viö mennta- skólann og Öldungadeildina. Þaö er dálítið óvenjulegt málaástand hér á heimilinu. Konan og dóttirin tala yfirleitt saman á þýzku, en þegar við dóttir mín og ég tölum saman, þá er það á íslenzku. En þegar viö erum hér öll saman komin og tölum saman, þá veröur þaö venjulega á algerum hræri- graut úr þessum málum — nema aö sjálfsögðu, þegar gestir eru hjá okkur, hvort heldur þaö eru íslendingar eða útlendingar. Þá tölum viö þaö mál, sem gesturinn talar. „En akademíið í Florenz — var þaö ekki „þreytt“ eins og mér skilst aö þau hafi orðiö meö tímanum æöi mörg?“ „Hvert akademí stendur og fellur meö þeim kennurum, sem þar starfa; veröur hvorki betra né verra en þeir. Og akademíiö í Florenz var eins og önnur slík, þar var áherzlan á heföbundin vinnubrögö. Mín skoöun er sú, að þannig eigi þetta að vera; í svona skóla er ekki vettvangur fyrir tilraunir og leikaraskap. En þaö er samt ekki beint hægt að segja, aö þar hafi verið kennd forn vinnubrögö, þótt gömul hefö setti vissulega svip sinn á kennsluaðferöir. Til dæmis var lögö gífurleg áherzla á anatómíu og maöur var strax spuröur um kunnáttu í henni. Ég gat víst ekki annað en látiö lítiö yfir þeirri þekkingu héöan aö heiman. Námiö í anatómíu tók yfir fjögur ár og nemendur gátu fengiö aö komast í krufningar á spítala en ég sleppti því. Eg kunni ágætlega viö ítali og var ekki beint var viö þá galla, sem þeim eru oft eignaöir. Og ég held aö þeir séu aö minnsta kosti eins heiöarlegir og aðrir. Til dæmis um þaö get ég nefnt, aö þrisvar týndi ég peningaveskinu mínu meö talsverðum peningum og alltaf skiluöu finnendur því á lögreglustöö og án þess aö krefjast fundarlauna. Þetta var eftirminnileg dvöl eins og augljóst er Hafnarfirði I ,•-/ , I M m II |I <|i Jpnk **. teciiftMr álf lÉTxi *■■"'*■ y ^ jt4PHHE' fyrir mann norðan af íslandi. Og sumt kom á óvart; ekki sízt veturinn og kuldinn, sem þá gat oröiö. Til dæmis varö veturinn 1962 einmuna kaldur. Þá geröi 10 stiga frost, sem þykir jafnvel sæmilega frost hér á íslandi. Ég bjó þá í turnherbergi, sem var ágætlega rúmgott og haföi vinnustofu þar. En meiniö var, aö þegar frostiö varö 10 stig utan dyra varö einnig 10 stiga frost inni hjá mér. Og þá fyrst varö maöur aö klæöa sig fyrir alvöru, þegar fariö var í rúmið." „Á þessum tíma var töluverð gerjun í ítalskri nútímalist. Ég sá þaö á Biennalnum í Feneyjum 1964; þar var stór og eftirminni- leg sýning á ítalskri samtímalist og ég man sérstaklega eftir Renato Guttuso og Cremonini, en verölaunin fékk sá ameríski Robert Rauschenberg og allir eru þeir orönir stórfrægir menn núna. En þú hefur ekki beint laugaö þig uppúr þeim lindum?“ „Ég haföi kynni af ítalskri samtímalist eins og hún var þarna á sjöunda áratugnum, en hún hreif mig ekki nóg. Þá var mikiö um abstrakt expressjon- isma til dæmis. Ég hef ekkert á móti honum sem liststefnu og get oröið hrifinn af þess konar myndum. En mig iangar ekki til aö mála þannig sjálfur." „Já, það veröur víst hver aö fljúga eins og hann er fiöraður og þitt fiöur hefur ekki staðið til þessara hluta. En svo varst þú á Spáni í annan tíma?“ Já, þaö er rétt. Ég fór haustiö 1964 og var framá áriö 1965 í Barcelona viö nám í málverkaviögeröum. Þaö er sérgrein; í rauninni sérstakt fag, sem ekki er kennt í listaskólum almennt. Viö viögeröir er notuö alveg sérstök tækni; þá læröi ég til dæmis að rífa litina og mála meö samskonar tækni og þessir gömlu. En við læröum líka að hreinsa myndir, sem orðnar eru upplitaöar af reyk og óhrein- indum aldanna og þá geta hreinlega komiö í Ijós nýjar og ferskar myndir, þagar búiö er aö fletta óhreinindunum af. Hér fyrr meir og framá þessa Öld var siður aö fernisera myndir og þaö var gjarnan gert við upphaf sýningar til dæmis. Þessi fernishúð hlífir myndinni síöan og án hennar væri erfiöara aö hreinsa myndina síöar meir. Yfirleitt sleppa málarar því nú oröið aö fernisera myndir; þaö á aö gera endanlega, þegar málverkiö er 6 mánaöa gamalt. Þessar myndir verður síöur hægt aö hreinsa síðar meir. Auk þess er mikiö af brennisteinsvetni í andrúmsloftinu hér vegna hveravatnsins og þaö vinnur meö tímanum á þeim litum, sem innihalda blý.“ „Er eftirspurn hérna eftir hreins- un og viögerðum á málverkum?“ „Já, töluverð eftirspurn og oftast vegna þess aö óhapp hefur átt sér stað; málverk dottiö niöur, eða eitthvaö rekizt í þaö og farið í gegn. Það sem fólki kemur oftast í hug, er aö fara meö málverkið til einhvers listmálara, sem kannski límir pjötlu aftaná og málar yfir blettinn eöa rifurnar. Því miöur dugar það ekki og sker sig alltaf úr, þegar frá líöur. Og þá getur oröiö hábölvaö aö gera viö þaö af viti. Þegar um gamla olíumynd er aö ræöa, getur aldrei gengiö aö framkvæma viðgerð meö venjulegum olíulitum.“ „Telur þú þig lifa af listinni, bæöi því sem þú selur af málverkum, svo og viögerðunum?“ „Ef þú meinar, hvort ég geri ekkert annaö, þá er svariö neikvætt. Aöalvinn- an er viö þetta, en ég hef um árabil veriö teiknikennari viö Iðnskólann í Reykjavík; 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.