Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 12
Guðmundur Jörundsson útgerðarmaður rifjar upp hættuför á stríðsárunum: Viö þessa reynslu opnaðist mér furöu- heimur, sem mér var áöur ókunnur, en þaö var þegar vélin í eitt skiptiö kom mjög nærri skipinu og skyttan miöaði á okkur byssunni. Þá hefði ég í sjálfsvörn ekki fundið fyrir því aö skjóta manninn. Já, þannig eru eflaust áhrif styrjaldanna. Veður var nú hiö bezta það sem eftir var leiöarinnar. Þegar til Fleetwood kom geröi ég þau mistök að segja tollvörðunum frá heimsókn vélarinnar. Það haföi þaö í för meö sér aö ég var kallaður til yfirheyrslu hjá hernaðar- yfirvöldum staöarins. Ætlaöi þeim aldrei aö Ijúka og eyöilagöi þann stutta tíma sem ég ætlaði aö hafa til verzlunar fyrir fjölskyldu mína. Um kvöldiö komu hermenn meö vélbyssu og skotfæra- kassa um borð og sögöu mér aö skjóta hverja þá flugvél sem kæmi inn fyrir 500 yarda frá skipinu. Svo mörg voru þau orö. En viö íslendingar hlógum. Aö lokinni löndum á fiskinum, sem seldist fyrir mjög gott verö, var framkvæmd bráðabirgðaviö- gerö á skipinu, sem reyndist ágætlega. Næsta dag var ráögert aö fara til Runcorn, sem er lítill bær skammt frá Liverpool og sækja þangað saltfarm. Á flóöinu þann dag átti hafsögumaöurinn aö koma og fara meö okkur til Runcorn. Þegar fara átti af stað, neitaði hafsögumaöurinn aö fara, þar sem hann kvaöst hafa frétt af ferðum kafbáta inni í kanalnum. Þá var ekki um annað aö ræöa, en aö treysta á sjálfan sig og viö lögöum af staö. Enginn radar var þá kominn til sögunnar og enginn dýptarmælir var í skipinu, þar snerist því alit um kompásinn og handlóöiö. Hafnsögumaöur- inn í Fleetwood haföi gefiö okkur upp staö, þar sem vitaskip átti aö vera staösett. Ennþá var sótþoka og skyggniö aöeins fáir metrar. Allt í einu kom gamall brezkur togari út úr þokunni. Ég baö skipstjórann aö gefa mér staðarákvöröun. Hann skelli- hló og sagöi: „Hefuröu hugmynd um hvar þú ert staddur?" Nei, ekki nægilega vel. Þá sagöi hann „Viö erum á miöju tundurdufla- beltinu.“ Síöan gaf hann mér stefnu og fjarlægö til vitaskipsins, sem var þar skammt frá. Já nú var gott aö vera á grunnristu skipi. Nú komum viö aö fær- eyska skipinu „Tvej syskin“, sem var þá á sömu leiö og viö aö sækja saltfarm. Ég renndi upp aö hliö skútunnar og sagöi skipstjóranum hvernig málin stæöu, en nú skyldum viö flýta okkur áöur en fjaraöi út. „J6, já du skal bara fara fyrst ég kemur 6 eftir, gamlir Þetta gekk allt aö óskum og viö komumst báöir á ieiöarenda óskaddaö- ir. Þegar viö á m/s Kristjáni voru komnir í skipastigann, sem er neðan viö Runcorn, og biöum þess aö hólfiö í stiganum fylltist, heyrum við aö bölvaö er á íslenzku upp á Frh. á bls. 16. Kristján EA 390 á Eyjafirði fiugvél, ísing Allt hjálpaðist að: Kafbátur Guðmundur Jörundsson 28 ára gamall árið 1940. og leki Á vetrarvertíðinni 1940 stunduöu nokk- uö mörg íslenzk fiskiskip flutning á ísuðum fiski frá Vestmannaeyjum og fleiri stööum til Fleetwood í Englandi, þar á meöal m/s Kristján frá Akureyri, sem ég undirritaöur var skipstjóri á. Sjóferö sú sem nú skal frá greina, var einhver háskalegasta, sem ég uppliföi á 25 ára skipstjórnartíö minni hófst frá Vest- mannaeyjum þ. 28. marz 1940. Veður var suövestan 8 til 10 vindstíg meö tilheyrandi rigningu. Fjögur skip lágu í höfninni fullfermd og feröbúin meö úrvals fisk, sem Bretar biöu eftir aö fá á matboröiö í sínum matarskorti. Ekkert skipanna virtist ætla aö leggja í aö fara út um hafnarmynniö, enda voru hafsögumenn í miklum vand- ræðum venjulega þegar illa viðraði og erfitt var að komast úr skipunum í hafsögubát- inn á staðnum. Þennan sama dag haföi ég haft sam- band viö umboösmann okkar í Fleetwood, Þórarinn Olgeirsson, og ráölagöi hann mér eindregiö aö leggja áherzlu á aö brjótast út til aö komast á markaöinn, sem hann sagöi aö yröi fiskláus. Ég hélt því á fund hafnsögumanns og spuröi hann ráöa og hvort hann teldi ekki fært út úr hafnar- mynninu og ennfremur hvort hann mundi leyfa mér aö fara án hafnsögumanns. Okkur samdi ágætlega og varö þaö aö ráöi að ég freistaöi þess aö fara úr höfn. Veðurofsinn var enn svipaður og áöur, enda var Ægir gamli óspar á hnúta og hnykla, sem hann lét yfir skip mitt ganga. Fátt bar nú til tíöinda næstu tvo sólar- hringa. Veörið hélst svipað, en sjólag batnaöi eftir því sem viö fjarlægöumst landgrunnskantinn. Um nóttina 30. marz vakti 1. vélstjóri mig og segir lensidælu skipsins ekkf hafa undan miklum leka, sem kominn sé aö skipinu. Lét ég strax hægja á aöalvélinni og halda skipinu í andófi. Þá reyndum viö stýrimaöurinn og ég aö komast framí þar sem okkur grunaöi að lekinn kynni aö vera meö „klussi" á bakborða, sem „patentakkeri“ var í. Þegar niöur í lúkarinn kom, heyröist hviss í hvert sinn þegar skipiö hjó í báru. Þaö fyrsta sem gera þurfti var aö ná akkerinu úr „klussinu“ og þaö tókst meö því aö snúa skipinu undan veðrinu. Greinilegt var aö timbur- byröingur skipsins var fúinn kringum „klussiö". Röktum viö þá sundur kaöla til þess aö fá hamp, böröum við hann niöur meö „klussinu“, skárum síöan sundur lóðabelgi og negldum þá yfir kampinn. Lekinn virtist næstum búinn. Var því sett á fulla ferö og allt virtist í lagi. Næsta sólarhring var vindur orðinn suölægur u.þ.b. 7 vindstig. Ganghraöi skipsins var nú í kringum 5—6 hnútar. Hvaö um þaö, viö nudduöum þó í rétta átt. Kl. 1 næstu nótt kom mikill leki aö skipinu. Ég lét minnka feröina og skiptum viö meö okkur vöktum á handdælunum og þannig gekk fram í birtingu, en þá batt ég um mig línu og krafsaði mig fram meö öldustokkn- um þar til ég kom fram aö lúkarskappan- um. Sá ég þá aö kappinn hoppaöi upp og niöur hvert sinn sem skipiö hjó í báru. Nú kom sér vel aö er ég lagöi af staö frá Akureyri í ársbyrjun haföi ég látiö smíöa eikarslagbranda og járn-teina, sem þving- uöu kappann niöur í sitt sæti. Ennþá varö aö snúa skipinu undan veörinu á meöan viö reyndum aö þétta lekann á kappanum. Viö mökuöum koppafeiti á milli bita og kappa og þrælhertum svo slagbrandana. Þetta tókst og lekinn varö sáralítill. Til gamans vil ég geta þess, aö nótt eina, áöur en ég fór af staö frá Akureyri, dreymdi mig kappaskömmina. Draumurinn var nú ekki merkilegri en svo aö mig dreymdi aö kappinn var nýtjargaöur, en skipiö sjálft allt hvítmálaö. Þaö var auövelt aö ráöa þennan drauminn, enda var þaö mitt fyrsta verk morguninn eftir aö láta smíöa umrædda slagbranda meö sínum búnaöi. Mér hefur síöan sýnst aö sú smíöi hafi orðið okkur til lífs. Veöur for nú batnandi og allt lék í lyndi. Á fjóröa sólarhring eftir aö viö kvöddum Vestmannaeyjar komum viö í írska kanal- inn. Komin var himinblíöa og hvergi sást skýhnoöri á lofti. Allt í einu heyröist feiknarlegur hávaði. Sá ég þá aö flugvél haföi rennt sér fram meö skipinu í 50 til 60 metra fjarlægö. Tók vélin stóran sveig og kom nú öskrandi og stefndi aö skipinu. Kallaöi ég til karla minna aö flýta sér í skjól. Áöur en ég beygði mig niöur, sá ég glöggt andlit þeirra manna, sem viö stjórn flugvél- arinnar voru ásamt manni, sem sat viö byssu, og sá ég greinilega nasistamerki á hlið flugvélarinnar. í næstu atrennu spann vélin sig hátt yfir skipiö. Þá sagöi kokkur- inn, sem var norskur, „Guömundur, nú skulu helvítin henda sprengin". Nei, þaö létu þeir vera, en komu ellefu feröir að skipinu án þess þó aö gera okkur nokkurt mein. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.