Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1981, Blaðsíða 6
Cahier nummer 22 Europese reeks nummer 3 Dichters en Dichtkunst Uit Europa Poétes et Poésie d’Europe Poets and Pcetry írom Europe Dichter und aus Europa 1950 - 1980 Ljóöin birtust í Evrópu- Ijóöum 1950—1980 og voru upphaflega ort á ís- lenzku. Höfundurinn snar- aöi þeim á ensku, en Roberto Sanesi hefur þýtt þau ítölsku. Lesbók mun engu aö síöur áfram sem hingaö til halda sig viö þá reglu aö birta einungis Ijóö á íslenzku, — þýðingar þessara Ijóöa á ensku og ítölsku eru einungis látnar fljóta meö til gamans fyrir þá lesendur sem þykir forvitnilegt aö kynnast sama Ijóöi á þremur tung- um. Thor Vilhjálmsson VINDURINN Vindurinn láttu hann hefja þig upp á sinn stórvaxna einmana meið á háa prúöa grein og þyrla þér íþyti laufs þeyta þér síöan til jarðar niður ekki til að kremja þig emja uglur þöglar varla þá svo hann lemji þér ekki við skýin svörtu þegar máni bryddar þau ósviknu silfri og rekur þau áfram í æöi og einsamleika EF OG ÆTÍÐ Ef og ætíö angist vígöur í ryklausu tómi seytla lát banvænt ar á barminn holdugra matróna í nótt í angist iórast skaltu synda sem aðrir drýgðu glatt á hillum glotta hauskúpur í djúpum kjöllurum hrapa hvirflast marklaust um hyldjúpt sund til jarðar í hríöarkófi hreggi innsækinna geisla að deyða þá djörfu ó heigull í hugsun þinni huglausir menn rísið rísið og óttist yðvara endalykt THE WIND The wind let the wind take you upon his big lonely tree and whirl you in the rush of leaves and throw you down not to crush you against the black clouds when the moon rims them with solid silver driving them past in fury and loneliness IF AND EVER lf and ever never brought to pain in dustless void shover piles of deadly grains to fleshy matrons bosom you tonight in anguish shall repent the sins of others skulls on shelves in cellars grin spin to ground with no avail through hail hail of ingrown rays to kill the brave cowards of the mind rise rise to fear your own extinction IL VENTO II vento lasciate che il vento vi prenda sopra il suo grande albero deserto vi faccia roteare nel gorgo delle foglie vi scaraventi giú non per spezzarvi contro le nuvole nere quando la luna le orla di solido argento conducendole via furiosamente e in solitudine estrema SE E SEMPRE Se e sempre mai condotto a sofferenza in vacuo senza polvere ammucchi mucchi di funebri granelli su seni flaccidi vasti di matrone stanotte nell'angoscia ti pentirai dei peccati degli altri su ripiani in cantina crani ghignano che rotolano a terra senza aiuto e fra i saluti saluti di raggi nati da dentro ad uccidere eroici codardi della mente sorgerai sorgerai per temere la tua estinzione stessa Sigurður Skúlason magister Nokkur aðskota- orð í íslensku BEGÓNÍA, skáblaö, ættkvísl plantna úr heitum löndum (OM). Þessi vinsæla skrautjurt er heitin eftir frönskum manni, Bégon aö nafni. Þ. Begonie, d. begonie, e. begonia. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1931 (OH), en er auövitaö talsvert eldra í talmáli eins og gengur. BIBLÍA, heilög ritning (OM). Sumir rita biflía og telja þaö réttari rithátt eftir stafsetningarreglum nútímaíslensku. Orðiö er komið af biblia í grísku sem merkir: bækur og er fleirtala af biblion, smækkunarorömynd af biblos sem merkir: papyrusbörkur og dregur nafn af hafnarborginni Byblos í Fönikíu, en þangaö var papyrusinn fluttur frá Egyptalandi. Þ. Bibel, d. bibel, e. Bible. Oröið finnst í ísl. fornmáli og merkir þar bók sem er skrifuð á latínu (Fr.). BÍLÆTI, mynd, aögöngumiði (OM). Orðið er komið af billet í frönsku sem hefur ýmsar merkingar, m.a. lítiö bréf og aögöngumiöi (billet d’entrée), en á rót sína aö rekja til billa í miðaldalat- ínu. Þ. Billet, d. og e. billet. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1547 (OH). Oröið bílæti í merkingunni mynd finnst í ísi. forn- máli. Þaö hét í fornensku bilæti (Fr.). BILLJÓN, milljón milljónir (OM). í Frakklandi og Bandaríkjunum merkir þetta orö: milljaröur, þ.e. þúsund milljónir. Þaö er komiö af billion (eldra bi-million) í frönsku. Þ. Billion, d. og e. billion. finnst í ísl. ritmáfi frá árinu 1865 (OH). BINGÓ, sérstakt spil með mörgum þátttakendum þar sem úrslitin velta á merktum kúlum serrTvél velur úr (OM). Þetta spil halda menn aö sé komiö frá Englandi, en um uppruna heitis þess vita menn lítið. E. og d. bingo. Þaö hefur tíðkast í ísl. tal- og ritmáli síöustu áratugina. BÍÓ, kvikmyndahús (OM). Oröiö er stytting á biografteater. Bíó er komið af gríska oröinu bios sem merkir: líf, sbr. oröin lifandi myndir eins og kvikmyndir voru fyrrum nefndar. D. bio. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1911 (OH). BISKUP, æösti maöur kirkjunnar í stifti eöa biskupsdæmi (OM). Oröiö er komiö af episkopos í grísku og merkir: eftirlitsmaöur, lat. episcopus. Þ. Bisch- of, d. biskop og bisp, e. bishop. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). Þar finnst einnig so. biskupa (þ.e. ferma) börn. BLÝANTUR, ritblý (OM). Oröiö er komiö af blyant í dönsku sem hét áöur blyantspen og blyertspen af blyerts sem merkir blýmálmur. Á sænsku heitir blýantur blyerts og blyertspenna. Oröiö finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1641 (OH). BOBÍNET, ofiö efni, líkt og knipl- ingar, m.a. haft í gluggatjöld. Orðiö er komið af bobbinet í ensku, dregið af bobbin sem merkir: spóla, en þaö orð er komið af bobine, spóla, í frönsku. d. bobinet. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1899 (OH). BOX, pósthólf, bankahólf, dós, málmkassi; lestarhólf (OM). Oröiö er komiö af buxis í latínu, gr. pyksis og merkir: askja úr sortulyngsviði. E. box (sem merkir m.a.: sortulyngsviöur), þ. Box, d. boks. Finnst í ísl. ritmáli frá seinni hluta 18. aldar (OH). BOX, hnefaleikar, boxa, slá meö krepptum hnefa, boxari, hnefaleika- maöur (OM). Þessi orö eru komin úr ensku þar sem þau heita í sömu röö: boxing, box, boxer; d. boksing, bokse, bokser. No. box og so. boxa finnast í ísl. ritmáli skömmu fyrir aldamótin 1900 (OH). BOLSÉVÍKI, meirihlutamaöur í rússneska jafnaðarmannaflokknum fyrir byltinguna 1917; kommúnisti (OM). Oröiö er komiö af bolsjevik í rússnesku, en þaö er dregiö af bolsje sem merkir: meiri. Þ. Bolschewist, e. Bolshevik, d. bolschevik og bolchevik. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1924 (OH). BÓNUS, aukaútborgun á aröi fyrir- tækis (einkum tryggingafélags til hinna tryggöu) (OM). Oröiö er komiö af bonus, góður, í latínu. D. og e. bonus. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1897 (OH). BÓRAX, burís, bórsúrt natríum, not-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.