Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 3
ÚR MÍNU HORNI Margt er smátt í vettling manns Þegar þú sérð þessar lín- ur, lesandi góður, verður skammdegið komið fyrir alvöru, en alllangt er síðan þessi pistill var færður í letur. Mér er efst í huga, að ég er að koma ásamt föru- neyti úr vikulöngu ferða- lagi norður og vestur um land, ekki komum við þó á Vestfirði. Dalvík, hinn vinalegi og velbyggði útgerðarbær við Eyjafjörðinn, var meðal þeirra staða sem við litum augum. Þangað hafði ég ekki komið síðan sumarið 1936. Þá átti svo að heita að ég væri ráðinn þar um tíma í heyvinnu. Það var á bæ í úthverfi þorpsins, sem Karlsá heitir. Ég kunni reyndar lítið til þessara starfa, hef aldrei lært að brýna ljá. Það var endalaus rigning allt sumarið og helsta frægðar- verk mitt var að leiða kvígu undir naut. Átti sá góði tarfur heima á þeim bæ er lengi fyrr og síðar hefur heitið Böggvinsstaðir. Ung stúlka var mér fengin til halds og traust, eða ég henni, man ekki hvort var. Hún var úr Skagafirði. Það var ausandi uppstyttulítil rigning. Bæði vorum við illa til fara og því holdvot. Ég var dauðhræddur um að þetta ferðalag yrði til lítils gagns, eins og flest annað sem gert var þetta sumar. Bolinn stóð sem feitur velhaldinn embættismaður á bási sínum og virtist lít- inn áhuga hafa á því að skreppa út í forina á hlað- inu. Allt gekk samt vel og leiðin heim var örlítið styttri en hin. Búskapurinn þetta kreppusumar gekk illa á Karlsá, eins og á flestum bæjum á íslandi. Húsbónd- inn var síldarskipstjóri og það var síldarlaust. Loks var mér sagt að hætta mín- um barningi fyrr en ætlað var. Og til þess að ég færi ekki meiri erindisleysu norður en nauðsynlegt var fékk ég vinnu hjá góðum manni á Dalvík við að mala harða þorskhausa og hryggi í svokallað fóður- mjöl. En síðan þetta var hefur mig alltaf langað til að koma til Dalvíkur augnablik í góðu veðri. Það tókst. — Ekki sagði ég þó orð við nokkurn mann, enda ekki ástæða til. Þetta á ekki að verða ferðasaga. Við komum í mörg þorp á þessari tæpu viku. Állsstaðar var líf og starf, allsstaðar voru falleg og myndarleg hús. Ekki virtist mér verr um gengið úti á landi en í byggðum hér syðra. 'Fallegustu byggðastæðin, landslag og útsýni eru á Akureyri, Stykkishólmi og í Borgar- nesi, finnst mér. En eyði- býli í sveitum þyrfti að hreinsa og enn eru braggar frá stríðsárunum, sem mættu hverfa. Eitthvað er enn áfátt um þjónustu við ferðamenn. I ferðahandbókum er vísað til gististaða, en þegar þangað er komið, getur bara staðið á læstri hurð: Lokað. Á einum slíkum urðum við, þreytt eftir langa dagleið, að bæta á okkur nýjum fjallvegi og fara yfir svæði í myrkri, sem við höfðum ætlað vel hvíld að sjá í björtu. Annað vil ég aðeins nefna í sambandi við þessa ferð. Það mætti vekja meiri og betri athygli en gert er á byggðasafninu á Glaumbæ í Skagafirði. Þar er kirkju- staður og prestsetur, og varðveittur mikill torfbær, frá 18. öld elstu hlutarnir. Það er allmikið safn og bærinn merkilega vel útlít- andi. Þetta er aðeins nokk- urra mínutna bílferð frá Varmahlíð í áttina til Sauðárkróks. Það er opið eftir hádegi á sumrin og ætti að auglýsa þetta vel við þjóðveginn. En það er fleira en gaml- ’ ir munir og gömul hús, sem ætti að hafa til sýnis fyrir ferðamenn. Víða um landið eru til margskonar söfn, myndir, bækur, handrit og skjöl, sem gaman væri að glugga í stund úr degi. Það mætti skipuleggja þetta betur. Og ótækt er það, að fólk sem vill og getur greitt fyrir þjónustu, skuli þurfa að hrökklast burt án þess að fá nokkursstaðar ein- faldasta næturskjól. En ég ætlaði að þessu sinni að víkja úr einu í ann- að. — Islendingar hafa orð fyrir að vilja eyða miklu fé og fyrirhöfn til þess að geta átt góð og skemmtileg húsakynni og heimili. Við viljum hafa snyrtilegt í kring um okkur, úti jafnt sem inni. Við gefum mikið fyrir gott útsýni. Þetta er eðlilegt. Við búum í veðra- sömu og köldu landi, við umhleypingasamt veður- far. En höfum við nú samt ekki margir hverjir verið hirðulausir og hálfgerðir sóðar í umgengni við nátt- úruna og þann almenning sem er allra? Fyrir mörgum árum þurfti ég að kaupa eitthvað í aðalviðskiptaverslun okkar í Kópavogi. Á plan- inu fyrir framan verslun- arhúsið voru margir bílar. I einum þeirra beið ung kona, en einhver af fólkinu hennar var inni í búðinni. Þegar ég gekk framhjá kom út um bílgluggan gusa úr öskubakka, sem fest var við mælaborðið, og síðan kom innihald annars bakka. Við bílinn var þá komin myndarleg hrúga af vindlingastubbum, vindla- endum, ösku og samanvöðl- uðu bréfi. Ég nam ósjálf- rátt staðar og spurði kon- una, hvort henni væri sjálfrátt að gera þetta. Hún svaraði eitthvað á þá leið, aö það munaði ekki mikið um þetta í skítnum sem fyrir væri. Ég sagði: Myndi þér þá nokkuð bregða við þó ég tæki mig nú til og týndi upp það sem hönd á festi og varpaði því aftur inn í bílinn til þín? Þá var fátt um svör. Ég þekkti ekkert þessa konu og von- andi hún ekki mig. Við höf- um sjálfsagt aldrei sést fyrr eða síðar. En þetta at- vik hefur fest mér í minni. Það getur stundum vaf- ist fyrir okkur hinum eldri og ráðsettu að kyngreina unga fólkið. í sætinu fyrir framan okkur í strætis- vagninum höfðu setið tvö ungviði, klædd eins og nú á við. Þegar þau fóru var sagt: — Voru nú þetta tveir piltar, tvær stúlkur eða sitt af hvoru tagi. — Mér sýndist nú annað þeirra vera með dálítið skegg. Ætli það hafi ekki verið strákur? Jón úr Vör. staðabardaga. Kolbeinn gerðist aldrei hirðmaður konungs og virðist ekki hafa verið ýkja hall- ur undir Hákon. Þegar konungi þykir það sýnt að ekki sé að treysta á Kolbein, gefur hann Þórði leyfi til útfarar, til að hefna harma sinna á Kolbeini. Þetta er aðeins hugsanleg skýr- ing, sem engin heimild er fyrir á þeim drætti, sem varð á því að Þórður hafi fengið útfararleyfi. „Hvergi er þess getið,“ segir Nordal í íslenzkri menningu, bls. 331, „að Þórður skyldi reka þar konungserindi." Sagan sýnir líka, að hver svo sem meining Hákonar hefur verið með því að veita loks Þórði útfararleyfi, þá var Þórður kom- inn til að hefna föður síns og bræðra og reisa við merki ætt- arinnar. Þórður hefði eflaust viljað vera kominn fyrr þeirra erinda til Islands, en hann var hirð- maður Hákonar konungs og það tjóaði ekki að sigla út í óþökk hans, það sýndu örlög Snorra Sturlusonar. Þórður hefur og vitað, að sér myndi verða nógu erfið baráttan við Kolbein unga, þótt það bætt- ist ekki við, að hann væri í ónáð konungs svo áhrifamikill, sem konungur var orðinn á íslandi og hirðmannseiðurinn lá auk þess á Þórði. Þórður kakali hefur því orðið, hversu þungt sem honum var það, að bíða fararleyfis Hákonar konungs. Nú tekur það sögubrot við, ár- ið 1242, sem bjargaðist úr Þórð- arsögu og það er af þessu stutta sögubroti, sem nær aðeins yfir fimm ár af ævi Þórðar, sem við getum gert okkur grein fyrir manninum. Hann er lengst af á flótta um landið undan Kolbeini unga, en á þessum hrakningum, fáum við af Þórði glögga mynd. I þessum harðræðum birtast kostir hans og gallar. Hann er maður mikilla geð- hrifa og á sínar vonleysisstund- ir, þegar honum sýnast öll sund lokuð, en svo kemur hann aftur stuttu síðar inn á sviðið fullur baráttuhugar og kjarkurinn svo óbilugur, að honum sýnist allt fært og ræðst til atlögu við ofur- efli liðs. Og verður nú rakin saga Þórð- ar eftir þessu sögubroti, sem bjargaðist af honum, en þó farið fljótt yfir söguna, nánast ein- ungis til ábendingar fólki að lesa hana í Sturlungu. Hún er þess virði. „Og báðu hann að verða á brottu sem fyrst“ „En er Þórður sá hversu al- þýðu var snúið af hræðslugeði til mótgangs við hann fyrir ríki Kolbeins, svo og að hverjum þótti hann láta sjálfan sig og eignir sínar, ef honum gerðu nokkurn hlut góðan, þá fékk hann sér hest og reið inn til hér- aðs.“ Þar er þá komið sögunni, sem hún var hafin á hér að framan, að Þórður ríður inn Eyjafjörð, en í fylgd með honum, þótt ekki sé getið, hefur verið Snorri Þór- ólfsson, sem var hans tryggur fylgdarmaður, hvernig sem horfði fyrir Þórði. Þórður veit, að hann verður að hafa hraðan á. Það yrði stutt í það, að menn kæmu úr Skaga- firði og riðu mikinn niður Öxna- dal. Ef þeir menn næðu honum í Eyjafirði yrði Þórðarsaga kak- ala ekki lengri. Inni á Grund bjó Sigríður systir Þórðar og Styrmir Þóris- son, maður hennar. Kolbeinn hafði rekið þau hjón þangað, af því að honum þótti þau sitja fyrir njósnum þar sem þau bjuggu áður. En Kolbeini hafði gengið fleira til að setja þau hjón niður á Grund. Svo virðist, sem hann hafi viljað láta heita svo, að hann legði undir sig eignir Sighvats með löglegum hætti. Kolbeinn ræður öllum málum þeirra hjóna, og hafði krafizt þess, að Sigríður kallaði sig erfa Grund eftir Sighvat föð- ur sinn, en Sigríður neitaði því, sagði Kolbein geta að vísu sett sig niður, hvar sem honum þóknaðist, en hann fengi sig ekki til að kalla hana erfa Grund, þegar hún tæki við jörð- inni úr hendi Kolbeins, föður- bana síns. Þegar Þórður kom á Grund, komu þeir til hans Árni ábóti og Guðmundur Gíslason og báðu hann að verða á brottu sem fyrst, því að Kolbeinn myndi senda menn til höfuðs honum, þegar hann vissi útkomu Þórð- ar, en menn Kolbeins, sem voru á kaupstefnu á Gásum, höfðu strax riðið af stað til að segja Kolbeini að Þórður væri kominn til landsins. Grundarmenn ráðlögðu Þórði að leita suður til Keldna, þar sem Steinvör systir hans bjó og hennar maður Hálfdán. Þar væri Þórði helzt skjóls að leita, því að Hálfdán var auðugur maður og ættstór en Steinvör höfuðskörungur. Ekki var annað föruneyti Þórðar úr Eyjafirði „að sinni“ en Snorri Þórólfsson og Grund- armenn fengu Þórði, sem leið- sögumann, Hámund auga. Þeir riðu austur yfir Vaðlaheiði og svo upp hina nyrðri leið á Sand. Þrír tugir manna sendir Þórði til höfuðs Það hafði ekki verið seinna vænna fyrir Þórð að forða sér úr Eyjafirði, því að Kolbeinn sendi þrjátigu manna til Gása og gengu þeir um búðir með brugðnum sverðum að leita Þórðar, en fundu ekki og ætluðu heldur en fara erindisleysu að fóthöggva mann, sem Leifur hét, vin Þórðar og félaga, en kaup- menn báru, að hann væri sak- laus af allri hjálp við Þórð og fengu manninn lausan, en þá rændu Kolbeins menn tvo ís- lenzka menn, Styrkár og Þor- björn skakk til þriggja tuga hundraða, og er þess ekki getið, hvað þeir höfðu til saka unnið. Þegar Kolbeinn frétti, að Þórður væri riðinn suður, sendi hann orð Hjalta biskupssyni og bað hann gæta sín og hafa hend- ur í hári Þórðar. Þórði var vel tekið á Keldum, en Hálfdán bóndi taldi sig alls ómegnan að veita honum lið í vígaferlum, bæði fyrir aldurs- sakir og eins þess, að hann hefði aldrei staðið í miklum stórræð- um um dagana. Þá sagði hann, að Þórður myndi hafa nálega allt landsfólkið á móti sér. Steinvöru, systur Þórðar, kippti í kynið um skaplyndið og eru fræg hennar svör. Hún hótaði bónda sínum, sagði það yrði ekki mikið eftirlæti hennar við hann, ef hann veitti ekki Þórði bróður sínum og lauk sinni ræðu með þeim orðum, að svo yrði þá að fara, „að ég tek vopnin og mun vita ef nokkurir menn vilja fylgja mér, en ég mun fá þér af hendi búrlyklana." „Var Stein- vör þá málóð um hríð.“ „Hálfdán þagði og hlýddi til,“ en sagði svo, að meira myndi til þurfa liðsinnis Þórði en ákafan einan saman. Það varð að ráði með þeim þremur, að Þórður færi til Vestfjarða og leitaði þar eftir, hverjir vildu veita honum. Sagði Hálfdán marga þá menn er harma sína áttu að rétta við Kolbein og Sunnlendinga, kvað þá og gjarnari mundu til ófriðar en sig og sína menn. Hálfdán sagðist mundi ganga í mál Þórð- ar, ef hann fengi þann liðstyrk, sem að einhverju gagni mætti koma. Oddaverjanum kippti í kynið um gætnina. Þá var næst að ríða vestur. Þórður fór með leynd um sveitir sunnanlands. í Skálholti sat Hjalti biskupsson og gætti ríkis Gissurar. Ekki myndi vænlegra að hitta hans menn en Kolbeins fyrir norðan. Framhald í næsta blaði. Ásgeir Jakobsson 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.