Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 4
Æska án móðurástar Sögumaöur minnist hlýlega afa síns, Björnstjerne Björnson og Karolinu ömmu. Hér er skáldið við vinnuborð sitt, sjálfur næstum eins og stytta innanum hinar stytturnar. Mér hefur verið legið á hálsi, að ég segi frá móður minni á niðrandi hátt. En ég reyni að- eins að endursegja sumt af því, sem hún sagði, og lýsa ýmsu af því, sem ég hef séð og lifað. Hreinskilnislega. Og ég viður- kenni, að ég fór á mis við þá móðurást, sem aðrir tala um, og kannski fann ég meira fyrir því, af því að ég átti heldur engan föður. Ég var oft einmana. En ömmu átti ég. Og henni ynni ég. Maðurinn í drossíunni Ég var á þeim aldri, þegar all- ir aðrir eiga fínni hluti en við. Foreldrar annarra krakka óku um Avenue du Bois í gljásvört- um rafmagnsbílum, og bílstjór- inn sat í háu sæti bak við lóðrétt stýrið. Þegar hann stöðvaði bíl- inn og opnaði dyrnar fyrir hefð- arfólkinu, tók hann ofan flóka- hattinn með skrautlega merk- inu. Forseti Frakklands, Loubet, með hvítt alskegg, stýrði sjálfur hestunum tveimur fyrir opna vagninum sínum. Við létum aldrei hjá líða að hlaupa fram á gangstéttarbrún og heilsa virðu- lega, og hann lyfti alltaf pípu- hattinum sínum. Sarah Bernhardt sat ein í allri sinni tign í bólstruðum vagni og stýrði hestunum tveim með glæsibrag. ... Svo var það eitt sinn að áliðnum degi, að við vorum á gangi með Émmu á Avenue du Bois, að maður hallaði sér út um glugga á drossíu, sem ók fram- hjá okkur. Hann hrópaði í sí- fellu nöfn okkar, hvarf svo aftur inn í bílinn og lokaði gluggan- um. Bíllinn hélt áfram, eins og ekkert hefði gerzt. Hvorki Arne eða Emma létu sem þau hefðu heyrt neitt, en þó sýndist mér Emma vera skrítin á svipinn. Ég var viss um, að þetta hefði verið rödd Alberts. Ég var á báðum áttum, þegar ég sagði móður minni frá þessu um kvöldið. — Bull, var svarið, en henni virtist alls ekki sama. Þetta þjáði mig lengi. Ég vaknaði stundum á nóttunni og gat heyrt röddina, þegar allt var kyrrt og hljótt. Var þetta niður- bæld löngun éða ótti um, að hann myndi koma og taka mig? Fyrir mér varð faðir minn tveir menn: hinn blíði og bjartleiti og hinn ókunni, vondi og skugga- legi maður frá Múnchen, sem átti að senda okkur til, ef við værum ekki þægir. Draumurinn um Aulestad Ég stækkaði, og alltaf var Aulestad í huga mínum sem paradís á hinum löngu og leið- inlegu vetrum í París. En það var svo óendanlega langt þang- að, svo langt að það var það lengsta, sem ég gat ímyndað mér. Það sem var þar fyrir handan, var engin ástæða til að velta fyrir sér. Ég gat látið mig dreyma, að ég væri þar um hásumar. Þar voru fyrst og fremst amma og afi, amma með augun svo blíð, dillandi rödd og hlýjar og mjúk- ar hendur, sem struku mér. Og afi, sem brosti svo breitt, þegar við bárum vandamál okkar und- ir hann, en varð oft svo illúðleg- ur á ,svip, þegar fullorðna fólkið var að vonzkast út í „drengina". ... Ferðin þangað tók þrjá sólarhringa í þá daga með gist- ingu í svefnvagni eina nótt og aðra í Kristíaníu. Morguninn eftir var haldið þaðan frá Öst- banestasjonen á fyrsta farrými í klefa bólstruðum með plussi. Þjónustufólkið var á öðru far- rými. Á þriðja farrými var ekki hægt að vera. Þar sat fólk, sem talaði gausdölsku, reykti pípu, tryggði skro og spýtti og angaði af fjósalykt. Lestin hafði viðkomu á mörg- um stöðum á leiðinni, og það var nær óþolandi, hvað hún gat beð- ið lengi á hverjum stað. Það breytti engu, þótt ýtt væri á hana af öllum sálarkröftum að innanverðu. Hún hreyfðist ekki, fyrr en flautað var. Og svo komum við loksins eft- ir óratíma, örþreyttir af óþol- inmæði, inn á járnbrautarstöð- ina í Fáberg. En tilsýndar höfð- um við þegar komið auga á hinn glæsilega Landauer-vagn með hinum stæðilegu og skrautbúnu, brúnu hestum fyrir. Þeir stóðu kyrrir og vel upp aldir, sem ekki varð um okkur sagt, sem hlup- um um og hoppuðum af gleði. Það var um klukkutíma akst- ur að Aulestad, og þegar við lit- um fyrst í fjarska hvítmáluð húsin og fánana við hún, mátt- um við hrópa húrra, og full- orðna fólkið tók sannarlega undir, svo hraustlega, að hest- arnir tóku viðbragð, svo að ekill- inn í ljósbláa einkennisfrakkan- um varð að halda aftur af þeim. Amma og afi stóðu á svölun- um, þegar við ókum í hlað. Símastúlka hafði látið þau vita, hvenær við hefðum farið fram- hjá símstöðinni. Þau veifuðu og hrópuðu húrra, og við æptum til baka, eins og lungun leyfðu. „Velkomin, velkomin!“ sagði afi svo hjartanlega aftur og aft- ur við hvern og einn, um leið og hann faðmaði gestina að sér. Og alltaf var verið að klappa á axl- irnar. Og amma blessaði okkur á bergenskunni sinni, sem var svo notaleg. Eldhússtiginn upp í barna- herbergið bauð mig velkominn með gamla brakinu. Gólfið var nýmálað, og kvöldsólin skein inn um norðvesturgluggann með út- sýninu góða. Stúlkurnar voru búnar að búa um rúmin og hella vatni í krukkuna og borðflösk- una. Víst var ég velkominn. Og langur sælutími var í vændum. ... Það var reynt að fá móður mína til að láta af hinum eilífu aðfinnslum og nuddi í okkur, sérstaklega við matborðið. Einu sinni lagði Erling frændi frá sér sérvíettuna, stóð upp og sagði: — Ég þoli ekki lengur að hlusta á þetta eilífa nudd í drengjunum. Þeir eiga líka heimtingu á matfriði. Það var dauðaþögn, þegar Erling gekk burt. Ég sat vitstola af hræðslu. Ég vissi, að í fyllingu tímans yrðum við látnir gjalda þessa. Ég kom ekki niður nokkrum bita. Og það reyndist rétt, það urðu löðrung- ar og stofufangelsi, það sem eft- ir var dagsins. En amma kom upp í barnaherbergið með brjóstsykur og súkkulaði og hvatti okkur til þess að gera, hvað við gætum til að skap- rauna ekki móður okkar: — Henni líður ekki svo vel um þessar mundir, og henni þykir svo vænt um ykkur, bætti hún við. Hún ætti að sýna það í ein- hverju, hugsaði ég. Það er bók, sem ég á, fyrsta útgáfa af „Bondefortellinger“. Á fremstu síðu stendur skrifað stórum stöfum með sérkenni- legri rithönd: Kæri Liten. Ég gleymi því aldrei, að þegar þú kvaddir, féllstu um hálsinn á ömmu og sagðir: „Af hverju þurfum við að fara frá Aule- stad?“ Þinn afi, Björnstjerne Björnson. Albert í heimsókn Við urðum forviða, þegar móðir okkar tilkynnti okkur ósköp rólega, að Albert væri kominn í bíl til Parísar og að við ættum að fara í ökuferð með honum. Hún myndi ekki koma með og ekki Emma heldur. Átti virkilega að láta okkur í hendur þessa illmennis í heilan dag — aleina? En dagurinn rann upp. Móðir mín klæddist sínum beztu fötum og setti á sig hatt með breiðum borða og strútsfjöður. Það var vor í París og himinninn heiður og blár. Hún fylgdi okkur út að horninu. Hinum megin á göt- unni stóð opinn bíll. — Hlaupið núna, sagði móðir mín, og stóð sjálf kyrr. Maður stóð upp í bílnum og kallaði glaðlega til okkar. Ég þekkti hann ekki aftur, ég mundi ekki, að hann var búinn að raka af sér skeggið. Ég leit við hálfhikandi. Móðir okkar stóð ennþá hinum megin við götuna, veifaði lítil- lega sólhlífinni, sneri sér við og gekk burtu með reisn. Annars var það alltaf Emma, vinnu- stúlkan, sem fór með okkur út. Af hverju var hún að gera sér allt þetta ómak, úr því að hún ætlaði ekki að tala við hann? Að Albert skyldi ekki vera með skegg og svona ólíkur þeirri mynd, sem ég geymdi af honum í huga mér — að hann væri Þjóðverji og þar af leiðandi lít- 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.