Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 7
i Ólöf Ólafs Ránfuglinn í líki ránfugls læðist grimmur konungur að baki mér og læsir beittum klónum mér óviðbúinni í viðkvæmt hörundið særir það svo djúpum sárum að örin ná ekki að hverfa og minna mig stöðugt á óvelkomna fæðingu mína í stöðugri baráttu við konung Bakkus sveimar sál mín í myrkri sjálfshaturs og óskar þess eins að fá að vera eins og þeir sem sofa eilífum svefni undir snyrtilegum grænum grafreit Fölnað blómið í hnappagati trúðsins endurspeglar lífslöngun mína Sjálfið er dautt og Bakkusi tókst að drekkja síðustu voninni Jónas Friógeir Elíasson Á vængjuðum ótta A vængjuðum ótta vafraði ég, úr einu í annað stefnulaust. Ég vissi ekki hvert ég fór hvaðan ég kom né hvar ég var. Þú ruglaðir mig geggjaða veröld. Ég ætlaði eitthvað upphaflega — að mig minnir. Æddi af stað út í lífið óð og óð og áttaviltist. Þá lenti égþversum. Þvældist með straumnum og óð út í fenið. Andskotans vesen! Þú ruglaðir mig geggjaða veröld, ég ætlaði aldrei hingað. X> Það leynir sér ekki á um- ræðunni í þjóðfélaginu ogyf- irbragði þeirra sem heitast brennur á, að alþingiskosn- ingar eru ekki langt undan. Það leiðir hugann að stjórn- málum og stjórnmála- mönnum. Það er gjarnan farið ósparlega með lýsingarorð af verri sortinni þegar fram- angreint er til umræðu. Það segir nú reyndar meiri sögu um okkur sjálf en það sem um er rætt, því hvorugt er Það er bagalegt fyrir okkur öll hvað þingmennska er orðið sjálfsagt keppikefli í flestra augum (þrátt fyrir alltl). Það hefur leitt til þess að menn eru smám saman að missa sjónar á hvers konar starf þingmennska er og hverjir eru hæfastir til að gegna því. Fyrir suma er það punkturinn yfir i-inu á árangursríku lífsstarfi, aðrir sækjast eftir þingmennsku sem virðingar- og áhrifa- stöðu og svo eru auðvitað þeir sem vilja komast til valda af þvíþeir hafa ein- lægan áhuga á landsmálum og skilja þá ábyrgð sem felst í að vera trúað fyrir að við- halda, vernda og efla frjálst þjóðfélag í viðsjárverðum ekkert er verra en að vera ekki í umræðunni. í þessu efni er oft talað um völd fjöl- miðla og það með réttu. Én þetta samspil hefur fleiri hliðar. Talsvert er um að fréttamenn bíði eftir að eitthvaðjrerist og því að haft sé samband við þá, fremur en að þeir fari og rannsaki og leiti upp mál. Þetta helg- ast meðal annars af vinnu- álagi. Sú hætta er þessvegna alltaf fyrir hendi að snjallir áróðursmenn í stjórnmálum og hagsmunasamtökum, sem átta sig á þessu, nái vissri lagni í að nota fjölmiðla sjálfum sér og sínum mál- stað til framdráttar. Stjórn- endur allra meiriháttar fjöl- miðla skilja þetta auðvitað og eru varir um sig á þessu sviði. Hinsvegar eru hug- kvæmir áhugamenn um eig- in frama oftast fundvísir á Stjórnmál oa stjórnmálamenn sent af himnum ofan, stjórn- málin eða þeir sem við þau starfa. Þetta er það lífs- mynstur sem við höfum kos- ið okkur og þeir einstakl- ingar sem við höfum kosið til að stjórna því. Þessvegna endurspegla stjórnmálin þær kröfur sem eru háværastar meðal almennings hverju sinni og það manngildi sem þar er ríkjandi. Menn segja stundum þeg- ar stjórnmál ber á góma, og leggja þunga fyrirlitningu í framsetninguna: „Ég hef engan áhuga á pólitík.“ Sá sem við er rætt skilur sam- stundis að þarna er á ferð- inni einstaklingur með æðri kenndir og hreinni skjöld en gengur og gerist og lætur málið snarlega niður falla. Ef því er hinsvegar fylgt eft- ir og spurt, hvort sá sem ósnertur er af hinni pólitísku synd hafi engan áhuga á skólagöngu (sinni eigin eða barna sinna), hvernig veg- irnir eru undir bílnum hans, eða hvort hann yfirleitt get- ur keypt bíl (eða þarf til þess leyfi), hvort hann geti kom- ist yfir lóð og þá hvort hverf- ið verði frágengið fyrr, seinna eða aldrei, — kynni að koma í Ijós að viðkomandi kallaði þessi mál ekki pólitík, heldur eitthvað annað og fínna. En þessi mál eru póli- tík. Allt sem skiptir máli í umhverfi okkar og samfélagi er pólitík. Þessvegna er það í raun ígildi þess að manni komi ekki við hvernig þjóð- félagið og nánasta umhverfi manns er, þegar maður seg- ist ekki hafa neinn áhuga á pólitík. Það sé í umsjá og á ábyrgð einhverra annarra. heimi. Líkast til telja flestir þingmenn sig tilheyra síð- asttöldu manngerðinni. En hvernig birtist vilji þjóðarinnar í hinu daglega lífi? Ef galvaskur orðhákur ryðst fram í sviðsljósið, fyrir tilviljun eða vegna áhuga- eða baráttumáls, heyrast samstundis raddir sem segja: „Þessi verður að kom- ast á þing.“ Ef þrýstihópur kemur sér upp háværum og ýtnum talsmanni, helst sem úthúðar forystumönnum þjóðarinnar í ræðu og riti draga menn af því þá álykt- un að hann eigi heima í hópi þessara sömu forystumanna. I raun er það nægilegt að hafa afdráttarlausar skoðan- ir og vera duglegur við að halda þeim á loft, til að kom- ast í þann hóp sem algengast er að heyra fólk bendla við þingmennsku. Þjóðin lyftir til öndvegis því sem hún telur merkast og dýrmætast og býr þannig til það andlit sem snýr að aI- menningi og öðrum þjóðum. Ef henni líkar ekki við þetta andlit, er við eigið gildismat að sakast. Hin opna fjölmiðlun hefur gerbreytt þjóðmálaumræð- unni. Menn sem eru í fyrir- svari þurfa að hafa svör á hraðbergi hvenær sem til þeirra er leitað. Þeim er síð- an ýmist álasað fyrir að gaspra um mál á viðkvæmu stigi eða liggja á upplýsing- um sem almenningur eigi heimtingu á að vita um. Fjöl- miðlarnir vilja fá bitastæðar fréttir og efni í stórfyrir- sagnir og stjórnmálamenn- irnir sækjast eftir aðalhlut- verkum ígóðu fréttunum, — einhverjar krókaleiðir eða smugur. Til dæmis unga og óreynda blaðamenn og kunn- ingsskap af ýmsu tagi. Stundum gætir þess mis- skilnings meðal stjórnmála- manna og stuðningsmanna þeirra að heift og óbilgirni í garð pólitískra andstæðinga sé vitnisburður um styrk og sjálfstæði. Þetta er einhver andleg sjónskekkja. Þeir sem stjórnast af persónulegri óvild eru í raun ekki með nema hálfa starfandi dóm- greind og vandséð hvaða ávinningur er að því. Raun- verulegur innri styrkur sæk- ir afl sitt í allt aðra upp- sprettu. Við lifum í harðbýlu landi með einhæfa framleiðslu, þar sem hver maður er dýrmætur og verður að leggja harðar að sér en ann- arsstaðar gerist til að halda sömu lífskjörum. Við höfum þessvegna illa efni á þeim leikaraskap og hagsmuna- togstreitu sem viðgengst hér alltof mikið. Stjórnmála- menn geta ekki skellt skuld- inni hver á annan og aðra flokka og almenningur getur ekki skellt skuldinni á vond stjórnmál og vonda stjórn- málamenn. í lýðræðislandi er enginn „stikkfrí“. Menn bera ekki aðeins ábyrgð á því sem þeir gera, heldur einnig, ogjafnvel enn frekar, á því sem þeir láta ógert. Stjórnmál eru það sem við gerum úr þeim. Ékki meira og ekki minna. Stjórnmála- menn eru eins og það þjóð- félag sem þeir spretta úr. Ekki betri — og ekki verri. Jónína Michaelsdóttir 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.