Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 14
Játningar völvu Tove Ditlevsen segir frá - 3. hluti Helgi J. Halldórsson þýddi hefur fengið viss verðlaun. Gerðist kraftaverkið mundi ég áreiðanlega missa alveg glóruna og fleygja mér út af Sívala- turni því að svo hraðir eru björgunarmenn ekki. Móðir mín þekkti listina þó að það sé haugalygi að vald fordæmisins sé hið besta uppeldi sem menn geta veitt börnum sínum. Það hélt hún ekki heldur sjálf þar sem hún svo oft sá sig tilneydda að nota hend- krækja sér í ríkan mann, trésmið, og handverksmenn voru þá sjaldan atvinnu- lausir. Og hvað var svo við það? Móðir mín vildi svo sannarlega ekki skipta því að Pétur var svo nískur að hann varð að liggja í rúm- inu í viku eftir að hann hafði farið með félögum sínum í heimsókn í mjólk- urbúið Samheldni þar sem þeir máttu svelgja í sig eins mikla mjólk og þeir gætu torgað. Og þegar hið sama Það er undarlegt að þessi málsháttur er alltaf notað- ur í neikvæðri merkingu um lægsta eiginleika mannsins: öfundina. Mér virðist þetta mjög hygginn refur því að hann losnar við að tærast upp af sinni öf- und með því að snúa von- brigðum upp í vinning. Þegar maður er einu sinni búinn að læra slíka aðferð tryggir hún manni, ef ekki gæfuna sem eins og skrifað stendur er „undarlegur fugl“, þá að minnsta kosti nokkurn veginn rósama samstillta tilveru. Hversu margar beiskar stundir hefðum við ekki losnað við hefðum við í upphafi álykt- að eins og refurinn? Die Sterne begehrt man nicht, stjörnurnar girnumst við ekki, sagði Goethe eða hver það nú var, og þannig er það með konuna í forar- gryfjunni, því skáldin hafa alltaf vitað það, en hver nennir að hlusta á þau? Hver getur stungiö hend- inni í eigin barm jafnvel þótt ekkert mark sé tekið á refnum. Hverju vorum við eiginlega að vola út af þeg- ar við biðum í rúman klukkutíma prúðbúin í aus- andi regni eftir einhverjum sem kom aldrei? Síðan kemst maður að raun um að hann var galgopi sem gifti sig fjórum sinnum og sat í steininum hálft árið vegna barnsmeðlaga. Og Þau eru súr sagði tím refurinn þarna var maður næstum búinn að svipta sig lífi vegna brigða hans. í nokkur ár fannst mér líka lífið framundan vera endalaus eyðimörk fávisk- unnar af því að ég mátti ekki fara í menntaskóla. Og þegar ég hugsa svo um hversu marga nautska há- skólaborgara ég hef hitt um dagana! Að ég ekki tali um hversu miklu ánægju- legri stöðu ég hef áunnið mér sem slík sem aldrei urnar eða grautarsleif við uppeldið. Agnete frænka, móður- systir mín, þóttist hafa dottið í lukkupottinn því að henni, öfugt við móður mína, hafði tekist að gerðist í heimsókn til Carlsbergs varð að senda hann á sjúkrahús til að dæla upp úr honum. Og víst gat Agnete frænka gortað af þriggja herbergja íbúð sem sneri út að götunni. En það var blandin ánægja því að eitt herbergið var aðeins notað á jólunum og var svo ískalt að öll fjölskyldan hóstaði og hnerraði sig inn í nýja árið. Þegar ég sá Pétur magnaðist óbeitin á honum bara við að sem gestur kom hann fram sem barnavinur og beindi orð- um sínum ekki síður til okkar en hinna fullorðnu sem þá var fremur óvenju- legt. Undarlegt var það einnig að frænkur mínar virtust hraustar og sælleg- ar þó að ég vissi af mögn- uðum frásögnum móður minnar að þær fengu aldrei aðra fæðu en vatnsgraut og máttu ekki fara út að leika sér af því að útiloftið og hreyfingin magnaði í þeim óeðlilega matarlyst að áliti föður þeirra. Þannig er hægt að um- skapa óteljandi vandamál í þessari erfiðu veröld þann- ig að úr verði viðunandi ör- lög með því að gera reyni- ber að ótvíræðum lífsgæð- um og hve erfitt er að ná þeim að slíkri hundaheppni að maður sárvorkennir þeim sem þau detta næst- um sjálfkrafa á höfuðið á. Hinir barnlausu geta huggað sig við að hafi þeir ekki ánægju af börnum hafa þeir ekki heldur áhyggjur af þeim. Hinir einhleypu þurfa ekki annað en nudda augun svolítið til að sjá óham- ingjusöm hjónabönd í hundraðatali. Hjónin geta, þegar hlé er á áflogum, huggað sig við að þau eru þó ekki ein- mana. Þannig mildar guð loftið fyrir nýrúið fé og gætir þess jafnframt að trén vaxi ekki upp í himininn. Og nú verð ég að hætta áður en nakin kona kemur hand- arhaldslaus heim, og það er of seint að bjarga brenndu barni þegar búið er að byrgja brunninn. — Góðan sunnudag! Nokkur aðskotaorð í íslensku SONNETTA, sónháttur, sérstakur brag- arháttur, venjulega samtais 14 braglínur í 4 erindum (4+4+3+3), hver braglína meö 5 öfugum tvíliöum (OM). Orðið er komið af sonetto í ítölsku sem er smækkunarmynd af suono, hljómur, en það orö er komið af son- us í latínu. Sonnettan varö til á Ítalíu á 13. öld. Bragarháttur sonnettu hefur hlotið heit- iö sónháttur í íslensku (OM). Þ. Sonet, d. sonet, fr. og e. sonnet. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1865 (OH). SÓNN, langur, óslitinn tónn, hljómur, langdregiö hljóð; nöldur, nudd, væl (OM). Orðið er komið af sonus í latínu. E. sound. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). SORTÉRA, flokka, aðgreina, skilja sundur (OM). Orðið er komið af sortiri í latínu er merkir: varpa hlutkesti, deila með hlutkesti. ít. sortire, þ. sortieren, d. sortere. Af þessu so. er myndað no. sortéring, flokkun, að- greining (OM). Orðmyndin sortera finnst í ísl. ritmáli frá 18. öld, en sortéra frá því seint á 19. öld (OH). SORT, tegund (OM). Orðið er komið af sors í latínu sem merkir: hlutskipti, örlög. Fr. 14 sorte, þ. Sorte, d. sort. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1764 (OH). S O S, (ensk) skammstöfun (í morsekerfi), notuð til aö kalla á hjálp (OM). Þessi skammstöfun merkir á frummálinu: Save our souls. Orðrétt þýðing: Bjargaðu sálum vor- um (...-----...). Ekki veit ég nákvæm- lega um aldur þessarar mikilsverðu skammstöfunar í íslensku. SOVÉT, (rússneskt) heiti á ráöum (stjórn- arnefndum) verkamanna og bænda; forliður samsetn., sovézkur: sovétblaö o.s.frv. (OM). Þ. Sowjet, d. sovjet. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1931, stafsett sovjet. Finnst í samsettu orði frá sama ári (OH). SPÁSSÉRA, ganga sér til skemmtunar, labba um, ganga rólega (OM). Orðið er kom- SIGURÐUR SKIJLASON MAGISTER TÓKSAMAN ið af so. spatiari í latínu (af spatium sem merkir: millibil, andardráttur). l’t. spaziare, þ. spazieren, lágþýsku spasseren, d. spadsere. Finnst í ísl. fornmáli, stafsett spazera (Fr.). SPAGHETTI, eins konar hveitipípur. Þetta er nafn á ítölskum þjóðarrétti sem mörgum útlendingi kemur einna fyrst í hug þegar minnst er á ítalskan mat. italska heitið spaghetti er ft. af no. spaghetto, en þaö orö er smækkunarmynd af spago er merkir: þráöur. D. spaghetti. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1968 (OH), en heyröist hér alllöngu fyrr í talmáli eins og gengur. SPANJÓLI, Spánverji. Oröið er komið af Spaniole í þýsku sem er tll orðiö úr espanol í spænsku, fr. espagnol. Llr þýsku barst orð- ið til Danmerkur og varð þar spaniol. Þar merkti það upphaflega: spænskur hermaöur í liöi Spánverja í Danmörku áriö 1808. Á miðöldum hafði það verið heiti á Gyðingi sem vísað hafði verið úr landi á Spáni og hrakinn hafði verið til Tyrklands og Ung- verjalands. Dönsku orðmyndinni spaniol varö auöratað til Islands, en ekki er mér kunnugt um aldur orðsins Spanjóli í ís- lensku. SPARLAK, tjald fyrir lokrekkju (OM). Orö- ið er komiö af sperlaken í lágþýsku, en það orð er myndað af so. sperren: þenja og lak- en: lak og merkir: veggtjald, rekkjutjöld, ár- salur. D. sparlagen. Orðmyndirnar sparlak og sparlaken finnast í ísl. fornmáli (Fr.). SPESÍA, mynteining, mótaður peningur, mismunandi að verðgildi eftir löndum og timabilum (við myntskipan á Noröurlöndum 1873—77 reiknuð á 4 kr.), oftast 192 skild- ingar; spesíudalur (OM). Orðiö er komið af species í látínu sem merkir: tegund, en öðl- aðist í miðaldalatínu merkinguna: myntteg- und. D. specie. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1806 (OH). SPEKÚLANT, kaupmaður sem siglir með vörur sínar og selur þær á skipsfjöl; brask- ari, svindlari, maður sem reynir að græöa á öllu; sá sem spekúlerar (OM). Oröið er kom- ið af speculans í latínu, sem er Ih. nt. af so. speculari er merkir: litast um. D. spekulant. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1826 (OH). Aö- skotasagnoröið spekúlera sem merkir: velta einhverju fyrir sér, hugsa um eitthvað (OM) heyrist hér oft í sambandi við kaupsýslu og fjármál. D. spekulere. Það ætti að vera ámóta gamalt í íslensku og orðið spekúlant. VENTILL, loki; útbúnaður til að opna eða loka fyrir leiðslu lofts eða vökva, venjulega þannig að loftið eða vökvinn kemst aðeins í aðra áttina í leiðslunni (OM). Oröið er komið af ventila í miöaldalatínu sem merkir: stífla (af ventus í latínu sem merkir: vindur). Þ. Ventil, d. ventil, e. ventilator. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1929 (OH). Um 20 ára bil áður heyrði ég þetta orð mjög oft í merking- unni: loftrás gegnum útvegg á húsi og var hægt að temþra hana aö vild.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.