Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 9
Einbýlishús í Kópavogi eftir Högnu: Gólflð er hellulagt, veggirnir grár steinn, en loftið er timburklætt. Til vinstri: Hluti af ytra útliti sama húss \ Kópavogi. Á myndinni til hægri sést hvern- ig eldhúsinu er fyrir komið og sjálf stendur Högna þar innan við eldhúsborðið. Til vinstri: Hér sést úr hliðargötu í Pompidou- safnið í París, sem Högna telur athyglisverðustu nýbyggingu síð- ari ára þar í borg. Að neðan: Nýjar byggingar utantil í París eru ekki fegurri en ann- arsstaðar og lofa síður en svo meistara sína. \ „Ég er sammála þér, að Pompi- dou-safnið er stórmerkileg bygging og þar finnst mér að hafi verið framkvæmt á sann- færandi hátt, að húsið sé vél fyrir þá starfsemi, sem það á að hýsa. Óneitanlega dettur manni fyrst í hug aflstöð, eða eitthvað þvíumlíkt — en samt er húsið fallegt fyrir augað.“ „Þessi bygging er að mínum dómi alveg í sérflokki. En mun- urinn á nýja stílnum og þeim gamla Bauhaus-stíl er einmitt sá, að nú eru látin koma fram djarfari form. Sem arkitektúr er þetta nær le Corbusier. En það er ekki eins fágað og sumt eftir frumherjana frá Bauhaus. Post-módernisminn á hinn bóg- inn er meira á skreytingaplan- inu og sum verk í þeim anda, Piazza d’Italia í New Orleans í Bandaríkjunum til dæmis, eru eins og leiksviðsmyndir að mín- um dómi. Við höfum ekki farið varhluta af þessu í Frakklandi. Menn eins og Richardo Bofill sem er nú orðinn afskaplega frægur, hafa teiknað íbúðar- blokkir, sem í raun eru í ein- hverskonar nútíma-hallarstíl, með feiknarlegum súlum og öðr- um klassískum áhrifum. En mér finnst það bara úrkynjun." „En eigum við þá að afneita þeirri þörf augans — eða sálar- innar — að sjá utan á bygging- um eitthvað sem bara er fallegt í sjálfu sér og ekki kemur nota- gildi hússins beint við? Ég held að ekki þýði að neita því, að þessi þörf fylgi mannkindinni; af hvaða ástæðum öðrum hefðu forfeður okkar. til dæmis farið aö leggja vinnu í að skera út skreytingar í vindskeiðar?“ „Nei, ég vil alls ekki afneita þeirri þörf. En ég er þó á móti skreytingum, sem einungis standa skreytingarinnar vegna, einar út af fyrir sig og koma ekki húsinu við að öðru leyti. Það er hægt að samræma þetta; gera eitthvað fallegt, sem hefur gildi um leið. Og ég vil frekar nota form úr nútímanum en hirða upp þetta gamla, súlur og boga. Það er svo margt, sem get- ur glatt augað — eða sálina, ef þú vilt það heldur. Eitt af því sem höfðar sérstaklega til mín eru öflugir og þungir stein- steypumassar." „Sumum arkitektum hefur tek- izt að lyfta þeim uppá listrænt plan, rétt er það. En við sjáum líka dæmi um það gagnstæða, til dæmis á íslandi, að þess- konar hús verði meira í ætt við virki en nokkuð annað og mað- ur gæti vel ímyndað sér fall- byssur út um gluggana. Það er Ifka vert að íhuga, hvað öll þessi steinsteypa kostar, sem þarna er kannski út í bláinn.“ „Einhverjir beztu arkitektar nútímans eru í Japan. Þeir nota steypuna óspart, og þrátt fyrir vestræn áhrif, halda þeir arfi sínum og byggingarmenningu og hefur tekizt að byggja stór listaverk. Tadao Ando, Shinoha- da og fleiri eru hreinir „púrist- ar“ eða hreinræktunarmenn — og þeir hafa ekkert skraut um hönd. Maður verður ekki leiður á sterklegum og ég vil segja „brút- al“ formum, séu þau arkitektúr. En mér finnst gott að nota með finlegri og mýkri efni — þó með því skilyrði að steinn fái að vera steinn og að timbur fái að vera timbur." Við fórum gegnum stafla af ýmisskonar teikningum frá hendi Högnu og félaga hennar. Flestar voru þær af opinberum byggingum, þar sem efnt hafði verið til samkeppni meðal arki- tekta, og sumar höfðu hlotið náð fyrir augum dómnefnda og voru orðnar að áþreifanlegri og sýnilegri staðreynd einhvers- staðar í nýborgum utan París- ar. En þarna voru líka teikn- ingar af húsum á íslandi, sem Högna er ein höfundur að. Sum þeirra hafa verið byggð, en önnur hafa ekki enn komizt á byggingarstig. Þar á meðal er teikning af kirkju í Vest- mannaeyjum, sem kannski rís einhverntíma í Ofanleitislandi. Og teikning var þar af einbýl- ishúsi, sem á sínum tíma átti að byggja á Arnarnesi, en ekki varð af því. Teiknistofan er til húsa í íbúðarhúsnæði í stórri blokk; þau eru nýflutt þangað og Högna sagði mjög erfitt að fá á leigu heppilegt húsnæði fyrir teiknistofu. „Starfið hefur verið mikið bundið við þátttöku í samkeppn- um,“ sagði Högna. „Núna erum við að teikna tillögu eða hug- mynd að nýrri byggingu, sem á að hýsa fjármálaráðuneytið í París. Það er víst óhætt að vera aðeins hóflega bjartsýnn, því hvorki meira né minna en 300 arkitektar og arkitektastofur taka þátt í þeirri samkeppni, en það er ákaflega algengt að fleiri en einn og fleiri en tveir arki- tektar vinni saman. Svo mikill samdráttur hefur orðið uppá síðkastið í vinnu arkitekta hér, að talið er að helmingur af stéttinni sé ekki lengur í vinnu við húsateikn- ingar, heldur annaðhvort kom- inn i vinnu við annað eða at- vinnulaus. Þetta kemur til af al- hliða samdrætti; það er byggt svo miklu minna en áður og byggingarfyrirtæki, sem fá lóðir og byggja hús til að leigja eða selja, eru nú hikandi að leggja út í framkvæmdir." Ferðalangur, sem dvelur í fá- eina daga í París, sér lítið eða 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.