Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 5
ilmótlegur og að hann væri faðir minn (gat þessi maður, sem brosti svo fallega og hafði kysst okkur með tár í augunum, í rauninni verið jafn slæmur og af var látið?) — nú, allt þetta olli því, að við Arne höguðum okkur kjánalega og dónalega. Kannski var það af feimni eða af einhvers konar hollustu við móður okkar. Ekkert af því, sem hann sagði, þótti okkur sniðugt eða fyndið. Það var ekki varið í neitt, sem var þýzkt. Öllu, sem hann stakk upp á, var tekið fálega. Börn geta verið miskunnar- laus. Aftur á móti voru engin tak- mörk fyrir því, hvað við heimt- uðum af honum í veitingahúsinu í Versölum. Hann varð að halda í við okkur, svo að við fengjum ekki í magann. Þá urðum við súrir á svipinn. En svo gerbreyttist ég allt í einu og var skyndilega gagntek- inn af meðaumkun, eins og stundum henti mig. Vonbrigði og leiði í svip Alberts, sem hafði verið svo kátur, þegar hann veif- aði okkur yfir götuna, hefur víst snortið einhverja góða strengi í brjósti mér. Hann spurði Arne, hvað hann vildi verða, þegar hann væri orðinn stór. — Ritstjóri „Le témoin", svaraði hann að bragði. — Og þú? spurði hann mig svona eins og til að segja eitt- hvað og halda uppi samtali. —Ég? Jú, ég ætla að verða rit- stjóri „Simplicissimus", svaraði ég af sannfæringu, ánægður yfir að hafa látið mér detta í hug eitthvað, sem kannski myndi gleðja hann. Hann varð himin- lifandi. — Nei, er það satt, viltu það í raun og veru? Já, þá get ég sagt þér, að þér á eftir að vegna vel i lífinu og finnast gaman að mörgu. Hann varð aftur kátur, og samkomulagið varð ágætt. A heimleiðinni kom hann við í stórri leikfangaverzlun, og við fengum að velja, það sem við vildum. Þetta var í síðasta sinn, sem við sáum Albert. Ég er feginn að fundum okkar lauk í sátt og samlyndi þrátt fyrir allt, og að ég skyldi gera honum þá ánægju að mega gleðja mig ... En það hafði sín eftirköst. Nokkrum dögum síðar var ég boðaður inn í bókaherbergið, þar sem móðir mín stóð með bréf í hendi, öskugrá af vonzku. — Sagðir þú Albert, að þú vildir verða ritstjóri „Simplic- issimus"? Gerðirðu það? Svaraðu! Gerðirðu það? — Ég meinti ... ég vildi ... ég reyndi að útskýra, að það hafi verið til að gleðja hann, einmitt til að vera góður, eins og alltaf er verið að krefjast af manni. — Sagðirðu það eða sagðirðu það, ekki? Hún sýndi mér, að hún var með bréf í höndunum. — Jú, en Albert ..., og svo small fyrsti löðrungurinn og svo annar í viðbót. Hún lamdi mig, þar sem hún gat komið höggi á mig. Ég bar handleggina fyrir mig, sem ég þorði þó annars aldrei. Hún reif þá burt. Hún, sem var annars svo lagleg — jafnvel þótt hún væri grimm á svip — var nú hræðilega ljót. Hryllilegt! — Ég skal senda þig til Múnchen. Það skal ég svei mér þá! — En hótunin um Múnchen var ekki ógnvekjandi lengur. Ég held jafnvel, að ég hafi bara viljað, að hún stæði við hana. Þegar ég svo sat í stofufang- elsi á eftir illa á mig kominn, leit Emma inn til mín. Hún sagði ekki orð, heldur var róleg og blíð að sjá. Eftir nokkra stund sagði ég: — Fröken? — Já, vinur minn. — Ég meinti bara vel. Ég vildi gleðja hann ... — Ég veit það — sagði hún og tók mig, stóran strákinn, í fang- ið, þar sem ég fékk að gráta lengi og vel. Svo fór hún eins leyndardómsfull og hún kom. Blint ofstæki Árið 1909 átti að flytja jarðn- eskar leifar rithöfundarins Ém- ile Zola til Panthéon. Hann hafði á sínum tíma skrifað hina frægu grein „Ég ákæri“ og vald- ið ólgu og umróti vegna Dreyf- us-hneykslisins. Afi var meðal hinna fyrstu, sem vakti athygli á málinu utan Frakklands og stuðlaði að því að skapa almenn- ingsálit í heiminum í þágu Dreyfusar. Afi var viðstaddur athöfnina í Panthéon og sat við hlið Dreyf- usar. Þar kvað við skot, sem var ætlað Dreyfusi. Skammbyssu- kúlan fór í bekkinn milli afa og Dreyfusar. Það er ekki rétt, sem Björn frændi segir í endurminningum sínum, að afi hafi tekið þessum atburði með kaldri ró og fyrir- litið verknaðinn. Ég var við- staddur, þegar hann kom til baka frá Panthéon. Hann var mjög fölur, og ég sá hann aldrei í jafn miklu uppnámi. Sennilega ekki eins mikið af því, að líf hans hafi verið í hættu eins og vegna þess ofstækis meðal manna, sem hann hafði verið vitni að. Hann stamaði af rétt- mætri reiði, þegar hann sagði frá þessu, og ég heyrði hann ekki oft stama. Amma grét af gleði yfir því að hafa Björn- stjerne sinn heilan á húfi. Lát Alberts Það var árdegis eitt sinn, að við Arne sátum í tíma hjá leið- inlegri kennslukonu heima hjá okkur. Það leið að lokum kennslustundarinnar, en í hinni næstu áttum við að hafa sögu. En ég hafði ekki lesið um Etr- úskana, og ósköpin nálguðust með öruggum gangi mínútuvís- isins. Þar sem aðeins meiri ógæfa gat komið í veg fyrir aðra minni, var ég fús til að trúa á þann guð, sem sendi nú jarð- skjálfta eins og í Messína, stríð eins og í Marokkó eða hæfilega stórt slys — bara að ekki yrði af sögutímanum. Hann sendi ógæfuna. Dyrunum var hrundið upp. Þjónustustúlkan kom inn með svip, sem gat boðað hvaða ófögnuð sem var. — Drengirnir eiga að fara í matrósafötin sín og koma svo inn í bókaherbergið, því að faðir þeirra er dáinn. Kennslukonan reis þögul á fætur. Og síðan við Arne líka. Við litum hvor á annan. Stúlkan tók að snökta svolítið. Ég skammaðist mín fyrir að viður- kenna, að fyrsta hugsun mín var, að það yrði þá ekki af sögu- tímanum, en hin önnur, að mér hefði verið tilkynnt lát föður míns í aukasetningu. Kennslukonan, sem reyndar var ungversk, sneri sér að okkur og sagði hátíðlega á þýzku: — Ég vil votta dýpstu samúð mína. Svona formsatriði leidd- ust mér, og svo tók hún líka í höndina á okkur. Síðan gekk hún hratt út. Svo fór ég að gráta. Mér var hugsað til þess, er við vorum síð- ast með Albert. Ég jafnaði mig þó, meðan við vorum að klæða okkur, og síðan var okkur fylgt inn í bókaherbergið. Þar var móðir okkar. Hún var í alhvíta kniplingakjólnum, sem fór henni svo vel. Hún stóð þarna og hágrét. Hún hikstaði svo ákaft, að það lá við, að hún hoppaði. Við Arne botnuðum ekkert í neinu. Það var þó varla ástæða til að taka því svona, þegar sá maður var dáinn, sem hún hafði lagt sig í framkróka við að tala illa um. Nú sprakk Arne. En mér leið bara illa. seinna fékk ég að heyra um til- finningaleysi mitt, „ekki einu sinni, þegar faðir hans dó ... “ Hún sagði ekki orð, en allt í einu var eins og henni dytti eitthvað í hug, og hún ýtti okkur á undan sér fram í gang og inn í stofu. Þar stóðu afi og amma sorgmædd á svip. Móðir okkar gekk fram á mitt gólfið, lagði sína hvora höndina á höfuð okkar og sagði snöktandi: — Ég sver við höfuð sona minna, að ég hef aldrei verið Al- bert ótrú. Þetta var eins og eitthvað, sem leikkonan Johanne Dybvad hafði sagt með músík í Þjóð- leikhúsinu og hljómaði undar- lega. Amma var orðin heyrn- arsljó og hvíslaði hátt: — Hvað er hún að segja, Björnstjerne? Hvað segir hún? Þetta var í eina skiptið, sem ég minnist, að afi hafi ekki svar- að spurningu ömmu. Hann var vandræðalegur, og þannig hafði ég heldur ekki séð hann áður. Kannski vissi hann ekki, hvað þetta ætti að þýða, „ótrú“. Þegar ég var frammi í for- stofu á eftir með þjónustustúlk- unni, beygði hún sig yfir mig, horfði fast í augun á mér og sagði með slíkum þunga, að það var eins og ég ætti að hafa það hugfast alla ævi: — Mundu það, sem ég segi: Ef einhver heldur því fram, að fað- ir ykkar hafi komið illa fram við mig (mir was Böses angetan hat), þá er það ekki satt. Hann hefur aldrei gert mér neitt. Aldrei. Og svo snökti hún, eins og henni þætti það leitt. Það voru allir orðnir vitlausir. Allir nema afi og amma. Sveinn Ásgeirsson tók saman. Þrjú ljóð eftir OSIP MANDELSTAM Geir Kristjánsson þýddi úr rússnesku Osip Mandelstam (1891—1940?). Eftir hann komu út tvær bækur í lifanda lífi, Steinn (1913) og Tristía (1922). Mandelstam var gyð- ingur og ólst upp í St. Pétursborg sem segja má að sé baksviðið að skáldskap hans. Hann fagnaði byltingunni en lenti þó fljótlega upp á kant við sovésk stjórnvöld, var tvisvar handtekinn og lést í fangabúðum; dánarárið er óvíst. Talið er að kvæðið um Stalín sem hér birtist í þýðingu hafi valdið miklu um þessi dapurlegu örlög hans. Fyrir nokkrum árum kom út á Vesturlöndum bók eftir konu hans, Nadézdu, þar sem hún segir frá hrakningum þeirra og aðskilnaði og baráttu sinni við að varðveita óprentuð ljóð hans. Sú bók er mikil hetjusaga og hefur átt drjúgan þátt í að auka áhuga á skáldinu. G.K. JÖRÐ OG HIMINN Jörð og himinn, himinn ogjörð, hvað viltu svo meir? Allt í einu kipra ég augun og rýni — eins og nærsýnn soldán sem skoðar sinn túrkís-hring — í jarðleirsins bók, þessa bóklegu jörð, þetta útskitna rit, þessa elskuðu jörð sem færir mér kvöl eins og tónlist og orð. (1930) FLÓTTI Við skulum sitja um stund í eldhúsinu. Hvít steinolía ilmar Ijúflega. Beittur hnífur, brauðhleifur ... Geturðu ekki hert ögn á prímusnum, haft upp á snæri til að binda um körfuna — Áður en birtir förum við á brautarstöðina, og eftir það finnur okkur enginn. (1931) STALIN Við lifum, án þess að vita afjörð undir fótunum, orð okkar heyrast ekki tíu skref í burtu, en þó þarf ekki meira en að tveir komi saman, til að minnst sé fjallamannsins í Kreml. Digrir fingur hans eru feitir eins og grasmaðkar og orð hans trúverðug eins og hundraðpunda lóð. Kakkalakka-kamparnir hristast af hlátri, og hnéhá leðurstígvélin skína. í kringum hann er rumpulýður purkunarlausra pótintáta, og hann leikur sér að blindri hlýðni gervimanna. Hann smíðar og smíðar lagaboð, eins og skeifur til að kasta: einn fær í enni, einn í brúnir, einn í nára, einn í augað. Hver aftaka er fyrir honum — eins og sukksamur, bringubreiður osseti(l) stingi hindberi í munn. (1934) (1) Ossetar eru þjóðflokkur í Kákasus, og ýmsir vildu telja að Stalín ætti krn sitt að rekja til þeirra./ G.K. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.