Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 8
Enda þótt íslendingar búi við fremur dapurlegan arkitektúr yfirleitt, stafar það ekki af skorti á almennum áhuga. Þekkt fyrirbæri er það úr höfuðstaðn- um til dæmis, að fólk fer í öku- ferðir á sunnudögum um nýju hverfin til að sjá hvernig byggt er og búið. Meðal þess, sem allt- af vekur athygli áhugasamra vegfarenda, eru nokkur einbýl- ishús eftir Högnu Sigurðardótt- ur, sem hefur numið, starfað og búið í París í 33 ár. Hún ætti þessvegna að vera ókunn í föð- urlandi sínu, en er þvert á móti betur þekkt en margir þeir, sem varið hafa starfsævinni í að teikna hús á íslandi. Án efa er það vegna þess, að þau fáu hús, sem enn eru til á Islandi eftir Högnu, þykja nokkuð sér á parti og hafa þessvegna hlotið umtal og eftirtekt. Við höfum vitað af Högnu í nokkurri fjarlægð og sannspurt, að hún hefur orðið eftirsóttur arkitekt í París. Fyrir þremur árum var ég þar á ferð og ræddi þá lítillega við Högnu. Hún var þá svo önnum kafin og hafði 8 ráðstafað svo tíma sínum, að útilokað reyndist að finna smugu fyrir samtal. í sláturtíð- inni í haust, þegar ég var á ferð í París á nýjan leik, virtist álag- ið eitthvað minna og aðeins hægt um frjálst höfuð að strjúka. En ekki til muna; ég varð að koma tvisvar alllanga leið austast í París, þar sem Högna starfar í félagi við tvo franska arkitekta. Að hún gat þó yfirhöfuð séð af smástundum til samtalsins, kom ekki til af góðu — nefnilega samdrættin- um, sem plagar Vesturlönd um þessar mundir með minnkandi eftirspurn eftir vinnu — og vinnu arkitekta þar á meðal. í upphafi samtals okkar bar á góma stefnur í arkitektúr. Mód- ernisminn, sem lagði undir sig heiminn og ríkt hefur í nærri hálfa öld, spratt upp í Bauhaus í Þýzkalandi. Með honum urðu til slagorð eins og til dæmis, að hús væri „vél til að búa í“ og ekkert annað en notagildið réði útlit- inu, samanber „form follows function". Annað veifið hef ég viðrað þá skoðun mína í Lesbók og víðar, að blessaður módern- isminn hafi þegar verst lætur búið mannfólkinu hræðilega leiðinlegt umhverfi og nægir í því sambandi að minna á blokk- arhverfi í Austantjaldslöndum, Svíþjóð og á íslandi. I seinni tíð hafa sprottið fram andsvör gegn þessari stefnu, þar sem aukin áherzla er lögð á að nota öll grunnformin, ferhyrning, þrí- hyrning og hring — og svo hefur sumum arkitektum þótt tilvalið að endurlífga gömul form úr byggingarlistinni, súluna og bogann. „Ég er ekki ánægð með þá stefnu," segir Högna, „þennan post-módernisma, sem svo er nefndur. Hann er einkennilegt samkrull af gömlu og nýju og sprottinn upp í Ameríku þar sem Charles Moore og fleiri hafa leitað á þessi mið. En ég er ósnortin af því og mér finnst birtast í þesskonar verkum ein- hver sætleiki, sem ég felli mig ekki við. Við getum sagt, að arkitektúr í okkar vestræna heimi renni í tvo megin farvegi sem stendur. Annarsvegar er þessi post-mód- ernismi, en hins vegar framhald af gamla fúnksjónalismanum, sem ég vil leyfa mér að kalla nútíma klassík." . „Og þú aðhyllist fremur þá stefnu?“ „Já, ég hef ekki breytt svo mjög um skoðun; ég aðhyllist þessa nútíma klassík, en bæði hér í Frakklandi og víða um lönd eru hörð átök á milli þess- ara tveggja herbúða. Þetta sem ég nefni nútíma klassík er þróunarstig og beint framhald af módernismanum, sem búinn er að ríkja síðan á fjórða ára- tugnum. En í seinni tíð hafa orðið viss- ar breytingar, sem ég tel til bóta. Þær felast í því, að ný hús í þessum stíl eru ekki lengur eins og sléttir kassar með glugg- um, samkvæmt því sem fúnksj- ónalisminn bauð. Ef þú gefur því gætur, þá sérðu miklu meiri „strúktúr" — og þá á ég við, að burðarbitar eru ekki faldir, heldur er notkun þeirra undir- strikuð með því að láta þá koma skýrt í ljós. Mér finnst að burð- argrind af þessu tagi eigi ekki að fela og ég kann vel við það einnig að fela ekki leiðslur, held- ur hafa þær sýnilegar og leggja jafnvel áherzlu á þær eins og gert er í ríkum mæli í Pompi- dou-safninu hér í París. Síðustu tíu árin hefur arkitektúr tekið framförum í Frakklandi að mínu mati, og má rekja þær til þess að maíbyltingin 1968 hafði í för með sér miklar breytingar og algjört endurskipulag arki- tektaskólans, Beaux Arts. Eftir stríðið var byggt mjög hratt og ekki nægilega vandlega staðið að hlutunum. Núna er jafnvel verið að brjóta niður hús, sem byggð voru um 1960 — en voru svo illa byggð, að ekki þótti borga sig að halda þeim við. Þótt merkilegt megi virðast í annari eins borg og París, er Pompidou-safnið fyrsta bygg- ingin frá stríðslokum, sem vek- ur einhverja athygli að ráði. Þá eins og oftar hér, var efnt til alþjóðlegrar samkeppni og það voru Breti og ítali, Rogers og Piano, sem unnu þá samkeppni.1'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.