Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1983, Blaðsíða 10
HÖGNA: WÁhugi á því listræna í arki- tektúr er mun meiri á íslandi. Hér í Frakklandi er þess kraf- izt umfram allt, aö kostnaöur fari ekki framúr áætlun og aö tímamörk standist.íí Að ofan: Sumar bygg- ingar teiknar Högna ein, t.d. þessar sumar- búðir í Vassiviere en Limousin, sem eru i vegum franska Alþýðu- sambandsins. Til vinstri: Skálaö fyrir unnu verki: Högna ásamt arkitektunum tveimur (með yfirskegg) sem hún vinnur með. Til hægri: Eitt nýjasta verk Högnu og félaga er tækniskóli í einni út- borg Parísar. Hér sést aðalinngangurinn og innigata, sem setur sér- stakan svip á bygging- una. Sjá einnig efstu mynd á bls. 11. nánast ekki neitt af því sem Högna og aðrir arkitektar hafa verið að kljást við á síðustu áratugunum. Miðhluti Parísar er enn sem fyrr með sínum gamla svip og ekki að sjá að mikil endurnýjun hafi átt sér stað þar. Nútíma skýjakljúfar úr áli og gleri hafa ekki breytt mynd borgarinnar og þegar lit- ið er yfir hana af góðum útsýn- isstað — til dæmis efstu hæð Pompidou-safnsins, þá sér maður þesskonar byggingar hreinlega hvergi. Þegar komið er út fyrir miðjuna, ber hins- vegar fyrir augu klasa íbúðar- háhýsa, sem yfirleitt bera ekki vott um mikið ríkidæmi í and- anum hjá þeim sem teiknað hefur. En frá því eru þó mark- verðar undantekningar og á leiðinni út á Orly-flugvöll er farið framhjá nýjum eða nýleg- um stórbyggingum, sem lofa meistara sína og geta vel talizt stórglæsilegar. En til að sjá verk Högnu, verður að halda enn utar — til nýborganna utan Parísar. Högna: „Uppá síðkastið hefur margt athyglisvert risið í nýju borgunum. Fimm sjálfstæðar borgir hafa verið skipulagðar í 15—20 km fjarlægð frá París — og aðrar fjórar úti á landi. Bret- ar áttu frumkvæði að því að skipuleggja nýborgir á þennan hátt, enda standa Bretar sig vel í nútíma arkitektúr. En af því sem ég hef sjálf teiknað, og byggt hefur verið uppá síðkastið, er til dæmis leikskóli og barnabókasafn í nýborginni Evry — og skóli í einum af þessum nágrannabæj- um. Sá skóli, Cite Scolaire du Luz- ard í Marne la Valée, er mennta- skóli, sem þó er tvískiptur: Ann- arsvegar málaskóli og hinsvegar tækniskóli. Við unnum sam- keppni, sem fram fór 1978 og reis byggingin fyrir einu ári og er hluti af miðkjarna þessa nýja bæjar og fellur inn í skipulag hans. Skólahúsið er í raun þrjár byggingar og byggðar á þann hátt, að allir burðarhlutar eru forsteyptir, en hitt er hlaðið. Þetta er nokkuð sérkennileg bygging og að ég held vel heppn- uð. Einskonar yfirbyggt stræti liggur í gegnum hana endilanga og lögð hefur verið áherzla á, að skólinn sé virkilega opinn og hluti af miðbænum og þarmeð er komið óraleið frá þeirri gömlu hugmynd, að skóli sé eitthvað, sem lokað er innan rammgerðra veggja. Þær reglur gilda hér, að til myndskreytinga á opinberri byggingu á að verja einu pró- senti af þeim 40 prósentum, sem ríkið leggur til af kostnaði. Sú upphæð nam í þessum tiltekna skóla 250 þúsund frönkum. Efnt var til samkeppni meðal fjög- urra listamanna, sem sérstak- lega voru valdir og ég átti sæti í dómnefndinni, sem valdi end- anlega verkið." „I því sambandi væri forvitni- legt að heyra um afstöðu þina til lita og litanotkunar í og utan á byggingum. Ég hef stundum ymprað á því, að í okkar skóg- lausa og meiripart ársins grá- leita umhverfi, virðast arki- tektar logandi hræddir við liti. Uppáhaldslitur þeirra virðist vera grátt og þá getur allt orðið grátt, himinninn, landið, göt- urnar og húsin. Er það nú ekki einum of grátt?“ „Kannski málar þú þetta full grátt. Eg er víst einn af þeim arkitektum, sem ekki nota mikið liti og vil helzt að byggingarefn- in fái að njóta sín í upprunalegri mynd. Steinn er steinn og steinn er oft grár, rétt er það. Hvað snertir nýjan arkitektúr hér, þá er þetta ailavega. í nýju bæjun- um, sem við höfum minnzt á, finnst mér, að arkitektar noti mikið liti; sérstaklega þeir sem teljast post-módernistar." Já, ég hef orðið var við, að þeir virðast ekki nándar nærri eins hræddir við liti. Annars er þetta ef til vill ekki spurning um litahræðslu heldur að þykja grái liturinn svona langsam- lega fallegastur.“ „Mér þykir steinsteypa falleg eins og hún kemur úr mótunum, — ef hún er vel unnin. En steinsteypa getur orðið með margskonar litbrigðum, sem þá er blandað í hana og sumir, til dæmis Richardo Bofill, nýta sér það. En fyrst og fremst er ég hrifin af steypunni vegna þess, að með henni nær maður hvaða formi sem er. Hér er steinsteyp- an miklu sjaldnar látin standa eins og hún kemur úr mótunum; yfirleitt er múrhúðað, eða klætt að utan með steinflísum eða mósaík. Vilji maður hafa ópúss- aða veggi og taki það fram í út- boðslýsingu, þá kostar það meira, vegna þess að þá þarf að nota stálmót og einingarnar eru þá gjarnan forbyggðar, ann- aðhvort á staðnum eða í verk- smiðju. En þannig einmitt er minn eftirlætis frágangur. Fleira er í áferð sem kemur til greina. Stundum tíðkast að steypa með grófri, sæbarðri möl og síðan er ytra borðið þvegið áður en steypan harðnar alveg og við það fæst sérstæð og falleg áferð." „Ertu einnig spör á liti innan- húss?“ „Já, frekar. Innanhúss nota ég mest hvítt, og svo litinn á þeim efnum, sem fyrir koma, svo sem timbri. Ég vil hafa fáa liti og þá fremur að ég noti þá á smáfleti. íil að fá pottþéttan heildarsvip, væri æskilegast að geta ráðið vali á gluggatjöldum og hús- gögnum. En því er sjaldnast að heilsa. Við ráðum yfirleitt engu um innkaup á húsgögnum í skólabyggingar, svo dæmi sé tekið, — og oftast finnst mér eftir á, að valið á þeim hafi tek- izt illa.“ „Þú þekkir brandarann um arkitektinn, sem verður alveg sótsvartur af bræði vegna þess að einhver viðskiptavinur hefur leyft sér að skipta um glugga- tjöld. Finnst þér æskilegt aö geta ráðið vali á húsgögnum í hús sem þú teiknar?" „Æskilegt finnst mér það, en til þess get ég vart ætlazt." ■ „En ertu að teikna eitthvað, sem byggt verður á íslandi?" „Já reyndar. Ég er að byrja að teikna tvö einbýlishús, sem byggð verða á Kjalarnesi. Sú vinna er alveg á frumstigi énn- þá, en fyrir liggur að þessi hús verða um 250 fermetrar og mér hafa verið gefnar frjálsar hend- ur. Það er mikið traust sem felst í því. Ég mun leggja mig alla fram og leitast við að vinna þessi hús vel; finnst stórkostlegt að fá tækifæri til þess að vinna heirna." 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.