Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 2
íslenzka óperan: Söngleikurinn Míkadó. Frumsýning 11. marz. Gilbert og Sullivan mennirnir á bak við Míkadó ásamt D’Oyly Carte, sem kom þeim saman og gerði söng- leikinn mögulegan á sínum tíma — en sá aðdragandi er rakinn hér. Gamansöngleikir Gilberts og Sullivans þykja afburða skemmtilegir, en eru lítt þekktir hér. Mikael M. Karlsson, dósent í heimspeki við Háskóla íslands, tók saman. Örlagakvöld snemma árs 1875 datt það í W.S. Gilbert að heilsa upp á kunningja sinn Richard D’Oyly Carte i Royalty leikhúsinu í Lund- únum. D’Oyly Carte var maður fjöl- menntaður og óvenjulega hæfi- leikaríkur. Hann var alinn upp við tónlistarhefð, var ágætt tónskáld og hafði samið létta söngleiki fyrir St. George’s Hall og Opéra Com- ique leikhúsin. Yfirburðir hans voru þó fremur öðru fólgnir í ein- stæðum hæfileikum til að skipu- leggja og stjórna og að finna — löngu á undan öðrum — hvar list- rænir og fjárhagslegir möguleikar lágu fólgnir. Hann hefði einnig til að bera gífurlegan metnað. Þegar þetta gerist er D’Oyly Carte 31 árs gamall og leikhús- stjóri Royalty leikhússins. Hann var þegar farinn að gæla við þá hugmynd sem hann síðar kallaði „markmið lífs míns“: „að koma á laggirnar enskri gamanóperu í leikhúsi sem einvörðungu væri helguð þeirri starfsemi"; en á þess- ari stundu hafði hann brýnna vandamál að kljást við. Royalty var að setja upp La Pér- ichole eftir Offenbach, fjörugan leik, en of stuttan fyrir kvöldsýn- ingu. D’Oyly Carte vantaði eitt- hvað til að fylla dagskrána, eitt- hvað drepfyndið og alenskt. Átti Gilbert eitthvað í pokahorninu? Jú, hann hafði þá nýlokið við að semja leiktexta, sem hentaði í ein- þáttung upp úr gamankvæðinu Kviðdóminum (Trial by Jury) sem hann hafði birt fimm árum áður í grínblaðinu Fun (Kviðdómurinn er annað af tveimur leiktextum Gil- berts sem hafa verið þýddir á ís- lensku). Víst vildi D’Oyly Carte sviðsetja verkið — sem er með því besta sem Gilbert skrifaði — en Arthur Sulli- van skyldi semja tónlistina; og hann sendi Gilbert til fundar við Sullivan. Reyndar höfðu þeir Gilbert og Sullivan unnið saman einu sinni áður árið 1871. Sullivan hafði sam- ið tónlist við Thespis, verk sem var fremur þungt og hæðið byggði á goðsögu og gerðist á Ólympsfjalli. Gilbert lýsti verkinu sem „Án Ent- irely Original Grotesque Opera in Two Acts.“ Það var illa æft, sett upp í leikhúsi sem hentaði alls ekki (Gaity, þekkt fyrir skrípaleiki) og viðtökurnar eftir því. Það kolféll. Engu að síður gerði D’Oyly Carte sér þá þegar grein fyrir þeim miklu möguleikum, sem fólust í því að sameina texta Gilberts og tónlist Sullivans. „Það var hrollkalt um morg- uninn þegar Gilbert kom heim Richard D’Oyly Carte var þekktur maður í Englandi á síðari hluta síðustu aldar og óþreytandi áhugi hans varð til þess að koma Gilbert og Sullivan saman — og Míkadó á laggirnar. til mín til að lesa fyrir mig Kviðdóminn. Mér virtist hann lesa annars hugar og með stig- vaxandi vanþóknun eins og hann hefði orðið fyrir sárum vonbrigðum með eigið verk. Þegar lestrinum var lokið skellti hann aftur handritinu að því er virtist óafvitandi um að hann hafði náð markinu a.m.k. hvað mig varðaði, því ég hefði grátið af hlátri undir lestrinum. Texta og tónlist og öllum æfingum var lokið á þrem vikum.“ þannig minntist Sullivan þessara at- vika síðar. Að venju reyndist hugboð D’Oyly Carte rétt:Kviðdómurinn var frumsýndur í Royalty leik- húsinu þann 25. mars 1875. Gilbert t.h. og Sullivan. Hupr beggja stóð til alvarlegra, listrænna tilþrifa, en svo fór að alvarlegu verkin gleymdust, en léttmetið lifði. Fannst hann vera að sóa hæfileikum sínum Um William S. Gilbert William S. Gilbert fæddist í Lundúnum 18. nóvember 1836. Faðir hans, sem var læknir í sjó- hernum lét af þeim störfum á miöjum aldri til þess að geta helg- að sig ritstörfum. Gilbert sótti fyrst skóla í Boul- ogne en stundaði síðan nám í Great Ealing skólanum. Þegar á unglingsárum var leiklistaráhugi hans vakinn. Hann samdi leikrit fyrir skólafélaga sína og var þá oft allt í senn framleiöandi, leikstjóri, sviðsstjóri, leiktjaldamálari, og þegar svo bar undir, í aðalhlut- verki. Sextán ára að aldri hóf hann nám við King’s College í Lundúna- háskóla. Þá þegar var sérstakur persónuleiki hans mótaöur: Út á við var hann hrjúfur, skapbráður, og þckktur fyrir neyðarleg tilsvör; en undir niðri var hann rómantísk- ur og viðkvæmur og lifði mikið í cigin hugarheimi. Megin árangur hans í Lundúna- háskóla virtist hafa verið að breyta Vísindafélagi King’s College í leik- félag. Skömmu áður en hann lauk B.A. prófi lentu Bretar í Krímstríð- inu og Gilbert hafði mikinn hug á að komast í stórskotalið hennar hátignar. En stríöinu lauk og þar meö draumum hans um hernaðar- frama. Gilbert gerðist nú starfsmaður hins opinbera en hafði megnustu óbeit á starfinu. í tómstundum gat hann samt skrifað og á kvöldum las hann lög. Árið 1861 tamdist honum arfur. Þetta gerði honum kleift aö segja upp hjá ríkinu og opna eigin lög- fræðistofu. Um þetta leyti byrjaöi hann að skrifa fyrir hið nýstofnaða skemmtitímarit Fun. Hann skrif- aði list- og leikhúsgagnrýni, sögur, Ijóð og jafnvel þjóðfélagsádeilur. Merkasta framlag hans til blaösins var þó bálkur mynd- skreyttra gamankvæða (Gilbert var afbragðs skopteiknari) sem varð þekktur undir nafninu Bab Ballads, því „Bab“ var gælunafn Gilberts sem hann notaði síðar sem höfundarnafn. Margir af frægustu gamansöngleikjum Gil- berts og Sullivans byggja á efni úr Bab Ballads. imi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.