Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 13
Bjarni Sigurðsson frá Mosfelli Alla ævi mína hefi ég beðið þig að sýna mér kraftaverk, Guð minn. Ég hlustaði eftir svari þínu, en heyrði aldrei annað en þögnina. Á hverju kvöldi lagðist ég til svefns úrvinda af þreytu og andvökum. En loksins nú, þegar ég er dauður, kem ég auga á undur kraftaverka þinna frá vöggu til grafar. Manstu, hvað þeir voru glaðir morgnarnir ájörðunni okkar, Guð? STRlÐ íSUÐURÁLFU Geld brjóst sogin skorpnum vörum, hljóðnaður grátur loðir við þurran sand, þar sem grasið greri á misseri uppskerunnar. Geld brjóst bitin í áfergju soltinna tanna. Kúlum rignir, þær smjúga og tæta dreyrug brjóst hungursins. Og blóð, sem drýpur í reiða jörð blandast eldum hádegisins. í logheitu myrkri bíða dumbrauð brjóst samt nýrrar dögunar. Ólíkt höfumst viö að: Vér mótmælum allir — eða: Ég neyðist því til að segja já. Ég neyðist því til að segja já Því hefur verið haldið fram, að sjónvarp geti haft óæskileg áhrif á stjórnmál og þá helst á mat almennings á stjórnmála- mönnum. Eftir að sjónvarp kom til skjal- anna, skipti ytra útlit og framkoma meira máli fyrir vinsældir og frama stjórnmála- manna, heldur en dugnaður, þekking, sjálfsvirðing og ábyrgðartilfinning. FuII- yrðingar um þessa brenglun á almennings- áliti voru háværari hér á landi, áður en íslenska sjónvarpið var sett á stofn. Þá höfðu þær fregnir borist vestan frá Banda- ríkjum Norður-Ameríku, að fyrir forseta- kosningar þar væri sjónvarpsáróðurinn lang máttugastur og þá skipti mestu máli, hversu listilega frambjóðendur væru farð- aðir og kembdir, hve snjallir leikarar þeir væru „to make a good show“. Ég hygg að íslenska sjónvarpið hafi þeg- ar fært okkur sanninn um hið gagnstæða. En eigi að síður hefur það ótvíræð áhrif á stjórnmálabaráttuna, og þá miklu fremur til gagns og skilningsauka. Islendingar eru yfirleitt gagnrýnir á menn og málefni og forvitni er hér landlæg frá fornu fari; sú forvitni, sem vill kanna það sem dylst að baki frétta og fullyrðinga. Þá hefur þjóðin verið lítt næm fyrir sefjun. Virðist lundarfar almennt vera með þeim hætti í þeim áttabarningi, sem hér ríkir á freralandi, og einnig hafa vitrir menn og virtir löngum varað við múgsefjunargerlin- um. íslenska sjónvarpið hefur lagt sig fram um að birta almenningi raunsanna mynd af stjórnmálamönnum og öðrum forystu- mönnum í félagsmálum og gætt hlutleysis og sanngirni. Beinar útsendingar úr sjón- varpssal hafa veitt almenningi gleggri inn- sýn í meðferð aðskiljanlegustu malefna og betri möguleika, en nokkru sinni fyrr, að átta sig á hæfileikum leiðandi manna, t.d. alþingismanna. Hæfir og einarðir frétta- menn og fyrirspyrjendur eiga þar löngum hlut að máli. Mjög horfði til framfara, þegar unnt varð að sjónvarpa beint úr þingsölum, er af- drifaríkar ákvarðanir eru þar á dagsskrá. Mun þeim í fersku minni, er sáu sjónvarps- útsendingu frá atkvæðagreiðslu alþing- ismanna um þá ákvörðun Alþjóðah valveiði- ráðsins að banna hvalveiðar innan nokk- urra ára. Þar sem um viðkæmt mál var að ræða, gerðu margir grein fyrir atkvæði sínu. Var fróðlegt að fylgjast með málflutn- ingi; sérstaklega þeirra, sem yfirlýstu, að þeir neyddust til að segja já, þótt þeir í hjarta sínu vildu segja nei. Þeir voru ámóta viðkvæmir og konungkjörnu þingmennirnir á þjóðfundinum 1851, sem Björn Halldórs- son í Laufási orti síðar um „Eitt lystilegt gylliniklenódí,“ þar sem segir m.a.: „Ég er konungkjörinn; klökkt er brjóst og ragt. Frelsisheimtarhjörinn hef ég frá mér lagt. Enga hygg ég bíöi bót lítili sveinn, þótt brjóti bág blokka stórum mót.“ Þeir voru að vísu ekki konungkjörnir, þingmennirnir, sem greiddu hvalveiðibann- inu jáyrði sitt, en þeir treystust ekki til að „brjóta bág bokka stórum mót“. Berskjald- aðir frammi fyrir landslýð kváðust þeir ekki geta fylgt sannfæringu sinni af ótta við markaðsbönn. Lengi höfðu íslendingar lotið lágt fyrir erlendum kúgurum, en þegar fjötrar þess ofríkis brustu, virtist sem þessi framsækna þjóð yrði ekki auðbuguð og allra síst með hótunum um viðskiptahöft. Þarna á sjónvarpsskjánum blasti við und- arlegt sambland af þekkingarskorti og kjarkleysi, sem ekki var í nokkru samræmi við þá stefnufestu og hugrekki, er forystu- menn þjóðarinnar sýndu í langvinnri bar- áttu fyrri stækkun landhelginnar. Raunar sýnist það nokkur váboði, sem vert er að gæta sín á og taka mið af, þegar þingmenn herpast í keng af samviskukvölum7 ræðu- stóli og skyrpa út úr sér orðum sem þess- um: „Ég neyðist því til að segja já. “ Afleið- ing af þeirri afstöðu, sem meirihluti á al- þingi Islendinga tók til hvalveiðibannsins, kann að verða svo afdrifarík, að þessi yfir- lýsing þingmannsins verði talin jafn sjálf- sögð til varðveislu í skólabókum framtíðar- innar og orð fylgismanna Jóns Sigurðsson- ar á þjóðfundinum 1851, „Vér mótmælum allir,“ en sem dapurleg andstæða þeirra og tákn um afturhvrf til þeirrar þrælslundar, sem Jón upprætti með áhrifum sínum á liðinni öld. Vonandi er hér tekið allt of djúpt í ár- inni, en sjónvarpsútsending úr þingsölum sýndi mynd til viðvörunar og það er ótví- ræður kostur þeirrar tækni. Alþingi er nær okkur, fólkinu í landinu, og því verður óhægt að draga fjöður yfir mistök, sem kunna að gerast í hinu virðulega húsi lög- gjafarvaldsins við Austurvöll. Bolli Gústavsson í Laufási. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.