Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 4
Léttmetið varð lífseigast Um Arthur S. Sullivan Arthur S. Sullivan fæddist í Lundúnum 13. maí 1842. Hann var kominn af fátæku en velmetnu fólki. Faðir hans var írskur tónlist- armaður, vel menntaður og varð hann hljómsveitarstjóri Royal Mil- itary College að Sandhurst. „Ég hefi ekki verið orðinn meira en fjögurra eða fimm ára gamall," skrifaði Sullivan síðar, „þegar augljóst var að ég yrði tón- listarmaður og ekkert annað kæmi til greina.“ Þegar hann var átta ára gat hann ieikið á öll blást- urshljóðfærin í hljómsveit föður síns. Sullivan var fyrst í einkaskóla í Bayswater, en árið 1859 fékk hann inngöngu f „Chapel Royal“, úrvals drengjakór, sem söng fyrir kónga- fóik og við hátíðlegustu tækifæri. Stjórnandi kórsins, síra Thomas Helmore, stuðlaði mikið að mennt- un Sullivans bæði á sviði tónlistar og klassískra fræða, og piltur reyndist afbragðs söngmaður. í „stöðugum ótta“ við að vera staðinn að verki, samdi Sullivan kirkjulega tónlist í rúmi sínu að næturlagi. Árið 1855, aðeins þrett- án ára að aldri, birti hann sálminn „O Israel“. Ári síðar hlaut Sullivan, fyrstur manna, Mendelssohn-styrk við Royal Academy of Music og augu allra tónlistarunnenda í Bretlandi beindust að honum. Framfarir hans voru undraverðar og 1858 var hann sendur til náms við Leipzig Conservatorium sem þá var mið- stöð tónlistarlífs í Evrópu. Þar nam hann og vann með góðum árangri í þrjú ár og hlaut óspart lof kennara sinna. Síðasta árið í Leipzig samdi hann sitt fyrsta stóra verk, The Tempest, sem var tónlist við leikrit Shakespeares með sama nafni. Eftir heimkomuna til Englands var The Tempest flutt í Kristals- höllinni (Crystal Palace) 5. apríl 1862 við gífurlega hrifningu. Sulli- van var frægur maður að morgni næsta dags. Næstu árin vann Sullivan sem organisti og samdi þá góða tónlist af ýrasu tæi. Kenilworth, kantata sem hann samdi í samvinnu við vin sinn Henry F. Chorley, var flutt á tónlistarhátíðinni í Birm- ingham árið 1864. Sama ár samdi Sullivan balletttónlist L’lle En- chantée og var verkið flutt í Cov- ent Garden. Þetta var fyrsta tón- listin sem hann samdi fyrir leik- hús. Suilivan dvaldist á írlandi á meðan hann vann að Irísh Sym- phony, viðamestu tónsmíöinni sem hann samdi. Hann stjórnaði verkinu í Kristalshöllinni í mars 1866 — áheyrendur voru 3.000. Sullivan unni föður sínum mjög, og þegar hann lést síðar á árinu, samdi Sullivan oratorio In Mem- oríam sem var flutt á tónlistarhá- tíðinni í Norwich þann 30. októ- ber. Uppákomur á árinu 1867 urðu fyrstu spor Sullivans á braut gam- anleikja. F.C. Burnand, síðar rit- stjóri Punch, vildi gera söngleik úr skopleik Maddisons Morton, Cox and Box. Söngleikinn átti aö flytja í íburðarmikilli veislu á heimili hans. Hann taldi Sullivan á að semja tónlistina, og kölluðu þeir árangurinn Box and Cox. Verkið þótti svo skemmtilegt að það var útsett fyrir hljómsveit og flutt í Adelphi-leikhúsinu. Og það sem meira var, Sullivan og Burnand voru taldir á að semja annað grínstykki, Contrabandista, sem var flutt sama ár í St. George’s Hall. Sullivan leit á þessi ævintýri sem meinlaus hliðarspor, sem eng- in áhrif hefðu á framtíð hans sem alvörutónskálds. Hann stefndi hátt, samdi Ijóðaflokka, sálma og kantötur og var eftirsóttur stjórn- andi um gjörvalt England. Hann var í uppáhaldi hjá Viktoríu drottn- ingu og náinn vinur Alberts prins hertoga af Edinborg. Verk hans, Overture di Ballo, sem flutt var á tónlistarhátíðinni í Birmingham árið 1870 fékk framúrskarandi góðar viötökur. Þegar prinsinn af Wales fór að hressast af tauga- veikinni sem hann fékk 1872, fagnaði Sullivan því með Te De- um, sem flutt var af 2.000 manns í Kristalshöllinni. 1873 samdi hann oratorio sem nefndist Light of the World. Það var þriðja verkið sem flutt var í Birmingham og hans stærsti tón- listarsigur. „Það mun hefja breska tónlist í æðra veldi,“ sagði Vikt- oría drottning. Árið 1876 var Sullivan sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í tónlist við Cambridgeháskóla og þremur ár- um síðar fylgdi Oxford í kjölfarið. Viktoría aðlaði hann 1883. Semsagt, fram til ársins 1875, þegar samvinna hans við Gilbert hófst fyrir alvöru var Sullivan dáð- asti höfundur æðri tónlistar á Englandi. Þótt hann héldi áfram að semja slíka tónlist til æviloka, þá fór þó æ meira af starfsorku hans í gamansöngleikina. Þetta var litið óhýru auga af þeim sem væntu þess að hér væri á ferðinni „enskur Mozart“; og sjálfum fannst honum þetta ógna sinni raunverulegu lífsköllun. Honum fannst tónlist sín lúta um of texta Gilberts — og þetta varð tilefni sífelldra árekstra. Staðreyndin virðist sú, að þó Sullivan hefði óumdeilanlega hæfi- leika og réði yfir gífurlegri tækni og verk hans sannarlega verð að- dáunar, þá vantaði herslumuninn á, að þau loforð sem hann gaf ung- ur, stæðust, og þær vonir sem við hann voru tengdar, rættust. Frægð hans í dag grundvallast á þeim tónsmíðum sem honum sjálf- um fundust léttúðarfullar. Eina stóra óperan sem hann samdi, Ivanhoe, var sett á svið árið 1891 af hans gamla vini D’Oyiy Carte — en þrátt fyrir það náði hún ekki vinsældum. Arthur Sullivan var sívinnandi til dauðadags, 22. nóvember 1900. Drottning mælti svo fyrir, að útför hans skyldi gerð á kostnað ríkis- ins. Hann var jarösettur í St. Paul’s dómkirkjunni í Lundúnum. „Þú kemur út og blístrar alla leiðina heim“ Stutt samtal við Garðar Cortes formann íslenzku Öperunnar Æfing hjá íslenzku Óperunni á Míkadó. Frá vinstri: Hrönn Hafliðadóttir, Hefur nokkur af gamanóperum þeirra Gilberts og Sullivans verið sýnd áöur á íslandi, Garðar? Ekki sem leiksýningar, ekki sem óperuuppfærslur. Hinsveg- ar hefur Trial by Jury, sem var þýtt „Mál fyrir dómi“ verið sýnt í sjónvarpinu einu sinni. Það eru til tvær þýðingar af því verki: önnur er kölluð „Réttarhöldin" en hin „Mál fyrir dómi“ og það var sýnt í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum, mig minnir 1976 eða ’77. Hin þýðingin var flutt sem tónleikar í Gamla Bíói árið 1970 eða ’71 með fullskipaðri hljómsveit og kór. Af hverju heldur þú að þeir Gil- bert og Sullivan séu ekki meira þekktir hér á iandi? Ég veit það ekki. En skýringin gæti verið sú að tiltölulega fáir íslenskir söngvarar eru mennt- aðir í Englandi. Og maður verð- ur að fara til Englands til að komast í raunverulega snertingu við þessa ensku söngleiki. ís- lenskir söngvarar hafa venju- lega leitað til Þýzkalands eða ít- alíu til náms; ég lærði hins vegar í Englandi og kynntist þess vegna þeim fjársjóðum sem óperettur Gilberts og Sullivans eru. Best get ég trúað að þetta væri skýringin. En því hefur tónlist þeirra ekki náð til fleiri, t.d. í gegnum hljóm- plötur? Sko, það getur verið tvíeggjað að reyna að kynna Gilbert og Sullivan utan leikhússins. Þótt Englendingar séu vandvirkir og miklir listamenn á allan hátt í sambandi við tónlist, þá hef ég aldrei heyrt plötuupptöku af Gilbert og Sullivan sem hefur verið frambærileg. Þótt þetta sé kannski ekki háleit tónlist þá er hún samt mjög skemmtileg mús- ík; þegar þú ferð t.d. í óperuna Míkadó, þá kemur þú út og blístrar alla leiðina heim, og það sem eftir er, næstu vikur og næstu mánuði, melódíur úr þess- ari óperu. Einhvernveginn hefur samt tekist að klúðra upptökum þannig að það er ekkert gaman að hlusta á þær. Þær eru illa sungnar, illa spilaðar, og upp- tökur lélegar. Ég veit ekki skýr- inguna á þessu og þetta er ekki sagt til þess að lítillækka nokk- urn mann eða fyrirtæki — en þetta virðist vera staðreynd. Hvernig heldur þú að Gilbert og Sullivan verði tekið hér á landi? Ágætlega. Við íslendingar eig- um „húmor“ og þetta er „húrnor" allt í gegn. Kannski eigið þið eftir að sýna fleiri af verkum Gilberts og Sulli- vans í framtíðinni. En hvers vegna varð Míkadóinn fyrst fyrir valinu? Margt kemur til. En fyrst og fremst það, að þetta er eitt allra besta verk þeirra félaga. í öðru lagi átti ég þýðingu sem ég keypti af Jóni Ásgeirssyni fyrir áratug og Ragnheiður H. Vig- fúsdóttir hafði þýtt verkið fyrir hann. Loks álitum við að Míkadó væri meðfærilegt á okkar sviði og þyrfti ekki að kosta mikið í uppfærslu og við getum þá von- andi unnið upp tapið á t.d. Töfra- flautunni og jafnvel safnað í sarpinn fyrir næstu óperu. Hvað viltu segja okkur um hlut- verkaskipan? Þetta er einvalalið. Míkadó eða Japanskeisara syngur Krist- inn Hallsson. Kókó háyfirböðul keisarans, sem er framúrskar- andi athafnasamur í orði en ekki á borði, leikur Bessi Bjarnason, sem við vorum svo heppin að fá að láni frá Þjóðleikhúsinu. Að- stoðarmann hans, Pú-Kó, sem hefur á hendi allar tignar- stöður aðrar en háyfirböðuls- embættið, leikur Steinþór Þrá- insson, annar þeirra sem sungu Papagenó í Töfraflautunni. Hinn aðstoðarmanninn, Pish-Tush, leikur Hjálmar Kjartansson, traustur bassi eins og Kristinn. Katrín Sigurðardóttir (Papa- gena í Töfraflautunni), Elísabet F. Eiríksdóttir og Soffía H. Bjarn- leifsdóttir leika þrjár skóla- stúlkur. Tenorinn ástsjúka, Nanki-Pú, leikur Júlíus Vífill Ingvarsson sem lék Mónóstatos í Töfraflautunni. Og síðast en ekki síst er slæma kerlingin sem verður nú að vera í öllum svona óperettum; hún er sungin af Kristinn Hallsson og Bessi Bjarnason. Hrönn Hafliðadóttur, en hún kom sérstaklega frá Vínarborg til að syngja í Töfraflautunni og þetta hlutverk. Leikstjórn annast Francesca Zambello aðstoðarleikstjóri við Metropolitan-óperuna í New York og aðalleikstjóri við Colo- rado-óperuna. Michael Deegan leikmyndahugsuður við Metro- politan-óperuna teiknaði sviðs- myndina. Hann hefur sent okkur líkan af henni, alveg stórkost- lega falleg mynd. Marc Tardue sem hefur verið æfingastjóri og síðan í nóvember hljómsveitar- stjóri Töfraflautunnar, mun æfa hljómsveitina þangað til ég tek við. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.