Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 14
Efstir á vinsælda- listanum Framh. af bls. 5. að gefa út og komast inn á markaðinn. Það er hins vegar ómögulegt að vera þar árum saman. Sérhæfð ný útgáfu- fyrirtæki hafa veika aðstöðu vegna þess að þau hafa ekki eldri bækur til að hlaupa upp á (og) sem alltaf seljast." Viðkvæmasta útgáfan eru ljóðabækur og fagurbókmennt- ir. „í raun og veru er það fyrir- fram dauðadæmt að gefa út fag- urbókmenntir og ljóð,“ segir Jarl Borgen, bókaútgefandi, sem þrátt fyrir það hefur gefið út hvort tveggja síðan hann stofn- aði Bogens Forlag. í þá daga — árið 1948 — var ferðast um á hjóli milli sjálenskra bóksala. Á síðastliðnu ári voru gefnar út 330 bækur hjá Bogens Forlag, veltan var 26,5 milljónir danskra kr. og „Borgen" var sá sem helzt gaf út ungu ljóðskáld- in. „Þetta er virðingarvert, en enga peninga að hafa upp úr því. Ljóðasöfn eru gefin út í 500 ein- tökum og seld í 200 eintökum. Og bæði útgáfufyrirtækið og höfundurinn vita fyrirfram, að bækurnar munu aldrei slá í gegn. Eins og er auglýsir Borgen 20 skáldsögutitla í fyrstu skáldaherferð ársins. Um 17 þeirra segir Jarl Borgen fyrir- fram: „Alveg vonlausar." Tómstundabækurnar eru undirstaðan Það eru fag- og tómstundarit sem hinar útgáfurnar lifa af. Það sama er uppi á teningnum hjá Gyldendal. Þar eru skáldrit- in í heiðurssæti í orði kveðnu, en meðal fjárhagslegra máttar- stólpa eru „Rauðu orðabækurn- ar“ því orðabækur eru prentað- ar aftur og aftur og ganga þann- ig eins og rauður þráður gegnum alla bókaútgáfu. „Nýjabrumið er farið af skáldritunum," segir fram- kvæmdastjóri Uffe Andreasen áfram: „Mestur hluti þeirra bóka sem trjónuðu í jólabóka- flóðinu hafa tapað glansinum. Matreiðslubók eða bók um fiska- búr selst betur en þær sem lof- uðu góðu og voru vinsælar í haust.“ Þrátt fyrir stuttan líftíma bókanna, hafa auglýsingarnar allt að segja. Jarl Borgen segir: „Án dagblaðanna væri engin bókaútgáfa. — Ef dagblöðin hættu að auglýsa bækur væri út um danska bókaútgáfu." Útlitið hefur mikið að segja Prófessor Hans Hertel við há- skólann í Kaupmam.ahöfn segir: „Það er ekki verra að vera ungur kvenrithöfundur sem myndast vel og byrja þá á því að gefa út ástarlífssögu." „Viðtal í einhverju síðdegis- blaðanna er sterkur leikur og fréttaklausa í íhaldsamari blöð- unura og svo fremi sem Bresjnev 14 hafi ekki dáið samdægurs, er al- veg eins líklegt að sjónvarpið taki nokkurra mínútna viðtal við hana. Og allt í einu er bókin metsölubók. Rithöfundurinn er orðinn þekktur. Bókaútgáfan réttir úr kútnum fjárhagslega." Bókaklúbbarnir grípa oftast metsöluhöfundana glóðvolga; þeir hafa mikil áhrif á danskt lestrarefni og lestrarvenjur. Prófessor Hans Hertel lýsir þessum áhrifum á eftirfarandi hátt: „í hjarta Kaupmannahafnar hafa 10 manns aðsetur hjá tveim útgáfufyrirtækjum og velja rúman helming alls þess lestrarefnis sem danskur al- menningur innbyrðir." Það eru 23 bókaklúbbar í Danmörku. Þeirra voldugastir og sem mest áhrif hafa á bók- menntasmekk fólks eru Lade- mann og Gyldendal-bókaklúbb- arnir. Innan Lademann-fyrir- tækisins eru 12 bókaklúbbar. Upplýsingastjórinn hjá Lade- mann Christan Hald upplýsir, að félagarnir innan bókaklúbb- anna séu 400.000 talsins. Innan Gyldendal-fyrirtækisins eru 5 bókaklúbbar. í hinum stærsta þeirra eru 210.000 félagar. Þar eru oft gefnar út baékur í 40—90 þúsund eintaka upplagi. Bókaklúbbskonan Aðalstjórnandi stærsta bóka- klúbbs Gyldendals, sem margir kalla valdamestu manneskju danskra bókmennta nú, er for- stjórinn Jette Juliusson. Hún hefur ásamt meðstjórnendum bókaklúbbsins aukið mjög tekj- ur Gyldendals-fyrirtækisins. Hversu há sú upphæð er veit enginn, því bókaklúbburinn hef- ur ekki sjálfstætt bókhald. „Við fáumst lítið við tölur og útreikn- inga gagnstætt því sem fólk heldur. Við erum oft spurð hvaða fræðingar séu á okkar snærum, eða hvað við eyðum miklu í markaðskönnun. Ekkert slíkt er notað hér,“ segir Jette Juliusson forstjóri. Það sem ræður úrslitum um, hvað gefið er út, er aftur á móti álit Jette Juliusson og fimm eða sex annarra sem sitja ritstjórn- arfundi fyrirtækisins. „Ef eitthvert okkar verður hugfangið af einhverri bók — ja, þá hlýtur eitthvað að vera við hana og þá er hún samþykkt. Jafnvel þótt við hin sjáum ekk- ert í þessu sama handriti. Gæði eru einstaklingsbundin. Per- sónulega er ég á þeirri skoðun að bók sé gæðavara, ef mann langar til að lesa hana aftur. En enginn getur spáð fyrirfram, hvort bók verður vinsæl eða ekki. Það einasta sem við getum gert er að fara eftir tilfinningu okkar og vona að við hittum á hið rétta,“ segir Jette Juliusson. Hluti af starfi Jette Juliusson er að lesa a.m.k. fimm bækur á viku og allar heima, því til slíks lestrar hefur hún ekki tíma í vinnutímanum. „Ég les allflest- ar glæpabækur og er mjög hrif- in af nýju stefnunni í skáldsög- unni. Sérstaklega gleður það mig að hinn fallegi, opni og lýs- andi bókmenntastíll hefur tekið við af gráum hversdagsbókum síðustu ára þar sem gólfklúts- raunsæið hefur ráðið ríkjum.“ Valgerður Þóra þýddi. Erlendar bækur Thomas Harris: Red Dragon Bodley Head 1982. Höfundurinn er bandarískur og hefur áður sent frá sér skáldsöguna Black Sunday. í Red Dragon á Will Graham í því að leysa morðgátu. Hann hefur áður komið upp um fjölda-' morðingja og unnið gott starf fyrir FBI. Hann hefur látið af störfum hjá þeim og þegar fé- lagi hans færir það í tal við hann hvort hann sé ekki tilleið- anlegur að aðstoða lögregluna í Atlanta, þar hafði fjöldamorð- ingi nýverið farið um og myrt fjölskyldu. Þeir í lögreglunni telja, að sá sami hafi verið á ferli í Birmingham og sálgað þar annarri fjölskyldu. Þá ályktun draga þeir af því, að húsfreyjurnar í báðum tilvikun- um voru bitnar óþyrmilega. Will Graham slær til. Og fyrr en varir skjóta upp kollinum geðbilaður læknir, siðlaus þlaðamaður og drekinn rauði, fjöldamorðinginn Francis Dolarhyde, viðundur, sem leiðist út í það, fyrir áhrif sem ein af vatnslitamyndum William Blakes hefur á hann, að ganga í skrokk á saklausu fólki, ásamt með ógurlegri minnimáttar- kennd. Höfundi tekst bærilega að lýsa óhugnaðinum sem umleikur morðingjann, og hvað mögnuð- ust er lýsing hans á viðskiptum Dolarhydes og blindrar stúlku, sem er starfsfélagi hans. Red Dragon er það, sem á nú- tímaíslensku kallast „þriller" og er sem slíkt fyrirbæri kokteill af glæpum, kynlífi, hæfilegri geggjun og góðum endi. Saul Bellow: The Dean’s December Penguin Books 1982 Saul Bellow hefur ekki sent frá sér skáldsögu frá því Hum- boldt’s Gift kom út árið áður en hann fékk Nóbelsverðlaunin sænsku 1976. Það ár sendi hann frá sér sína fyrstu bók sem ekki var skáldsaga, nefnilega To Jerusalem and Back. The Dean’s December segir frá Albert Corde. Hann er, ásamt konu sinni, staddur í Búk- arest, þar sem tengdamóðir hans, fjörgömul, liggur bana- leguna. Sú gamla hafði verið mikilsvirt á fyrstu árum komm- únistastjórnarinnar en er fallin í ónáð fyrir nokkru, í og með vegna þess að dóttir hennar gift- ist þessum Kana. Þau hjón, Corde, eiga í miklu stríði við skrifræðið í Rúmeníu, sem takmarkar heimsóknir á sjúkra- hús. Ekki nægir þeim hjónum að fá jáyrði frá ráðuneyti því ör- yggislögreglan er valdameiri en Walter Kempowski: Days of Greatness Translated by Leila Vennewitz Secker & Warburg 1982 Walter Kempowski er Þjóð- verji. Hann fæddist í Rostock 1929 og að styrjöld lokinni vann hann fyrir ameríska hernáms- liðið í Wiesbaden. Hann hætti þeim starfa og var handtekinn þegar hann sneri aftur til æsku- stöðva sinna, sem nú voru undir stjórn Austurblokkarinnar. Ástæðan fyrir handtökunni var pólitísk og var Kempowski dæmdur í tuttugu og fimm ára þrælkunarvinnu. Hann losnaði eftir átta ár og gerðist kennari. Hann hlaut verðlaun fyrir DAY5 OF GREATNE55 WALTER IÍEMPOW5KI A NOVT.I. iRAvviAli.i) uy 1T11.A vi:nm;wii/. ríkisstjórn landsins. í Búkarest er heitt vatn munaður, kjöt álíka víða að hafa og Guðbrandsbiblíu og lög eru um tóbak, þannig að innlendir mega ekki reykja vest- rænar tegundir. Ættingjar konu hans líta á Corde sem gæfu- mann, að mega segja það sem honum býr í brjósti, en það er þeim algerlega ómögulegt. En vestrið er viðlíka rotið og austrið. Corde hefur skrifað langa grein í tímarit og hlotið ámæli fyrir hjá starfsfélögum sínum, lesendum og blaða- mönnum. I greininni réðist hann að spillingu og eymdinni í heimaborg sinni. Þá er hann einnig mikið gagnrýndur fyrir aðild sína að handtöku tveggja svertingja sem grunaðir eru um að hafa myrt einn nemanda hans. Þótt Corde sé mestan hluta sögunnar staddur í Búkarest er hann oft á tíðum staddur skyndilega í Chicago, þar sem enginn réttir gamalli konu, sem rennur í svínsblóði og fellur á götuna, hjálparhönd. Bellow nýtir sér það, að geta brugðið upp myndum héðan og þaðan eins og í kvikmynd og ferst honum það vel. fyrstu skáldsögu sína Im Block árið 1969. Days of Greatness fjallar um tvær borgarafjölskyldur þýskar á þeim árum þegar öryggið var hvað mest fyrir fyrri heims- styrjöld. Stefan Zweig lýsir á eftirminnilegan hátt þessu ör- yggi í upphafi ævisögu sinnar Veröld sem var. Fjölskyldurnar tengjast óvænt þegar Karl Kempowski gengur að eiga Grethe de Bon- sac. Karl er sonur kaupsýslara og Grethe er spillt og fögur og eiga þau ástarævintýri við ströndina. En það skipast veður í lofti og stríð skellur á. Líf milljóna Þjóðverja kemst á rót og af örlögum þeirra segir Walt- er Kempowski í þessari bók Days of Greatness. Þess ber að geta, að allur frágangur þessarar bókar er með eindæmum og hlýtur að teljast til tíðinda. G. Sigl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.