Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 11
riðið til frænda síns í Bæ, og Kolbeini þá ekki borizt njósn af ferðum Þórðar fyrr en hann var kominn úr færi. Þegar Kol- beinsmenn í Bæ heyrðu sögu Ara, að Þórður riði ofan eftir Reykjadal og Ari bað Böðvar bónda að gæta hrossa sinna, þá spruttu þeir Þorvaldur keppur upp og riðu sem mest þeir máttu til Reykholts. Þegar Þórður kom með lið sitt ofan á Völlu (Hvítárvöllu), þá var sagt að eigi var hrossís yfir ána. Sneri þá allur flokkurinn upp til Grafarvaðs. Skammt fyrir ofan Þingnes reið Þórður útá ísilagt síki og brast ísinn undan honum og fór hvor- tveggj a á kaf, hesturinn og Þórður, og varð hann alvotur. Þórður reið þá aftur og með sex menn ofan í Þingnes, en þar bjó bóndi sem Börkur hét og skipti hann klæðum við Þórð og skipti einnig á nokkrum hrossum við Þórðarmenn. Börkur lét hross þeirra Þórðar í hús og fylgdi síð- an Þórði upp til Grafarvaðs. Þegar Börkur sneri til baka var orðið myrkt af nóttu. Er hann var nýriðinn frá Þórði heyrði hann í Kolbeinsmönnum og þá einnig í Þórðarmönnum og þótt svo skammt væri þá á milli flokkanna, heyrði hvorugur í hinum, þótt Börkur heyrði miðja vegu milli þeirra. Þá hef- ur ekki verið nema eins og kíló- metri á milli öftustu manna Þórðar og fremstu manna Kol- beins. Þegar Þórður reið aftur ofan í Þingnesi, þá veit hann ekki að Kolbeini hefur borizt njósn af ferðum hans og þá ekki heldur að Kolbeinn er kominn á harða- reið með allt sitt lið á eftir hon- Að gista á einum bæ með 500 manns og hesta Kolbeinn hafði brugðið skjótt við svo sem hans var vandi, þeg- ar menn hans komu í Reykholt og sögðu honum af ferðum Þórð- ar. „Hann bað hvern mann spretta í klæði sín og ríða eftir sem hvatast." Það er ekki að efa að allt er sannsögulegt um ferð- ir Þórðar og Kolbeins í þessum ævintýralegasta herleiðangri sem farinn hefur verið á íslandi. Sagan er sögð af manni í liði Þórðar og trúlega þá Svarthöfða svo sem menn hafa getið sér til. Það vantar í þessa sögu eins og reyndar í allar sögur af íslensk- um herleiðöngrum miklum, hvernig það mátti verða, að menn gátu gist með mörg hundruð manna lið á einstökum bsejum. I Reykholti voru húsakynni stór, en það skal nokkuð til að taka við, svo sem 500 manns og 500 hestum, hröktum af fjöllum, ef gert er ráð fyrir að týnzt hafi úr liði Kolbeins á fjöllunum og legið eftir á Síðunni svo sem 100 manns. Skálar voru stórir, en 500 manns þurfa mikið svefnpláss, og má taka til samanburðar að það þykir stór samkomusalur nú, sem tekur 500 manns í sæti. Kannski var þaö fjar- stæðukennd- asta herför íslandssög- unnar: Kol- beinn ungi meö 500 manns á eftir Þórði kakala meö 200 manns — allt liðið hrakið í umbrotafærð á meira og minna upp- gefnum hest- um — enda náðu flokk- arnir aldrei saman þótt steinsnar væri milli þeirra. Það er oft bágt, hvað snillingar okkar fornir í sagnaritun gáfu sér lítinn tíma til að lýsa einu og öðru í háttum manna, sem við vildum nú gjarnan vita eitthvað um, en þeir töldu ekki frásagn- arvert og aðeins trufla sögu sína. Auðvitað eigum við að þakka fyrir þessa skoðun þeirra á söguritun. „Sögurnar" eru af því sígildar sögur, að þar er flestu sleppt, sem ekki þjónar sögunni. Þeir voru ekki að skrifa skýrslur né þjóðháttalýsingar, þessir karlar, en gaman hefði verið að vita, hvernig lið Kol- beins kom sér fyrir í Reykholti, og margt er það, að baki þessari sögu sem við hefðum kosið að vita gerr. Börkur gugnaði hvergi Kolbeinn reið með lið sitt í Bæ og spurði Böðvar, hvað hann vissi til ferða Þórðar. Böðvar sagði ætla, að Þórður væri löngu vestur um riðinn og bendir það til, að Böðvar hafi látið Þórð njóta skyldleika þótt í litlu væri, því að hann hefur vitað að Þórð- ur gat ekki verið langt undan. Þeir Kolbeinn riðu á Völlu og spurðu þar að Þórður hefði riðið upp til Grafarvaðs. (Það vað mun nú horfið, en hefur senni- lega verið í grennd við Hvítár- bakka.) Á leiðinni til Grafarvaðs kom Kolbeinn við í Þingnesi að frétta af Berki um ferðir Þórðar. Börk- ur var þá úti (nýkominn frá að fylgja Þórði). Þórður kakali átti nú líklega líf sitt undir svari Barkar bónda. Ef Börkur hefði sagt Kolbeini, hversu skammt Þórður var und- an, þá hefði Kolbeinn gert stutt- an stanz í Þingnesi. Börkur svaraði, að hann vissi ekki um ferðir Þórðar „kvað þar ríða annan flokk að öðrum í alla nótt.“ Kolbeinn bað Börk að ganga á leið með þeim, senni- lega af því að honum og Norð- lendingunum hafa verið reið- slóðir ókunnar. Nokkrum manna Kolbeins dvaldist í Þingnesi eftir að Kolbeinn var riðinn þaðan. Þessir menn fundu hesta í húsi einu og voru þeir alvotir og ný- teknir undan söðlum. Riðu þeir þá eftir Kolbeini og kváðu að í Þingnesi myndu leynast ein- hverjir Þórðarmanna. Kolbeinn sneri þá til baka í Þingnes að rannsaka þetta, því að Börkur brá ekki hollustu sinni við Þórð, sem vissi ekkert um, hversu nærri Kolbeinn var kominn, og hefur því ekki lagt hart að sér og mönnum sínum og hestum um reiðina. Kolbeinn og hans menn hefðu náttúrlega riðið eins og hrossin drógu, ef Börkur hefði nú látið sig og sagt að Þórður væri nær því í kallfæri, og náð Þórði fljótlega. Einar langadjákn Jónsson reið að Berki og setti spjótshal- ann millum herða honum og bað „djöfulinn" segja það er hann vissi. Börkur karlinn svaraði, að ekki vissi hann hvað djöfullinn kynni að segja Einari „en ég mun ekki segja þér fleira." Og Börkur bóndi reiddi upp öxi sína og laust til Einars, en hann bar undan og kom höggið á lend hestinum. I því bar að Hall Jónsson en hann var annar maður en Brandur Kolbeinsson, mest virt- ur af Norðlendingum. Hallur sagði engan mann skyldu Berki illt gera. Bærinn í Þingnesi var vandlega rannsakaður og tekið fé það er laust var innan gátta, en rænt öllum hrossum. „Og varð þetta dvöl löng.“ Að þessu loknu riðu þeir Kolbeinn í brott, en Börkur var þá enn ekki meyr- ari í skapinu en svo, að hann hreytti í Kolbeinsmenn, að þess myndi skammt að bíða, að þeir sjálfir myndu verst una við dvölina — og verr en ég sjálfur við félát mitt. Það er óskýrt í sögunni af hverju Hallur Jóns- son skaut hlífiskildi yfir Börk og svo traustum að Berki hélzt uppi vopnaburður og svívirðingar, því að margur maðurinn var nú meiddur eða drepinn fyrir minni sakir en Börkur á þessum tíma átakanna milli Þórðar kakala og Kolbeins unga. Franihald síðar Armamjúkri meyju hjá Flestir áhugamenn um rím og vísnagerð kannast við stöku Andrésar Björnssonar, sem svo hljóðar: Það má hafa yfír heilar bögur án þess rímið þekkist þegar þær eru nógu alþýðlegar. Ef lesið er án þess að áhersl- ur séu á ríminu taka menn ekki eftir því að þetta er réttkveðin vísa. Skúli Guðmundsson alþing- ismaður og ráðherra var ágæt- lega hagmæltur. Á þingi 1966 flutti hann tillögu til þings- ályktunar um afnám fálkaorð- unnar. Hann studdi mál sitt með þessum orðum: Hér er farið fram á það að fella niður/orðuveitingar og spara/útgjöldin, sem til þess fara. Orðan barst frá grönnum okkar eins og fleira/þarflaust tildur. Þeir eru vanir/þessu, til að mynda Danir. Og sagt er að Rússar sæmi ýmsa svona skrauti./Það er hengt á vildarvini/valdhafanna í heið- ursskini. Þó aö sumir þrái krossa, þá munu fleiri/mæla að enginn Is- lendingur/ætti að dýrka þannig glingur. Húsvíkingar héldu upp á þjóðlegt merkisafmæli fyrir nokkrum árum. Var vandað til dagskrár og þótti ekki annað viðeigandi en að fá aðalræðu- menn að. Heimamenn töluðu líka og þótti sumum að þeir stæðu ekkert að baki þeim sem komu lengra að. Einn heima- manna orti: Okkur verður flest að falli fleyjum andans siglt í strand. Engin staka fleyg úr Fjalli, fátæklegt í kring um Sand. Veröld andans bleik og brennd blasir við oss hverju sinni. Þingeysk minnimáttarkennd miklast enn af fortíðinni. Bjarni frá Gröf, kunnur norðlenskur vísnamaður, orti þessa veraldlegu vísu um kirkjuferð: í kirkjuna ég kom og sá konu sem var nærri ber. Það munaði ekki miklu þá, að maður bæði fyrir sér. Þetta er gömul vísa. Veit nokkur um höfund? Gott er að hafa létta lund, leika sér og hlæja. En ekki lífsins stuttu stund að stynja og vera að æja. Um mann sem ekki þótti umtalsfrómur var ort: Margan blekkti mannsins skraf, miðlaði rógi í eyra, VISUR drengskap hafði afspurn af, en ekki heldur meira. Valdemar Hólm Hallstað á Húsavík sendi einhverju sinni vini sínum og nágranna þessa afmælisstöku: Þó að haustsins húm á ný herði sókn á vöku, sæktu, vinur ylinn í eina góða stöku. Ónefndur maður orti um falskan mann: I niðamyrkri næturinnar næ ég oftast Ijóssins til, en í sorta sálar þinnar sé ég aldrei handaskil. Svo kemur ósvikin ástavísa, engu nafni bundin. Enginn veit hver ort hefur: Morgun hvern þá bregð ég blund blessun þína hlýt ég, allan dag og iðjustund ástar þinnar nýt ég. Eg veit að Árni Guðjónsson er höfundur eftirfarandi stöku, en hvaða Árni? Það væri gaman að vita eitthvað meira og geta fest það á blað, en hér brestur þekkingu, nú sem oftar, og því miður þýðir lítið að biðja um hjálp. Brostu, hlæðu blíða hrund, bjart sé yfir huga. Þeir, sem hafa létta lund, lengst af öllu duga. Hagmæltur maður kom þreyttur heim úr vinnu og heilsaði konu sinni með þess- ari stöku: Okkar líf er ömurlegt, eintóm þrælavinna. Eina gleði þó hef þekkt, þig, mín ektakvinna. Þetta er gömul vísa úr Svartárdal. Höfundur hét Al- bert, veit ekki ineir. Flaskan hála hata ég þig, hjúpar tálið svarta. Þú með báli brenndir mig bæði á sál og hjarta. Enn er hægt að sækja ýmis- legt gott í volgu laugina í Nauthólsvíkinni við Skerja- fjörð. Stúlka úr Vesturbænum og miðaldra maður úr Austur- bænum áttu við gigtarverki að stríða. Þau voru bíleigendur og tóku á sig krók áður en þau fóru í vinnuna á morgnana. Þetta varð til þess að þau fundu hvort annað og báru saman bækur sínar á þessum þægilega stað. Síðan er þessi visa: Armamjúkri meyju hjá mildast harður vetur. Ljúfa niðrí Læragjá lukkuna sótti Pétur. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.