Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 12
Játningar völvu Tove Ditlevsen segir frá Helgi J. Halldórsson þýddi Segðu mér hvað þú lest Þegar maður hefur verið að heiman f langan tíma verður heimilið fljótt óraunverulegt og ókunnugt eins og ein af þessum myndum sem sálfræðingar nota til að finna hvað vantar. En það vantar í mann sjálfan og við sjá- um alls ekki þá hluti sem eru daglega í kringum okkur. í upp- hafi fjarverunnar geymast þeir enn í minni sem er nákvæmt og laust við ímyndun gagnstætt endurminningunni sem er álíka óáreiðanleg og hún er skáldleg. Þegar ég var búin að gleyma lit og lögun húsgagnanna, ásamt því sem hékk á veggjunum, já, mundi ekki lengur hvernig her- bergjaskipanin var, sá ég her- bergi mitt fyrir mér eins og eitt- hvað glatað, undursamlegt og ójaröneskt, eins og kjarnann úr öllum þeim herbergjum sem ég hafði haft um ævina. Það voru rauð mússulínsgluggatjöld með djúpum fellingum fyrir gluggun- um og fyrir utan þá upphófu villikettir á hverri nóttu vein sín, langdregin og sár eins og hung- urhljóð í vanræktum brjósta- börnum. Þar var borð, stóll, skápur og rúm, og bókahillur frá gólfí upp í loft, fullar af bókum svo að hvergi var hægt að sjá litinn á veggjunum. Hér hafði ég skrifað heila mannsævi í strangri og siða- vandri einveru, en anganin af frómum bóklestri var blandin sterkri og sætri ilmvatnslykt sem ég notaði óspart í æsku áður en ég fór út að skemmta mér, svo viss um að mæta ævintýrinu en ekki sérlega vonsvikin þegar svo varð ekki. Bækurnar eru nú hluti af til- veru minni, en hve margar þeirra eru mér svo mikils virði að það sé mér veruleg eftirsjón að vera án þeirra í mánuð? Burtséð frá Ijóðasöfnunum sem ég kann næstum því utan að og ég hef þess vegna alltaf hjá mér, eru það aðeins fáar að ytra útliti óásjálegar bækur, sem ég þrái að sjá aftur eins og æskuvini sem ég á erfítt með að vera án sambands við í langan tíma. Það er undarlegt hve lítið fólk þarf borið saman við allt það dót sem við venjulega drögum á eftir okkur. Það er þessi hjartnæma saga „Börn systur minnar“ sem Graham Greene telur til þess flokks sem hann kallar „góðar slæmar bækur“. Það eru 4—5 smárit úr Bókasafni Hassel- bachs sem eru mér dýrmæt af því að þau verða aldrei endur- prentuð. Og af þeim þrái ég sem stendur mest hina mjög svo átakanlegu og spaugilegu frá- sögn eftir Francis Carcos um brjáluðu frönsku framúr- stefnuskáldin Rimbaud og Verlaine, sem bjuggu í tveimur litlum hótelherbergjum ásamt móður Verlaines, sem vegna ofurástar á syni sínum var alveg Fagurfræðileg viðhorf Frh. af bls. 9. árum og þrengt hafði verið að því með háum steinsteyptum nýbyggingum. Reykjavíkurborg keypti húsið og endurseldi og úthlutaði kaupanda jafnframt nýrri lóð undir húsið, sem valin var með tilliti til þess, að húsið félli sem best að umhverfi sínu og fyllti jafnframt í eyðu, sem þar var í byggðinni. Kaupandi skuldbatt sig til að gera við hús- ið samkvæmt tilsögn borgar- minjavarðar. í húsinu hefur nú verið komið fyrir rúmgóðum baðherbergj- um, eldhúsi, þvottaherbergi án þess að raska herbergjaskipan að ráði. Útliti hússins hefur aft- ur verið komið í svipað horf og var um aldamótin. Þetta hús, sem fyrir tveim árum var metið á jafnvirði einnar krónu, er nú orðið að augnayndi. Á sama hátt og hefð réð gerð húsa þá voru einnig hefðir fyrir því, hvernig aukið var við hús ef þörf var á. Þær hefðir, eins og fleiri, féllu í gleymsku í nokkra áratugi eftir 1940, en þó ekki lengur en svo, að enn má taka upp þráðinn þar sem- frá var horfið. Þetta er þeim mun brýnna, sem það er augljóst, að fjölmörg gömul hús, einkum þau sem byggð voru fyrir síðustu alda- mót eru of lítil til þess að hýsa venjulegar fjölskyldur í dag og að oft er erfitt að koma fyrir í þeim nútíma þægindum eins og góðum eldhúsum, baðher- bergjum, þvottaherbergjum o.fl. Torfbæirnir voru þannig gerðir, að þeir voru sífellt í byggingu að segja má. Húsask- ipan og húsagerð var slík, að viðbyggingar og endurbygg- ingar voru auðveldar, sem nauð- 12 synlegt var m.a. vegna þess hve byggingarefnið var skammlíft. Ný hús voru byggð annaðhvort með stakstæð hús eða tengd fyrri byggingum með göngum. Þarna var um að ræða sterka viðbyggingarhefð, sem kom glöggt í ljós í lögun húsanna eða húsaþyrpinganna og útliti. Hefðir um viðbyggingar við timburhús eru ekki jafn aug- ljósar við fyrstu sýn, og stafar það m.a. af því, að viðbygg- ingarnar voru oft felldar að húsunum og eru ekki jafn aug- ljósar og viðbyggingar torfhús- anna. Um síðustu aldamót urðu þær breytingar á timburhúsum, að þau voru gerð stærri og rýmri en áður var og ekki hefur enn verið jafn brýn þörf á að stækka hús, sem byggð eru eftir aldamót. Að vísu hefur verið töluvert um að gerðir séu kvistir á þök þeirra eða byggðir skúrar við bakhlið en þar hefur þó oftast verið um minni háttar viðbætur að ræða. Ef nauðsyn bar til að byggja við hefðbundið timburhús 19. aldar var oft byggður skúr aftan við húsið. Oftast var skúrinn með lágu sk. skúrþaki en stund- um þó með mænisþaki þvert á langhlið hússins. Reyndar var hið hefðbundna 19. aldar hús með fjórum herbergjum afleið- ing af viðbyggingarhefð fyrri tíma. Forveri 19. aldar hússins var mjórra með tveimur her- bergjum og aðeins eitt herbergi á breiddina. Aftan við það hús voru gjarnan gerðir skúrar, sem stundum voru lengdir með tíð og tíma, þar til þeir náðu eftir allri bakhlið hússins. Upp úr þeirri húsagerð spratt 19. aldar húsið þegar tekið var að byggja húsin með viðbótinni strax í upphafi og var þá öllu komið fyrir undir einu þaki. Önnur hefðbundin leið var að lengja húsið með sömu vegghæð og sams konar þaki og það hafði fyrir. Þar sem slíkt hefur verið gert sjást ummerkin helst á því, að framhlið hússins er ekki lengur samhverf (symmetrísk) um aðaldyrnar, sem voru á miðri hliðinni. Sem dæmi um viðauka af þessu tagi má nefna Aðalstræti 50 og 52 á Akureyri. Enn ein leiðin var að gera kvisti á þök. Til að byrja með voru það litlir kvistir með langdregnum skúrþökum sem litlu bættu við stærð húsanna, en gáfu birtu inn í risið um miðbikið svo það varð nothæfara en áður. Seinna tóku að tíðkast svonefndir miðjukvistir sem voru miklu stærri og með mænisþaki. í þeim urðu til rúm herbergi í miðju risi auk þeirra tveggja risherbergja, sem fyrir voru við gaflana. Stundum voru miðju- kvistirnir látnir ganga lítið eitt út úr framhlið húsanna og þannig var bætt við gólfflöt þeirra á báðum hæðum. Sem dæmi um hús sem tekið hefur öllum þeim hefðbundnu breyt- ingum, sem hér hafa verið nefndar, þ.e.a.s. skúr við bak- hlið, lengingu og miðjukvist og auk þess hækkað með því að ris- ið var gert portbyggt, má nefna Aðalstræti 46 á Akureyri, Frið- bjarnarhús. Þau dæmi, sem ég hér hef nefnt, um fyrri tíma aðferðir við stækkun húsa, má ef til vill nota til eftirbreytni með góðum árangri í sumum tilvikum, en þær leyfa þó flestar aðeins takmarkaða stækkun. Á sein- ustu áratugum hefur velmegun íslendinga aukist hröðum skref- um og kemur það m.a. skýrt fram í því hve rúmt við búum. Meðaltalsfjölskyldan er nú mun minni en hún var t.d. 1930 svo ekki sé borið saman við enn fyrri tíma og jafnframt er hús- rými á einstakling margfalt meira en þá var. Þannig kann oft að verða þörf á meiri breyt- ingum og rýmri viðbótum vð gömul hús nú en fyrr. Sem dæmi um tillögu að slíkri viðbót eru hér sýndar teikningar að viðgerð og viðbyggingu við Aðal- stræti 52 á Akureyri. Sama hús hefur hér að framan verið sýnt sem dæmi um hús sem lengt hefur verið. Á öldinni sem leið, bjuggu í þessu húsi oftast 10—15 manns. Tillagan sem hér er sýnd er miðuð við að húsið verði gert að góðri íbúð meðal- stórrar fjölskyldu. Rétt er að geta þess hér, að húsið er friðað í B-flokki skv. þjóðminjalögum og því enn meira í húfi en ella að raska sem minnst fyrri gerð þess. I tillögunni er gert ráð fyrir nýrri byggingu bak við húsið, sem tengist því með mjóum gangi. I nýbyggingunni er komið fyrir eldhúsi, baði, þvottaherbergi o.fl. til þess m.a. að flóknar leiðslur og hugsan- legur raki frá slíkum herbergj- um valdi síður skemmdum á gamla húsinu. Ein af þeim aðferðum, sem stuðla &ð því að gera manni Ijóst hvað sé falleg endurbygg- ing húss, er fólgin í því að átta sig á í hverju mistök geta verið fólgin. Ef maður kann nokkur skil á því sem slæmt er þá er sá hinn sami jafnframt nokkurs vísari um hið góða. Hér ætla ég því að nefna nokkur víti sem ber að varast. Margar skyssur sem gerðar hafa verið á síðustu árum má flokka sem stílrugling eða tíma- skekkju og rekja orsakir þeirra til ónógrar þekkingar á sögu- legri hlið viðfangsefnisins. Timburhúsi frá því um 1910, sem alla tíð hefur verið báru- járnsklætt og með öllum helstu stíleinkennum síns tíma, hæfir ekki svartbikuð reisifjöl sem klæðning á veggi. Um aldamótin var skeið bikaðrar súðar löngu á enda runnið, og slíkt er afbökun á húsinu. Ef eigandi óskar ein- dregið eftir að klæða slíkt hús blind á hvers eðlis samband þessara tveggja manna var. Það voru lögregluþjónarnir ekki þeg- ar þeir komu að sækja þá eftir að veslings Verlaine, auðmýktur niður í tær af hinum illa inn- rætta Rimbaud, hafði hleypt á hann markhleypuskoti sem þó særði hann aðeins lítillega. „Hvaða hlutverki gegnir móðirin í leiknum?“ spurði annar þeirra. „Hún hefur sjálfsagt haldið á lampanum," svaraði hinn. Þótt ótótlegur væri, var Verlaine hið eina fuliburða barn sem móðirin hafði borið í heiminn. Á hillu í herbergi hennar stóðu öll systk- ini hans á fósturstigi f vínanda. Verlaine var drykkjusjúkur og rithöfundurinn segir: „Það er Verlaine til hróss að hann hefur aldrei snert þennan vínanda!“ Án slíks innskots væri sagan óbærilega dapurleg og ég hefði þá kannski haft minna dálæti á henni. Bókasafn fólks segir meira um skapgerð þess og hugarfar en löng samvera. Það er kannski þess vegna sem enginn kærir sig um að gestirnir geri meira en líta lauslega á það sem bókahill- urnar hafa að geyma. „Segðu mér hvað þú iest og þá skal ég segja þér hver þú ert.“ með tímbri í stað bárujárns, ætti fremur að velja úr þeim gerðum timburklæðninga, sem tíðkast hafa, eftir að húsið var byggt. Nátengd þessu er tilhneiging margra til þess að nota ýmis konar aðfengna hluti til þess að gefa húsum „fornt“ útlit. Nefna má sem dæmi um slíka hluti kúptar glerrúður, gluggahlera, ljóskeraglingur, skrautlega hurðarhúna o.fl. o.fl. Á sama hátt og mikilvægt er að útlit hússins sé heilsteypt og eðlilegt hvað lögun, efnisnotkun og liti snertir, er einnig nauð- synlegt að hið sama gildi um frágang innan dyra. Algengur stílruglingur í timburhúsum frá því eftir alda- mótin þar sem gipsskreytingar eru við ljósastæði og kring um loft, strikaðar glugga- og hurða- umgerðir og frágangur allur innan húss með dæmigerðum hætti síns tíma, er að eigendur fletti striga- og veggfóðri af veggjum og ómálaður panill er hafður sýnilegur. Með slíkri efn- isnotkun geta fallegar vistar- verur orðið skoplega ljótar. Dæmi, sem þessi, mætti nefna mýmörg en ekki vinnst tími til að tíunda þau frekar hér. Ég nefndi í upphafi þessa spjalls, að engar algildar reglur sé hægt að setja um það hvernig gera skuli við gömul hús svo að góður árangur náist, en nefndi þó að skilningur á sögu hús- anna, upphafi þeirra og breyt- ingum, væri forsenda þess að vel tækist til við viðgerðina. Við þessa fullyrðingu vil ég bæta því í lokin að þessi forsenda ein er hvergi nærri nóg. Tilfinning þeirra, sem verkið vinna, iðnað- armannanna, fyrir góðri efnis- notkun, verki þeirra í heild sinni, og góð handverkskunn- átta eru jafn mikilvægar for- sendur og án þeirra verður skammt á veg komist.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.