Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1983, Blaðsíða 9
Til vinstri: Fallega endurgert lítiö einbýlishús á horni Ægisgötu og Vesturgötu í Reykjavík. Líkt er eftir upprunalegri gerö; veggir klæddir meö listasúð, sem tók viö af reisifjölinni uppúr 1840. Þrí- hyrningurinn yfir glugganum var kallaöur bjór. Til hægri: Fyrrum íbúðarhús Bern- höfts bakara, sem nú hefur verið prýðilega endur- gert og hýsir veit- ingahúsiö Lækj- arbrekku. Til vinstri: Á teikningunum er rakin breytingasaga timbur- hússins Suðurgötu 7 í Reykja- vík. Aö neðan: Suöur- og vestur- hliö á húsinu viö Bókhlöðustíg nr. 10. ffl ffld llffll B0 ffi 13 r ® Hús Hannesar Hafstein, Tjarnargata 33, sem Rögnvaldur Ólafsson teiknaði. Þaö hefur verið endurgert með varfærni og tillitssemi. vESTueMUio Dæmigert 19. aldar hús, sem sýnir vel, hvernig timburklæðning var notuö áður en bárujárn kom til sögunnar. á sínum tíma. Þegar timbur- húsaöldinni lauk á íslandi og steinsteypuöldin gekk í garð höfðu menn oftrú á steinsteypu en vantrú á timburhúsunum, eins og oft vill verða þegar merkar nýjungar fyrst sjá dags- ins Ijós. Fljótlega eftir 1930 voru flest- ar hefðir í húsbyggingum látnar lönd og leið og nútíminn með tæknivæðingu sinni og ógnar- hröðum breytingum á öllum sviðum hélt innreið sína. Á þessum árum voru mörg timb- urhús múrhúðuð að utan til þess m.a. að þau litu út sem úr stein- steypu væru. Lögun húsa var breytt til þess að gefa þeim nú- tímalegan svip, gluggar stækk- aðir og gerðir sem í nýjum hús- um o.fl. í sumum húsum var herbergjaskipan breytt án tillits til burðarvirkja til að líkja eftir „opinni herbergjaskipan“ nú- tíma húsa, sem kölluð var. Hér, eins og í nágrannalönd- um okkar, hafði tíðarandinn ekki rúm fyrir skilning á því að gamlar byggingar hefðu einnig sitt gildi, bæði fjárhagslegt og menningarsögulegt. Það er nú fyrst á seinustu árum að viðhorf þessi hafa tekið að breytast í verulegum mæli. I allmörg ár var sem mótþrói gegn verndun og viðhaldi gamalla húsa væri oft sprottinn af hræðslu fólks um að í þeirri stefnu væri fólgið einhvers konar vanmat á nú- tíma byggingarháttum. Nú virð- ist hins vegar svo komið að flestir hafi áttað sig á því að í þessu efni eins og mörgum öðr- um gildir ekki „annaðhvort eða“ heldur „bæði og“. Nútíma bygg- ingarhættir hafa ótvíræða kosti, og óumdeilanlega, þó lengi megi betur gera, en jafnframt búa gömul hús og gamlir bæjar- hlutar yfir ýmsum kostum, sem ekki verða endurskapaðir í nýj- um húsum. Jafnframt þeim breyttu viðhorfum, sem ég nefndi hér að framan, hefur af- tur vaknað skilningur á því að best fer á því að halda timbur- húsum við eftir þeim byggingar- hefðum, sem þau voru byggð eftir, og breyta sem minnst frá eðli þeirra. Mjög oft hlýtur það að verða nauðsynlegt við endurbyggingu gamalla húsa að leiðrétta fyrri misgerðir ef viðunandi árangur á að nást. Sem dæmi má nefna hefðbundið timburhús, sem fengið hefur nýja glugga fyrir 10—20 árum, þar sem gluggarn- ir eru orðnir eins og svört, gap- andi gímöld og gerbreyta húsinu frá eðlilegri mynd þess. Þessi breyting er þannig vaxin að ef hún er ekki leiðrétt mun húsið ekki verða heilsteypt á ný, hversu vel sem til tekst við endurgerð þess, að öðru leyti. Dæmi um hús, sem mátt hef- ur þola miskunnarlausa við- byggingu á viðbyggingu ofan, er svonefnt Félagshús í Flatey á Breiðafirði, er þróunarsaga þess er rakin lauslega í teikningum hér til hliðar. Flest það, sem einkenndi húsið í fyrstunni, hafði kafnað í viðbyggingum og breytingum, sem gengu svo nærri húsinu, að auk þess sem lögun þess var öll afbökuð orðin, þá höfðu máttarviðir þess verið rýrðir svo mikið að klæðningin ein bar það uppi að mestu leyti og var þó fúin orðin. Dæmigert er einnig í þessu tilviki, að fyrstu breytingarnar eru lítið sem ekki skaðlegar, en þær sem gerðar voru seinustu áratugina þeim mun skaðlegri. Til þess að endurbyggja þetta hús og gera það fallegt á nýjan leik, þurfti að leiðrétta ótal mistök sem gerð voru á 140 ára ævi þess. Það dylst hins vegar varla nein- um sem leið á um Flateý að það var þess virði, því húsið er orðið augnayndi á nýjan leik. Ekki eru allar fyrri breyt- ingar af því illa. Síður en svo. Þó held ég að lang flest þau dæmi, sem við getum fundið, um meiri- háttar viðgerðir eða breytingar gamalla húsa og vel eru úr garði gerðar, hljóti að vera gerðar fyrir 1930 eða eftir 1970, þ.e.a.s. annaðhvort áður en „nútíminn" gekk í garð í byggingarmálum okkar eða eftir að farið var aft- ur að hlúa að gömlum húsum af nokkrum skilningi. Sem dæmi um vel heppnaða, meiriháttar breytingu húss má nefna Suður- götu 7 í Reykjavík, sem byggt var um 1840, sem hefðbundið timburhús síns tíma, einnar hæðar með háreistu risi. Tvisv- ar sinnum var byggt við húsið. Fyrst var því komið í eins konar millibilsástand með tvílyftri viðbyggingu. Seinna var allt húsið gert tvílyft með nýklass- ísku sniði og þannig hefur það staðið að mestu leyti óbreytt frá því um 1870. Tjarnargata 33 í Reykjavík, er dæmi um nýlega endurhæf- ingu húss, sem er til fyrirmynd- ar í flesta staði. Rögnvaldur Olafsson teiknaði húsið skömmu eftir aldamótin fyrir Hannes Hafstein, ráðherra. Reykjavíkurborg eignaðist síðar húsið og breytti því í barna- heimili. Leifur Blumenstein stjórnaði viðgerð hússins og var það lagað að nýju hlutverki sínu og endurbætt að utan, sem inn- an, með varfærni og tilliti til fyrri gerðar þess. Bókhlöðustíg 10 í Reykjavík vel ég hér sem dæmi um timb- urhús frá síðustu aldamótum, sem lagað hefur verið að nútíma búskaparháttum. Húsið var í mikilli niðurníðslu fyrir fáum Frh. á bls. 12. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.