Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Qupperneq 3
aður og get hætt að nota lyfið. Þetta er alrangt, einkennin koma aftur, þegar lyfjanotkun er hætt. Þá er það áhugavert, að lyf sem tekin eru gegnum munn- inn og fara í maga og melt- ingarfæri þurfa ekki að verka þar, heldur t.d. í heilanum. Þó að hægt sé a halda einkennum vissra geðsjúkdóma, t.d. geð- klofa, í skefjum með lyfjum, sem draga úr áhrifum vissra efnasambanda í heila, eru orsakir þessa sjúkdóms ekki þekktar." — Eru lyf misnotuð eða ofnot- uð? „Erlendis er talið að 40% þeirra sem fá lyf noti þau ekki rétt, og að 5% þeirra sem leggj- ast á sjúkrahús hafi veikst af rangri notkun lyfja. Auk heilsu- tjónsins er hér um mikla fjár- muni að ræða. Áður voru lyf gefin í grammaskömmtum, en nú eru lyf margfalt öflugri en var, og eru gjarnan gefin í milligrammaskömmtum. Þetta veldur lyfjafræðingum miklum áhyggjum. Mikilvægt er því að taka nákvæmlega þann skammt sem fyrirskrifaður er. Svo eru sum lyf mikilvæg til lækninga, eins og morfínið, en eru hættu- leg við ofnotkun.“ — Hvaða skoðun hefur þú á svonefndum náttúrulyfjum? „Lyfjagerð beinist oft að nátt- úrunni, og menn rannsaka ítar- lega svokallaðar alþýðulækn- ingar sem stundaðar hafa verið um þúsundir ára. Og menn framleiða efni sem líkja ná- kvæmlega eftir náttúrunni og fornum náttúrulyfjum. Við stundum hér rannsóknir á ís- lenskum lækningajurtum. Til er indversk jurt, og er mér sagt að nafn hennar þýði „jurtin sem notuð er við geðveiki". Rót henn- ar hefur verið notuð um aldir til lækninga. Resepín er unnið úr rót þessarar jurtar eða fram- leitt á efnafræðilegan hátt og notað m.a. við vissum tegundum geðsjúkdóma, en auk þess hefur það aðra gagnsemi. Þá má minna á, að mataræði og holl- ustuhættir skipta miklu máli, ekki bara lyfin ein. Hins vegar eru á markaði ýmis „náttúrulyf" beint úr náttúrunni, og hafa mörg þeirra ekki verið rannsök- uð, en margir trúa á mátt þeirra til lækninga. Þau eru oft mjög dýr. „Náttúrulyfin“ eru notuð á grundvelli reynslunnar einnar, án vísindalegrar rannsóknar um verkanir þeirra, en reynslan hefur sýnt sig að vera hárrétt í mörgum tilvikum. Menn vilja ekki viðurkenna sum náttúrulyf, en aðrir telja sig fá bata af þeim, og myndum við ekki öll þiggja bata við slíkar aðstæður? Hins vegar má benda á það sem varhugaverða staðreynd, að sumir menn vilja ráðleggja til- tekin náttúrulyf gegn vissum sjúkdómum, án þess að það hafi stoð í þekkingu, og hér er um mjög dýr lyf að ræða. Þótt öll lyf séu dýr, er samt vert að staldra við. Náttúrulyf innihalda efni úr náttúrunni, mörg innihalda vítamín og ýmis steinefni. Ég vil sérstaklega benda á lýsið. Það inniheldur bæði A- og D-víta- mín og fjöl-ómettaðar fitusýrur sem menn telja að hindri blóð- tappamyndun. Fita þess er góð- ur orkugjafi á norrænum breiddargráðum, og frekari rannsóknir á lýsi munu senni- lega leiða í ljós mikilvægt lækn- ingagildi þess.“ — Getum við framleitt lyf úr lýsi og flutt út? „Lýsið er stórkostlegur „drógi“, sem við nýtum ekki nógu vel. Við eigum að gera það að verðmætu lyfi og að verð- mætri verslunarvöru. En sjó- menn hirða ekki um lifrina nema takmarkað. Þeir fleygja henni, og þar fara geipileg fram- leiðsluverðmæti fyrir borð. Lyfjaiðnaður af þessu tagi er orðinn stór atvinnugrein erlend- is, við getum kallað það fram- leiðslu náttúrumeðala." — Eru lyf framleidd hér á landi? „Innlend lyfjaframleiðsla er í reifum. Áður voru mörg lyf framleidd í apótekum, gömlu klassísku lyfin, en nú er þetta að mestu horfið fyrir innfluttum Nemendur í efnagreiningartækni í nýrri rannsóknarstofu í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar. Vilhjálmur Skúlason, prófessor, leiðbeinir nemendum. Úr sögu lyfjafrœði lyfsala Fyrr á öldum var lyfjagerö stunduð af kunnáttumönnum í lækningalist, en meðal Forn-Grikkja varð lyfjagerð að sér- stakri atvinnugrein. Fyrsta lyfjabúðin á íslandi var starfrækt af landlækni að Nesi við Seltjörn á síðari hluta 18. aldar, og var Björn Jónsson (1738—1798), er hlaut menntun sína í Danmörku, fyrsti íslenski lyfjafræðingurinn og lyfsalinn. Er heimsstyrjöldin síðari braust út, lokuðust námsleiðir til Danmerkur og annarra landa, og var Lyfjafræðingaskóli ís- lands því stofnaður árið 1940, en starfsemi hans fór fram í lyfjabúðum landsins. 1948 var starfsemin flutt í Háskóla ís- lands, en kennsla í lyfjafræði lyfsala varð að sérstakri grein í læknadcild árið 1957 og Lyfjafræðingaskólinn jafnframt lagð- ur niður. Arið 1972 var stofnað sérstakt prófessorsembætti í lyfjaefn- afræði og lyfjagerðarfræði, en 1979 var lyfjafræði lyfsala gerð að sérstakri „skor“ innan læknadeildar. Námi og kennslu hefur oft verið breytt til þess að fylgja hinni öru þróun í þessari vísindagrein, og nú hefur náminu verið breytt úr 3ja ára undirbúningsnámi, er ljúka mátti erlendis, einkum við Lyfjafræðiháskóla Danmerkur, í 5 ára nám er leiðir til loka- prófs í greininni (kandídatsprófs). Jafnframt festi Háskóli Islands kaup á Reykjavíkur Apóteki til þess að geta lagt enn traustari grundvöll að vísindalegri starfsemi og kennslu og hagnýtu starfl, m.a. með aukna framleiðslu lyfja hérlcndis í huga. lyfjum, og sífellt ný lyf að koma á markaðinn, þótt þau verki oft eins og eldri lyf. Samt hafa ánægjuleg framfaraspor verið stigin hér á landi og lyfjaverk- smiðjur risið, t.d. verksmiðjan Delta í Hafnarfirði, Lyfjagerð Stefáns Thorarensen, Lyfja- verslun ríkisins, og svo Reykja- víkur Apótek, sem orðið er há- skólaapótek. Lyfjagerð er orðin miklu flóknari en áður var og því lyfjaeftirlit strangt. Rann- sóknastofa háskólans í lyfja- fræði lyfsala veitir innlendum lyfjaframleiðendum mikilsverða þjónustu.“ — Jtyöja innflutt lyf íslenskum af markaðnum? „Erlendar lyfjaverksmiðjur verja geipilegum fjármunum í að finna ný lyf, en oft hafa þessi lyf svipaðar eða sömu verkanir og eldri lyf. Ekki er hægt að neita því að þessi nýju lyf verða stundum eins konar tískufyrir- bæri í huga almennings, sem um þau heyrir, og menn vilja fá þau af nýjungagirni. Erlendis eru öll ný lyf prófuð vandlega, áður en sala þeirra er leyfð, en vegna hinna miklu fjárfestinga er mikill þrýstingur af hálfu lyfja- framleiðenda að koma þessum nýju lyfjum á markað. Hefur farið hörmulega illa í a.m.k. einu slíku tilfelli, það er hið al- ræmda talídómíð. Þótt ánægju- legt sé, ef upp er fundið nýtt lyf, finnst mér satt að segja að of lítil áhersla sé lögð á hin eldri lyf, og sum þeirra þekkjum við ekki nógu vel enn. Þetta er eins og um vináttuna, við viljum frekar eiga fáa góða vini en ótölulegan grúa af kunningjum. Eins er um gömlu lyfin. Þau duga oft betur en menn halda. Og rannsaka þarf betur áhrif þeirra á líkama manna og dýra, hvernig þau verka, við hvaða skammt o.s.frv." — Þetta er þín lyfjastefna? Ég tel að vinna megi að lyfja- framleiðslu og lyfjanotkun með þessi sjónarmið í huga.“ — Getur lyfjagerð orðið út- flutningsatvinnuvegur? „Gerjunariðnaður býður upp á mikla möguleika hér á landi. Mikið af úrgangsefnum fellur til í fiskiðnaði, sem nýta má sem næringarefni fyrir örverur. Svonefnd lífefnafræðileg verk- fræði (biochemical engineering) fjallar um það, hvernig láta má gerla, t.d. kólígerla, framleiða dýrmæt efni til lyfjagerðar. Þessu svipar til penicillin- 'sveppsins, en hann framleiðir penicillin, sem svo er einangrað til notkunar í lyf. Þannig má byggja upp iðnað, sem nýtir slor og önnur úrgangsefni í fisk- iðnaði. Og minna má á úrgang frá sláturhúsum. í galli dýra eru verðmæt efni sem breyta má til lyfjaframleiðslu. Fúkalyf eru framleidd með gerjun, en því miður erum við íslendingar búnir að missa af strætisvagn- inum hvað fúkalyfin áhrærir. Upþbygging slíks iðnaðar er mjög dýr, en Danir hafa komið upp öflugum efnaiðnaði í þess- um greinum og eru t.d. í allra fremstu röð í heiminum í fram- leiðslu á insúlínlyfjum. Sam- keppni er geysileg á þessum mörkuðum." — Býður Hveragerði upp á möguleika í þessu efni? „Vel væri hægt að nota gróð- urhús í Hveragerði til að rækta 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.