Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Qupperneq 12
Á flótta undan sprengju- regni Brynhildur Georgía Björnsson-Borger segir frá Kennari minn í Amrum, hann Richard Wanner, bjó mig undir inntökupróf í Rendsburger Mad- chen Hochschule sem var menntaskóli fyrir stúlkur. Próf- ið var talið ómanneskjulega erf- itt. Það var gert svona erfitt, eða svo var almennt talið, vegna þess að Þriðja ríkið þurfti á ákveðnum hópi manna að halda í þegnskylduvinnu í eitt ár — það kallaðist Pflichtjahr. Kennari minn, hann Wanner, var lágur maður vexti, saman- rekinn, rauðhærður, freknóttur og með staurfót. Hann var strangur og æði nákvæmur kennari á þýska vísu; hins vegar sá albesti og skemmtilegasti kennari, sem ég hef nokkru sinni eignast og hef ég þó eign- ast þó nokkra snjalla lærimeist- ara um ævina. Ég kom til Rendsborgar um miðjan ágúst og snaraðist beint í inntökuprófið. Ég verð að við- urkenna, að ég var svolítið kvíð- in. Ég stóðst prófið. Enginn var eins hissa og ég, að það skyldi takast. Prófið var þrælerfitt ... Ég bjó í heimavist — Mád- chenpensionat — sem var drjúg- an spöl frá skólanum. Skólasyst- ur mínar voru hinar þægileg- ustu, en mikil lifandi skelfingar ósköp voru þær undirgefnar. Ég kom alfrjáls eins og fuglinn fljúgandi þarna frá eyjunni og saknaði félagsskaparins við Margréti. Þetta voru viðbrigði. Hörkustrangur agi var ríkjandi í skóianum. Ég var ekki stillt inn á þá bylgjulengd og var því litin hornauga og misvel þokkuð af kennurunum sakir frjálsræð- is rníns, sem meðal annars kom fram í því, að ég leyfði mér stundum í tíma að leggja ýmsar spurningar fyrir kennarana, sem hinum í bekknum hefði óað við. Ég gerði slíkt í algjöru grandaleysi. Ég hef aldrei kunn- að þá list, sem Bretar tala um — þ.e. listina að þóknast — „the art of pleasing". Ég skrifaði Mar- gréti vinkonu í Norddorf jafnt og þétt, og hún svaraði alltaf um hæl. Bréfaskriftirnar voru mér andleg næring. Það kom síðar í ljós, að Margrét geymdi öll bréf mín til sín frá þessu tímabili. Pabbi hafði gefið mér fyrir- mæli, mjög ströng, um að ég mætti ekki fara í heimsókn til Hamborgar á meðan skólinn stæði yfir. Ég lét mér ekki segj- ast. Svo var það um eina helgi að ég þáði boð bekkjarsystur minn- ar, sem bjó í Hamborg, að vera gestur á heimili hennar. Það gerðist á laugardagsmorgni, að við lögðum af stað með járn- brautarlest frá Rendsborg. Við komum til Hamborgar og fórum heim til bekkjarsystur minnar. Um þetta leyti stóðu loftárásir á Hamborg sem hæst. Þegar loft- varnamerkið var gefið neitaði ég að fara í loftvarnabyrgið, enda þótt það væri borgaraleg skylda. Það var svo ríkt í mér að vilja hvorki fara ofan í kjallara né þröngan klefa né loftvarna- byrgi, því að það var segin saga að þá fékk ég hatramma inni- lokunarkennd. Ég kaus heldur að taka áhættuna að hreyfa mig ekki, þaðan sem ég var. Og það var búið að innprenta hjá mér að leggjast alltaf undir glugga í loftárás og vera aldrei í miðju herbergi — meiri möguleiki væri að sleppa þannig. Sem ég og gjörði. Við sváfum áfram sem fastast, en vöknuðum við vond- an draum. Rúðurnar fyrir ofan okkur mölbrotnuðu og einnig kviknaði í húsinu. Seinna reynd- ist eldurinn ekki eins mikill og hann leit út fyrir að vera. Við hlupum báðar berfættar út eins hratt og fætur toguðu. Það var mikill gauragangur og gífurleg- ur hávaði. Allt brjálað. Sprengj- ur féllu í gríð og erg — alls kyns sprengjur. Þessar loftárásir bandamanna beindust fyrst og fremst að almenningi til þess að skapa glundroða og framkalla uppgjöf undir ógn og lama sið- ferðisþrekið. Þjóðverjar kölluðu þetta Terror Angriffe. Við sáum að kviknað hafði í fólki. Það var af völdum fosforsprengjanna. Þetta fólk æddi áfram veinandi og við sáum sumt af því kasta sér í kanalana, en engu að síður slokknaði ekki í því. Eina hugsunin, sem komst að hjá okkur bekkjarsystrunum tveim, var að komast strax út úr borginni — leituðum því að næstu járnbrautarstöð. Leið okkar lá fram hjá Hagenbeck, sem er einn frægasti dýragarður í heiminum. Og viti menn. Þar var allt fullt af litlum öpum, sem voru viti sínu fjær af hræðslu. Ekkert er átakanlegra en að sjá hrætt varnarlaust dýr. Því hafði verið þannig fyrirkom- ið, að félli sprengja ofan í dýra- garðinn, þar sem stærri dýrin — rándýrin — voru höfð, þá mundu þau tortímast á stund- inni og gætu því ekki gert neinn usla eða unnið mein. Við vorum fullar örvæntingar, og þegar við sáum fólkið bókstaflega brenna upp án þess að nokkuð fengist við ráðið, urðum við ennþá ör- vinglaðri. — Aus der Stadt her- aus — það eitt komst að hjá okkur. Við vorum á harða hlaup- um, er litlu apanir komu beint í flasið á okkur. Ekki vissi ég hvaðan á mig stóð veðrið, er ein fimm þessara litlu greyja héngu utan í mér alls staðar og nokkur Flótti uppá líf og dauða — vesalings litlu apakettirnir úr dýragarðinum voru svo skelkaðir, að þeir köstuðu sér á ungu stúlkurnar og þar héldu þeir sér dauðahaldi. utan á Louisu bekkjarsystur minni. Þegar við loksins komumst á járnbrautarstöð — við vorum þá búnar að hlaupa eins og vitfirr- ingar — hentum okkur inn í fyrsta vagninn, sem við kom- umst inn í. Þegar við vöknuðum stóð lestin enn kyrr — eða öllu heldur við héldum það. Við megnuðum að opna lestarhurð- ina með harmkvælum. Við vor- um æði lengi að bauka við hana og komumst að því, hvernig ætti að opna hana. Þá komumst við að raun um, að við höfðum lent í kolaflutningalest án þess að hafa hugmynd um. Og viti menn — við vorum komnar alla leið til Suður-Þýskalands, til einhvers smábæjar þar. Á stöðvarpallin- um var ös af hermönnum, sem Mynd: Haukur Halldórsson voru að fá heita súpu hjá Rauða krossinum. Þeir sneru sér allir við og göptu og horfðu á okkur eins og naut á nývirki. Sannleik- urinn var sá, að við vorum kol- bikasvartar í framan, jafnt sem annars staðar, og blóðugar og rispaðar upp að hnjám. Og það stórkostlega var, að ennþá héngu aparnir á okkur. Þegar loftárásir voru gerðar, var ég yfirleitt í köflóttum kjól með stórum vösum þar sem ég geymdi öll skilríki mín, vegabréf og annað. Ég var í þessum kjól, er þetta gerðist. Það kom sér vel. Okkur var tekið með virkt- um af því að ég var íslendingur enda vegabréfið íslenskt og gef- ið út í Köben. Það var Rauði krossinn, sem gekk ötullega fram í því, að hlúa að okkur þarna og sjá okkur síð- an fyrir fari með lest til Rends- borgar. Alls urðum við að vera þarna einar átta klukkustundir. Við vorum settar í bað á meðan við biðum, föt okkar hreinsuð og þvegin og þar fram eftir götun- um. Þar að auki voru okkur skenktir skór.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.