Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Blaðsíða 15
Þetta sumar reið Þórður til þings og mælti þá eng- inn maður á móti honum á þinginu. Guldu Sunn- lendingar gjald það er Þórður lagði á þá og gekk þó allt með hinni mestu nauðung. Staðarhóli með Sturlu um jólin öndverð. Síðan fóru þeir Sturla báðir suður í Reykjaholt og sátu þar framan mjög til föstu. Þá (1248) kom vestan Einar Þorvaldsson og Hrafn Oddsson og játuðust allir Vestfirðingar til hlýðni við Þórð. Þann vetur kvongaðist Nikulás Oddsson í Reykjaholti. Kom þá sunnan (þ.e. úr Skálholti) Sigvarður biskup og urðu þeir Þórður ekki mjög sáttir í fyrstu sín á milli, en greiddu þó vel. Gaf Þórður til staðarins í Skálholti Skógtjörn á Álftanesi fyrir sál föður síns og móður. Hún (Halldóra) and- aðist þá um haustið áður hann fór að norðan. Þórður fór norður mót pásk- um og tók undir sig öll héruð í Norðlendingafjórðungi. Mælti þá enginn maður í móti því. Engar bauð hann bætur fyrir Brand frænda sinn, enda beiddi enginn bóta. Voru synir Brands þá ungir, annar átta vetra en annar níu. Veittu honum flestir nema Sunnlendingar Um vorið gerði Þórður annað bú í Geldingaholti í Skagafirði, og var þar löngum. Var þar fyrir Kolfinna Þorsteinsdóttir. Hún var frilla Þórðar og áttu þau dóttur er Halldóra hét. Þórður átti tvo sonu við Yng- veldi Úlfsdóttur, Þórð og Úlf. Styrmir hét og sonur hans og Nereiðar Styrmisdóttur. Jón son hafði Síðuna og föðurleifð sína. Guðmundur var þá ungur, bróðir hans, og réð Sæmundur fyrir þeim. Hann var vitur mað- ur og heldur ágjarn og þótti lík- legur til mikils höfðingja. Hann bjó á Kálfafelli. Sæmundur mælti til hinnar mestu vináttu við Þórð og vildi, að hann hefði forsjá fyrir honum. Hann beidd- ist að gerast heimamaður Þórð- ar. Þórður réð einn öllu á þing- inu. Hann tók til lögsögumanns Ólaf hvítaskáld Þórðarson (bróður Sturlu). Þórður ýfðist heldur við Sunnlendinga og kvaðst sjá, hverra föðurbóta þeir vildu unna honum, er þeir vildu síður þjóna honum en öðr- um mönnum á íslandi. En þeir gáfu ekki gaum að því. Þórður hét því, að þeim myndi eigi bet- ur ganga, ef þeir héldu fram þvílíkri stærð (mikilmennsku). En þó reið Þórður norður af þingi og var heima um sumarið. En um haustið, þá er skipa- gangur var reyndur (ljóst orðið um skipaferðir það sumarið) — og vitað var, að Gissur kom ekki út, reið Þórður suður um Kjöl með mikla sveit manna og fór um allar sveitir Gissurar. Mæltu þá flestir menn ekki í móti að þjóna honum og var þeim þó hin mesta nauðung. Hann lagði og fégjöld á alla bændur, og þótti þeim það létt- ara en þjóna opinberlega til Þórðar, því að þeir voru einfald- ir í sinni þjónustu við Gissur. Nú þeysir Þórður um héruð og hefur að kalla allt landið undir, — en valdið er ótryggt, því fulltingi Hákonar konungs vantar og Þórður verður enn að halda utan og svara fyrir það, að hann meti meira eigin vilja en konungs. Hann verður að sitja með sárt ennið um kyrrt úti í Noregi — en nú er það Gissur sem fær utanfar- arleyfi. Gissur út - Þórður geymdur Dufguson fór utan í Hvítá með vöru þá, er Kolbeinn lagði til utanfarar Þórði. Var Svart- höfði þann vetur í Noregi, er Þórður var á Grund. En það sumar (1246), er Þórður fór utan, kom Svarthöfði út í Vest- mannaeyjum." (Áður hefur verið talað um skilin sem verða í sögu Þórðar, þegar hann fer norður á Grund og hvernig frá- sögnin af Haugsnessbardaga skilur sig frá öðrum orustu- lýsingum Þórðarsögu. Þarna kemur það ótvírætt fram, að Svarthöfði er ekkert í fylgd með Þórði fyrir norðan og þá ekki heldur í Haugsnessbar- daga og þess vegna hattar svo greinilega fyrir í þessum kafla sögunnar. Það er annar maður, sennilega Skagfirðingur, sem er sagnamaðurinn og máski einnig skrifari þessa kafla.) „Tók hann undir sig sveitir allar“ „Þórður kom út í Vestmanna- eyjar. Tók hann þar vín mikið, er hann átti og Svarthöfði hafði útflutt og skilið þar eftir í Eyj- unum. Fór Þórður upp til Keldna, fann þar Hálfdán mág sinn og Steinvöru. Voru þau bæði komin norðan úr Eyjafirði og hafði þeim lítt líkað til fylgd- armanna Þórðar. Þórður reið síðan norður til Eyjafjarðar til Grundar og dvaldist þar nokkra hríð, áður hann fór vestur í sveitir. Og er hann kom í Borg- arfjörð, tók hann undir sig sveitir allar og allt fé Snorra Sturlusonar og svo héraðið í Borgarfirði. Hann fór í Garða til Þorleifs og tók af honum trún- aðareiða og skipaði hann mest yfir héraðið. Sendi hann þá menn á Bersastaði og tók bú það til sín og hafði þaðan mölt mikil og flutti uppí Reykjaholt og ætl- aði þar að sitja um háveturinn (framað föstu). En hann fór þá vestur til Saurbæjar og var á kárin var elztur (barna Þórðar), hann var dæddur í Vestfjörðum. Þetta sumar reið Þórður til þings með fjölmenni mikið, og voru þá flestir hinir stærri menn á þingi og veittu allir Þórði tillæti nema Sunnlend- ingar, þeir er voru menn Gissur- ar og enn sumir Áverjar (Odda- verjar), þeir er eigi vildu hlýða ráðum Hálfdánar. Þá voru þeir frændur ungir í Austfjörðum, synir Þórarins Jónssonar (Sigmundssonar), Þorvarður og Oddur. Þeir höfðu föðurleifð sína og viku þeir öll- um málum sínum undir Þórð og hans forsjá. Sæmundur Orms- Þórður fór ofan allt á nes og svo upp í Borgarfjörð. Var þá kominn til hans Sæmundur Ormsson. Fór Þórður úr Borg- arfirði í Dali vestur og skipti ríkjum með þeim frændum sín- um, Sturlu Þórðarsyni og Jóni Sturlusyni. Það gerði hann á Þorbergsstöðum. Reið hann síð- an norður Laxárdalsheiði og sat á Grund um veturinn. Þann vetur (1249) gifti hann Ingunni Sturludóttur Sæmundi Ormssyni, og fóru þau um sumarið austur til bús þess, er Sæmundur átti þar. Gerðist hann þá ofsamaður mikill og þótti líklegur til höfðingja. Mælti þá enginn maður mót honum Þetta sumar reið Þórður til þings og mælti þá enginn maður mót honum á þingi. Guldu Sunnlendingar gjald það er Þórður lagði á þá, og gekk þó allt með hinni mestu nauðung. Þetta sumar urðu þeir nokkuð missáttir Sæmundur Ormsson og Ögmundur Helgason. Kærðu þeir það fyrir Þórði og setti Frh. á bls. 16. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.