Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Qupperneq 11
Það er innið, undirvitundin, sem nú er um að ræða, og ég er ekki að minna á það aðeins fyrir það að það sé vert að gefa því gaum, heldur vegna þess að það er undursamlegt andlegt ball að skoða sig um í hinni neðri vitund, enda er allur heimur farinn að pesta fyrir það að hafa ekki látið sig hlakka hjá henni. En það er ekki inni sem ég vildi gjarnan að ég væri fær um að lofa eins og það á skilið. Innið er lángtum máttugra en útið, sem öldum saman hefur verið að dekra við hluti. Innið er voldugur skapari, þar sem útið er ávallt að bíða þess að eitthvað verði til. Útið er heima hjá sér þegar það hefur fengið eitthvert verkefni að vinna úr. En þar sem meðvitund okkar er ávallt á verði og þar sem hún er mjög spillt af útinu leiðir hún okkur einatt að þeim robot í okkur sem fúsk- ar við hluti, og aðeins hluti. Við erum allan tím- ann að smyrja þessa maskínu, yfirvitundina, og hún gengur eins og klukka, víst er um það. Meinið er bara það að hún skilar engu af sér sem lifandi er við. Að eðlinu til lifir hún sníkjulífi. Hún þyk- ist jafnvel verða andleg með því að búa til spurn- íngar og svör um lífið, og ekkert verður að jafn gildri þvælu. Hún er svo vönkuð að halda að starf hennar skipti heiminn miklu máli og menn eru svo ruglaðir að taka mark á því. Ekkert þjóðfélag ætti að vera stærra en mað- urinn sjálfur, en maður kemst ekki hjá því að veita því athygli hvernig maðurinn er stórum að koðna saman og kikna frammi fyrir hinum flök- urlegu þjóðfélögum. Það er líka farið að tala um hann sem nokkurs konar fjarstæðu, enda getur enginn framar tekið nokkurt mark á honum. Þeir sem hvað helst standa sig virðast samt vera svo yfirmáta normal, svo óaðfinnanlegir að maður tekur ekki eftir þeim, og svo margir, það er fáránlegast, næstum allir, og í einhverri þrot- lausri millistétt. Og þessari millistétt tilheyra menntamenn og jafnvel listamenn — of margir! — og það er sárt að hugsa til þess að þetta fólk skuli varla vera hægt að hugsa um nema sem vissa tegund af skríl. Þetta er nú meiri vitfirringartíminn, þegar ör- fáir pólitískir ílla þroskaðir strákar fá að ógna öllum heimi án þess þó að hafa nokkur svör á höndum nema: Við spælum þig ef þú ekki heldur þér saman! Er hægt að taka þessu á nokkurn hátt, fær maður nokkurn tíma til þess? Ég get það allt um það ekki. Mér stendur eins mikil ógn af kukli mannsins og flökurlegu værðardekri hans, að hann skuli nú vilja dragnast áfram með sig við hjúkrun og gælur hinnar lamandi nútímalæknis- fræði, sem er að búa sig undir að mýkja dauða- hrygluna í honum með því að tryggja honum 100 ára meðalaldur, í stað þess að láta hann aðeins vænta þess að lifa ekki nema til fertugs eða fimmtugs* svo að hann þurfi ekki áratugum sam- an að heyra sig geispa golunni. Lækníngin ævilánga skapar það heilbrigði að menn lifa dauðir fram á tveggja æva aldur og láta sér á sama standa hvort þeir eru að lifa eða hvort þeir eru þegar löngu dauðir. Hvað hafa læknar hugsað um eitt og annað sem þetta hefur í för með sér vegna hinna við- kvæmu andlegu þátta? Þegar allt kemur til alls, hvað geta menn hug- leitt um það sem gert hefur verið og drephugsað af þekkíngunni? Hvað ættu þeir að geta skapað? Og um hvað geta rithöfundar skrifað nú til dags nema um hina alþjóðlegu úrkynjun? Ekkert. Þeir eru fyrir löngu farnir að skrifa ómeðvitað um þetta, allt fyrir það að þeir hafa smám saman og ómeðvitað farið að heillast af þeim hlutum sem vísindamennirnir búa til. Það kemur fram í alls konar geimstrákasögum og vísindarealisma. Og það, að þeir skyli ekki hætta að gubba úr sér, kemur ekki aðeins til af því að þeim leiðist fýlan af sjálfum sér, heldur eru þeir um leið að afkróa sig í þessari einu og sömu skítalykt sem vísindin eru daglega að sveipa um þá. Vísindamennirnir þykjast ætla að leysa lífs- * Mannfrœðíngurinn Lévi-Strauss hefur komist að raun um það að frumstæðir indíánar og blökkumenn lifi mesta menn- íngarlífi á þessari jörð, og lifa þeir þó að jafnaði ekki lengur en fram að fertugu. Steinar Sigurjónsson Skyn- semis- harð- lífi Síöasti hluti af þremur gátuna (sem auðvitað er aldeilis óþarft!) með því að sanna lögun heilans og allan anda hans, jafn- framt því sem þeir hjala næstum daglega um gereyðíngarmátt vopna sinna. En þótt allir heyri orðin, hefur nokkur áttað sig á því hvað verið er að tala um? Hefur maður- inn fengið tíma til að skilja það? Er jafnvel nokk- ur þörf á að hann hlusti á það eða botni nokkuð í því? Því ef hann skildi það, væri þá ekki við því búið að hann fengi kast: að hann yrði svo af- spyrnu geggjaður að við hann yrði engu tauti komið? Við hinum linnulausa fróðleik vísindanna má segja að manninum sé gleymt. Vísindamaðurinn er alltof elskur að fúski sínu, alltof frumstæður og síngjarn — líkt og strákur sem dasaður og slefandi raðar upp kubbum — til þess að hann fái tíma til þess að hugsa um annað en þessa kubba. Þetta ætti öllum að vera ljóst. Maðurinn er skil- inn eftir einhvers staðar útá miðri eyðimörk. Hann er svo lángt í burt að það er farið að hlæja að honum, ef nokkur man þá lengur til hans. Hvað verður samt sem áður um manninn á hinni hrikalegu nafnleysu? Er um hann talandi? Ég skil ekki í að nokkur hati manneskjuna nema fyrir misskilníng. Og hver er svo mikill aumíngi að hann geti fengið sig til að fordæma hana? Það væri jafnvel syndsamlegt að fordæma sjálfan fjandann. Því umhugsunarverðari er manneskjan því meiri sjói sem hún verður að sigla, og hún má gjarnan slá ýmsar galnar nótur, því við það er þó vel lifandi. Mest finnst mér til þeirra koma sem ekki eru einatt að gera rétta hluti, og þeir mega vera eins kostulegir og þeim þykir þægilegast. Utangarðsfólk og sígónar eru lángtum meira fólk en þessi flökurlegi margur sem kallast miðstétt- arfólk. Ég ber það mikla virðingu (þó!) fyrir manneskjunni að mér dettur ekki í hug að ein- blína á ytra eðli hennar og leggja elsku á hana sem slíka, því um leið er ég farinn að þrengja alltof mikið að henni. Ég kysi fremur einhverja alheimspest, nýjan svartadauða, og næstum algeran dauða mann- kynsins en þróun þeirrar þurrhyggju sem vísind- in eru að búa til í dag ... Kaldhyggjan krefst þess af hverjum manni að hann veki í sér varúð og þar með girði um sig. Og sá garður sem hann hleður um sig verður að vera úr þessari andfúlu varúð sem smám saman gerir hann svo skuggalegan að hann fengi varla pláss á nokkrum kleppi. En á maður þá að dirfast að vona að um síðir hljóti einhverjir að skilja að þetta ástand þeirra sé í rauninni alvarlegt mál, að þeir hljóti um síðir að hrópa af þorsta á eyðimörkinni? Þeir hljóti að þrá það eitt að þamba heilar ámur af lífgefandi víni og krefjast þess að fá að tjá sig í orðum sem eru blátt áfram og óbrjáluð, því þeir hafi loksins látið sansast og vilji loksins fá að svala sínum sára þorsta, eðlilegir, loksins sansaðir? Ég sé ekki betur en að nú fari fram ískyggileg hnignun í lífsþróttinum, og mér virðist það sam- svara því nokkurn veginn hvernig maðurinn æð- ist nú um í huga sínum. Alls konar nautnir hafa þróast í lúmskum ótta við það ófreski sem vísindin eru að búa til í dag, og þessar nautnir hafa sljófgað hæfileika manns- ins til að taka ærlegan þátt í sínu eigin lífi. Og þjóðirnar eigra gleðivana kríngum tæknivædda gleðigjafa sem þó kunna ekki meir en eitthvert þrotlaust fret. Én maðurinn æðist um, sem von- legt er, því hann finnur ekki sjálfan sig í lífi sínu. Hinar fínni og dýpri vitundir með honum leggja ekki aðeins grun í það heldur þykjast þess vísar, að hann hljóti einhvern tíma og einhvers staðar að hafa átt elsku og trausti að fagna. Það er þess vegna sem hann æðist svo um; og ég heyri að hann spyr þrálátt hvort það hafi ekki, þrátt fyrir allt, hlotið að vera hér sem hann lifði, hvort sem þetta hér er í New York, Hong Kong eða Reykja- vík. Ekki hér! Ekki hér? Við erum útjöskuð. Við höfum fengið að vita svo margt að við nennum ekki lengur að hlusta og nennum ekki að vita og lokum eyrum ef einhver fer að tjá sig. Það er búið að klífa alla Everest-tinda, og öll djúp heimshafanna hafa verið mynduð og lýst, og það er þegar orðið að heldur úreltu sporti manna, sem leiðist að hafa ekkert fyrir stafni, að sigla yfir Kyrrahafið þvert og endilángt. Lífið er dæmt. Styrjöld virðist vera allri tilveru lífsnauðsyn, hljóta menn að hugsa ljóst og leynt, því menníng okkar skapar ekkert nema sinn eigin hraða sem hefur við ekkert annað að rembast en að komast fram úr sjálfum sér. Flækjan skapar flækju sem orðin er alltof rugluð til að vinda ofan af sér. Guð, það nær engu tali ef þú ert jafn heimskur og maður hefur ástæðu til að ætla í dag, þegar maðurinn er farinn að geta atast í heimi þínum eins og strákur sem atast í ketti. Þú verður að sýna að til sé guðleg forsjón. Þú verður að kasta á jörðina einhverri drepandi pest svo að við lífið verði unað. Látum okkur hugleiða, börnin góð: Hvers vegna skyldum við ekki vera vegleg í hugsun og trúa helst á það sem varla er hægt að koma hugsun á? Hvers vegna skyldum við ekki enn og áfram finna okkur leið til einhverra mik- illa andakta og enn leita slíkrar lotníngar sem guðir hafa skapað í hugarheimi manna um aldir, þar sem ljóst má vera að í hugsun um kostulega háa hluti hafi menn unnið öll þau svipmestu verk sem talað verður um? Hvers vegna skyldum við ekki vera þplinmóð og trúa því, börnin góð, að Surtur þurfi ekki endilega að koma að sunnan, heldur sé guð bara að leika fram sinni blessun í einhvers konar revíu sem við skiljum ekki fyrr en kannski á eftir, og allt sé þetta bara góðlátlegt grín okkur til handa? Og látum okkur svo bíða, börnin góð: Þar sem við berum umhyggju fyrir manninum og öllu sem hans er þá óskum við þess að hann fái aldrei að vita hið minnsta um það, hvert hann er að fara, eða hvað hann er! Við óskum þess kæri guð að hann fái aldrei að vita hvar hann á heima og að hann leiti og að hann muni aldrei rata til sín. Steinar Sigurjónsson er rithöfundur að atvinnu og hefur skrifaó margar bækur. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.